Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS2006 Sport DV Chelsea eina félagið Umboðsmaður þýska lands- liðsfyrirliðans Michael Ballack segir að hann eigi nú aðeins í viðræðum við Chelsea um komu Ballacks til félagsins en samningur hans við Bayem Múnchen rennur út núna í sumar. Gæti jafnvel farið svo að Ballack verði kominn til Eng- landsmeistaranna áður en HM hefst núna í sumar. „Ég held að það muni örugglega eitthvað gerast áður en HM byrjar. Það vom önnur félög sem sýndu Ballack áhuga en við eigum bara í viðræðum við Chelsea þessa stundina." HólmarÖrn kemur heim Sænska 1. deildarfélagið Trelleborg hefur ákveðið að bjóða Hólmari Emi Rúnarssyni ekki samning að svo stöddu. Þetta kem- ur ff am á heimasíðu Keflavíkur í gær, þaðan sem Hólmar öm var lánaður til Svíþjóðar í vetur. Hólmar mun því snúa heim án nokkurra vandkvæða hvað varðar samningamál þar sem hann var alltaf skráður leikmaður Keflavíkur. Gæti vel farið svo að hann verði orðinn klár í leikmannahóp Keflavíkur nú strax um helgina, segir í fréttinni. Sex skrifa undir hjáFH Sex leikmenn meistaraflokks fslandsmeistara FH skrifuðu undir nýja samninga við knattspymudeild fé- lagsins á aðalfundi hennar sem fór fram í fyrradag. Þeir em Atíi Guðnason, Ami Freyr Guðna- son, Matthías Vilhjálmsson, Guðmundur Sævarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Róbert öm Óskarsson en allir samn- ingamir gilda út árið 2008. Guð- mundur hefur síðustu ár verið einn besti bakvörður Lands- bankadeildarinnar og Ásgeir Gunnar hefur sömuleiðis spilað stórt hlutverk í liðinu. S&Tl 19.15 Grindavík-Keflavík og Haukar-Breiðablik í lokaumferð Iceland Ex- press-deildar kvenna. 19.50 West Ham-Bolton f 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á Sýn. 20.00 Liverpool-Fufham í ensku úrvalsdeildinni á Enska Boltanum. 22.20 Handboltakvöld á RÚV. 22.35 Formúlukvöld á RÚV. José Mourinho Hrifínn afÞýskalandi \og þýska landsliðs- þjdlfaranum. ÍTWmT FfiTi hhTiTi 11 ■ 1 ■ H l ■iiiiinniiiiii José Mourinho er fremur blátt áfram náungi. Þannig birtist hann „Jál Ég Vetð pottþétt blaðamanni þýska dagblaðsins Bild sem tók við hann viðtal nú . , ,.... . . fyrir skömmu. í fyrradag birtu þeir ummæli hans sem lutu að lOnOSUOSpjQITan rOttU■ Michael Ballack, leikmanni Bayern Munchen og ef til vill verð- gals einn daginn." andi leikmanni Chelsea. í gær birtu þeir svo afganginn af viðtal- inu þar sem farið er um víðan völl. BILD: Hvert er þitt álit á Jtirgen Klinsmann? JM: „Ég hef bara allt gott um hann að segja. í mínu liði eru leik- menn tólf landsliða og verð ég að vera í sambandi við alla landsliðs- þjálfarana. Bestu samskiptin á ég við Klinsmann." BILD: Hversu oft hafið þið sam- band? JM: „Oft. Hann hringir í mig og vill fá að vita hvernig Robert Huth hefur það. Og ég hringi í hann og forvitnast um hvernig Robert hefur það í landsliðshópnum." BILD: Huth kemur sjaldan inn á sem varamaður hjá þér, erekkisvo? JM: „Hann er ennþá mjög ungur. Er enn að þroskast. Ég mun nota hann meira á næstunni. Hann gæto vel orðið fastur leikmaður í liði Chelsea." BILD: Klinsmann er nú mjög gagnrýndur í Þýskalandi... JM: „Ég dáist að hugrekki hans. Hann býr yfir mjög sterkum per- sónuleika. Hann hefur trú á ieik- mönnum sem geta bætt sig, eins og Huth, Schweinsteiger, Podolski og Lahm. Og þrátt fyrir að hann tapi einum leik skiptir hann ekki um skoðun. Það er frábært og ég dái hann fyrir það." BILD: Afhverju gengur landslið- inu þá svona illa? JM: „Klinsmann standa tveir möguleikar til boða. Annars vegar það einfalda - að spila vináttu- landsleiki gegn B-þjóðum. Eða þá gegn stórþjóðum eins og ítölum. í því síðara er alltaf hætt við að liðið tapi." BILD: Hver