Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 17
1 DV Sport MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 17 Haukastelpur fá afhentan deildarmeistaratitilinn en mest verður þó fagnað í Grindavík Það má segja að úrslitakeppni kvenna í körfubolta hefjist í raun þegar lokaumferð Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta fer fram í kvöld. Leikur Grindavíkur og Keflavíkur í Grindavík ræður því hvort liðið hefur heimavallarrétt í einvígi liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Haukastúlkur hafa unnið 18 deildarleiki í röð og geta bætt félags- met með því að vinna sinn 9. heima- leik í röð en eftir leikinn fær Haukaliðið afhentan deildarmeist- aratitilinn sem þær tryggðu sér 8. febrúar síðastliðinn. Það er þegar ljóst að deildarmeistarar Hauka mæta bikarmeisturum ÍS í úrslita- keppninni og að íslandsmeistarar Keflavíkur spila við Grindavík. Það ræðst hins vegar í kvöld hvort Grindavík eða Keflavík hreppa annað sætið og þar með heimavallarrétt í einvígi liðanna í undanúrslitum úr- slitakeppninnar. Liðin eiga því eftir að mætast oft á næstu dögum. Fyrsti heimaleikurTamöru Tamara Stocks spilar sinn fyrsta heimaleik með Grindavík í kvöld en hún var með 38 stíg, 13 fráköst og 5 varin skot í sínum fyrsta leik gegn KR en þarf að feta í fótspor Jericu Watson sem fór mikinn í fjórum leikjum sem Grindavík lék gegn Keflavík í vetur. Grindavík vann þrjá af þessum fjómm leikjum og Watson var með 36,3 stíg, 24,0 fráköst, 5,5 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 3 varin skot að meðaltali í þessum leikjum. Nú er að sjá hvort Keflavík- urliðinu gangi betur með að hemja Stocks en Watson. Keflavík máttí þola sitt stærsta tap frá upphafi í síðasta leik sínum sem var gegn deildarmeisturum Hauka og það verður forvitnilegt að sjá hvemig liðið vinnur út úr þeim skelli. Mikilvægi leiksins í kvöld er gríðar- lega mikið enda mætast liðin strax aftur í fyrstu umferð úrslitakeppn- innar og það lið sem vinnur leikinn í kvöld hefur heimavöllinn upp á að hlaupa. Hvort fellur KR eða Breiðablik? KR og Breiðablik reyna að forðast fall í hinum leikjum kvöldins. Breiða- blik stendur betur að vígi fyrir leiki kvöldsins en liðið sækir deildar- meistara Hauka heim. Haukar hafa unnið 18 leiki í röð í deildinni og fá deildarmeistarabikarinn afhentan eftír leik. ÍS tekur á mótí KR í hinum leikjum, Blikastúlkur bjarga sér ef bæði liðin tapa en KR þarf að vinna bikarmeistara stúdína tíl þess að forðast fallið en þá má Breiðablik jafnframt ekki vinna sinn leik. ooj@dv.is Skilaboð frá Benitez, stjóra Liverpool Vill sjá meiri karakter hjá sínu liði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur þurft að horfa upp á Liver- pool-liðið í vandræðum í undan- Éj,, fömum leikjum en | Liverpool hefiir aðeins ^ unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í úrvals- og meistara- deildinni og hefur auk |j þess aðeins skorað tvö l mörk til samans í þess- » um undanfömum "'nt fimm leikjum. Þetta slæma gengi hefur þýtt fall út i úr meistaradeildinni i og að Manchester | United er búið að ná ffimm stiga forskoti í fbaráttunni um 2. sæt- 'ið. „Ég geri mér grein fyrir því að við vorum ekki að spiia vel gegn Arsenal og ekki þann fótbolta sem viljum vera að spila. Ég hef sagt það við mína leikmenn að nú er kominn tími fyrir þá að sýna meiri karakter í komandi leikjum. Við j eigum eftir níu leiki íl deildinni og svo bikar- keppnina og við þurf- um að fara að sýna styrk okkar inni _ á vellinum. Það er ekki nóg að tala um vandamálin, við þuríúm að fara að; spila okkar bolta, fara að skora mörk og fara ! að vinna leiki á ný,‘ sagði Benitez en Liver- j pool mætir Fulham á i Anfield í ensku úrvals- deildinni í kvöld. ELÍSABET KASKÓTRYGGIR o LÍKA GAMLA BÍLA MEÐ LOÐNA TENINGA í SPEGLINUM. ER ÞAÐ EKKI SÆTT? BETRI KJÖR Á BÍLATRYGGINGUM OG BÍLALÁNUM elisabet.is Vátryggjandi er TryggingamiÖstÖÖin hf. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.