er kosturinn við slíkan undirbúning? JM: „Að tapa styrkir landsliðið, sem er ungt, fýrir HM í sumar." BILD: Klinsmann hefur ráðið sálfræðing til að starfa innan liðs- ins. Væri það álitlegur kostur fyrir þig? JM: „Sáifræðingur í þjálfaralið- inu? Nei, takk. Ég er sálfræðingur... (hlær)En liðið mitt þarf ekki á slík- um starfskröftum að halda. Sá eini í okkar liði sem mætti leita til slíks sérfræðings væri ég sjálfur." BILD: Heillar starf landsliðs- þjálfara þig? JM: „Já! Ég verð pottþétt lands- liðsþjálfari Portúgals einn daginn." BILD: En hvað með að starfa hér íþýsku úrvalsdeildinni? JM: „Af hverju ekki? Ég er hrifinn af þýsku deildinni og hef oft komið til Þýskalands, bæði í æfingabúðir og á leiki. Ég fylgist afar vel með þýska boltanum. Þar ríkir allt önnur kriattspyrnumenning með mjög framúrskarandi leikmönnum með sérstæða persónuleika. Og þar á ég ekki aðeins við Ballack. Það væri mikil áskorun fyrir mig að starfa í Þýskalandi." BILD: Mun Mourinho stýra liði Bayern Mtinchen? JM: „Ég get vel ímyndað mér að stýra liði Bayern. En þeir þyrftu að láta mig vita með eins árs fýrirvara svo ég geti farið á hraðnámskeið í þýsku. Ég vil ekki vera háður neinum túlki. Bayern er flott félag sem er vel uppbyggt. Þannig að - af hverju ekki?" BILD: Áttu þér einhverja fyrir- mynd f íþróttaheiminum? JM: „Faðir minn, Felix, var knattspyrnuþjálfari. Ég lærði mikið af honum enda fylgdist ég vel með hans störfum. Og Fabio Capello. Hann met ég mikils. En ég þarf eig- inlega ekki neina fyrirmynd. Eg einbeiti mér frekar að sjálfum mér." eirikurst@dv.is Fjalar Þorgeirsson fer úr herbúðum Þróttar til Landsbankadeildarliðs Fylkis í Árbænum Fylkir samdi við Fjalar til þriggja ára JHC Jí ikut- *< Verðandi samherjar Björn ViðarÁsbjörnsson Fylkismaður Ileik gegn Þrótti I fyrra þarsem Fjalar stóð I markinu. DV-mynd Hari Markvörðurinn Fjalar Þorgeirs- son hefur samiö við Fylki til næstu þriggja ára en frá þessu var gengið í gær. Fylkismenn keyptu upp samn- ing Fjalars en hann var skuldbund- inn Þrótti f eitt ár í viðbót. Þar hefur hann leikið lengst af, ef frá er talið eitt og hálft ár þar sem hann var í herbúðum Fram. Koma Fjalars tengist þeim meiöslavandræðum sem hefúr verið á Bjama Þórði Halldórssyni, aöalmarkverði Fyikis síðustu tvö sumur, en hann á við þrálát meiðsli að stríða og verður sennilega ekki kominn aftur á kreik fýrr en seint í næsta mánuöi í besta falli. Fjalar segir að Fylkismenn hafi fýrst sýnt sér áhuga fýrir nokkrum vikum. „Þeir telja sig greinilega hafa not fyrir mig og er ég mjög ánægður með þessa niðurstöðu mála." Fjalar hittir hjá Fyiid fýrir sinn gamla félaga, Pál Einarsson, en mikill styr var um brotthvarf hans frá Þrótti í haust. Og þó svo að forráðamenn Þróttar hafi ekki svo glatt sleppt tak- inu af Fjalari segir hann aöspurður engan kala bera til félagsins. „Mér fannst hins vegar sú um- ræða sem var í gangi í síðustu viku um að lána mig vera svolítið skrýtin. Þú lánar ekki mann sem á bara eitt ár efdr af samningi sínum, það segir sig sjálft. Þar að auki lá alltaf Ijóst fyrir að Fylkismenn vildu kaupa mig." En niðurstaðan er góð, segir Fjalar: „Þetta er klúbbur sem er í efstu deild og það skiptir miklu máli fýrir mig. Ég hef alltaf sagt að lands- liðið sé ein af ástæðum þess að ég óskaði að fara ftá Þrótti og spila í efstu deild. Ég taldi mig ekki hafa sömu möguleika að komast í lands- liðið ef ég spilaði í 1. deild. Og mér líst vel á Fylki. Ég hef ekki kynnst neinu nema góðu af félaginu, það er með gott þjálfarateymi og skemmti- legan heimavöll sem mér hefúr alltaf þótt gaman að spila á í gegnum tíðina." eirikurst@dvJs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.