Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 Tölvuleikir UV Næsta kynslóð leikjavéla mun bjóða upp á stafrænt niðurhal á gömlum leikjum NÝJU LEIKJAVÉLARNAR NÁ í LEIKIÁ NETINU Nintendo sagði frá því á dög- unum að notendur geti náð í alla gamla leiki úr gömlum Nintendo- vélum, Super Nintendo og Nintendo 64, á netinu. Þetta verður hægt á hinni væntanlegu Nintendo Revelution. Fregnirnar glöddu bæði leikjaunnendur og bjóða upp á gríð- arlegar aukatekjur fyrir nýju vélina. Þessi stafræna dreifing, eða „digi- tai distribution", er þegar möguleiki á XBox 360, sem kom á markað fyrir skemmstu. Margir nýir leikir hafa ekki selst eins vel og búist var við en þessi dreifing hefur skilað tals- verðum gróða. Frá því að stafrænt leikjatorg XBox 360 opnaði í nóvem- ber hefur verið náð í um tvær millj- ónir leikja þangað. Með þetta í huga vakna enn og aftur spurningar um Sony og PlayStation 3. Sony hefur ekki sagt hvort boðið verði upp á þessa þjónustu á PS3 en sögusagnir segja að verið sé að vinna tækn- ina. Sérfræðingar telja að Sony hafi ekki efni á að sleppa þessu þar sem niðurhalið dregur úr kostnaði sem fylgir því að láta nýja vél á markað. Sony mun haida ráðstefnu í Japan í dag og þá verða gefnar nánari upplýsing- ar um framtíð PS3. Þar gætu kom- ið fram upplýsingar um verð, dag- setningar, hugbúnað og fleira. XBox, Nintendo og PS3 Notendurgeta sóttgamla leiki með þvi að tengja tölvurn- ar við netið. NeedforSpeed MostWanted Sláið inn svindl á upphafsglugga (Start Screen). L1,R1,R1,R1, hægri, vinstri, hægri, niður Til að fd Porsche Cayman S. Vinstri, hægri, vinstri, hægri, upp, niður, upp, niður Til að fó Castrol SYNTEC Ford GT. Upp, niður, upp niður, vinstri, hægri, vinstri, hægri Opna fyrir Burger King-dskorunina. Upp, upp, niður, niður, vinstri, hægri, upp, niður Til að opna aukamöguleika í verstuninni. GodofWar2 áPS2 Tölvuleikurinn God of War stal svo sannarlega senunni á seinasta ári. Hann var valinn leikur ársins af helstu netmiðlum tölvuleikjaheimsins og fókk aðal verðlaunin á árlegu tölvu- leikjaverðlaununum. Nú hefur það verið staðfest að framhald leiksins mun koma út á PlayStation 2. Þetta kemurfram f nýjasta tímariti Game In- former. Þetta ýtir jafnvel enn frekar undir þær fregnir um að PlayStation 3 tefjist um ókomna tfð. Leikurinn mun þó eflaust koma út á PS3 um leið og þegar hún kemur á markað. A AOL AOLaðstoðar foreldra AOL eða America Online, hefur sett upp netþjónustu sem á að hjálpa for- eldrum að velja tölvuleiki sem henta börnum þeirra. Oft eru margir leikir mjög ofbeldisfullir. Þeir eru merktir, en oft gera foreldrar sér ekki grein fyrir því um hvað tölvuleikirnir snúast. Það eru samtökin Common Sense Media sem veita upplýsingarnar um leikina. Samtökin sjá um að greina hvort bíó- myndir, sjónvarpsþættir, tölvuleikir eða annað efni sé við hæfi barna. Slóð- in er http://video games.aol.com/gamingguides/famiiy. Pro Evolution Manager Konami hefur staðfest að leikurinn Pro Evolution Soccer Management komi út 24. mars í Evrópu. Eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn í sama anda og Pro Evoiution Soccer leikirnir á PlayStation. Nema hvað að þetta er leikur f anda Manager. Þú getur stjórnað liði úr sex Evrópu- deildum og hægt er að flytja gögn milli PES5 yfir í PESM. Þetta gefur aukna möguleika fyrir þá sem kunna meta Pro Evolution-leikina. Eins og á 20 tíma löngu sveitaballi Urban Reign er dæmigerður slagsmálaleikur með aðeins skemmtiiegri og heilsteyptari sögu- þræði en gengur og gerist. Leikmenn fara í hlutverk slagsmálahundsins Brads Hawks sem er ráðinn til vemdar kínversku mafi'unni með það að leiðarljósi að sókn sé besta vömin. í miðum bardaganum kemur í ljós að málið er flóknara og þarf Brad að Urban Reign Slagsmála- leikur/PS2 Namco Byrjar vel En eftir fyrsta klukkutímann fer leikurinn að endurtaka sig og vera pirrandi. Tölvuleikir takast á við fleiri boxandi bófa en hann átti von á. Slagsmálin í leiknum em nokkuð skemmtileg og einföld. Með einum takka verst maður, með öðrum tekur maður glímubragð og með þeim þriðja kýlir maður og sparkar, en bæði glímutökin og höggin em mis- munandi eftir því hvaða átt á analog- pinnanum maður lætur fylgja með. Svo kemur massíf sveitaballastemm- ing þegar maður berst við allt að fimm pappakassa í einu og ja&ivel em sumir þeirra vopnaðir skóflum, kylfúm eða álíka. Eftir hvem unninn bardaga getur maður svo bætt sig í annaðhvort sókn eða vöm þar til Brad nær fullkomnun. Barist er á skemmtilegum stöðum eins og bömm, öngstrætum, húsþökum o.s.frv. Namco gefur leikinn út, en þeir em meiriháttar spaðar í tölvu- leikjaiðnaðinum og eiga meðal ann- ars heiðurinn að Tekken. Leikurinn hljómar alveg ofsalega skemmtilega og spennandi, sem hann og er fyrsta klukkutímann. Svo fer hann að endurtaka sig og verða hreinlega pirrandi. Mér tókst að klára hann, sem er þó alltof erfitt. Ég þurfti t.d. að fara í auðveldustu stillinguna til þess að klára nokkra kappa. Manni líður ömurlega í svona auðveldri still- ingu. Að vinna leikinn verður ekkert Erfitt að klára / erfiðustu köppunum þarf stundum að skipta Iauðveidustu stillinguna, sem er ekki gott fyrir stoltið. afrek og helst vill maður fela diskinn og segja ekki nokkrum manni frá þessu. Tónlistin í leiknum er svo ömurleg. Graðhestamúsík sem hefði ekki einu sinni komist upp á borð árið 1991. Tvær stjömur, ein fyrir hvom hálftíma sem leikurinn skemmti mér. Dóri DNA Tölvuleikurinn 24 kemur í búðir í dag. Leikurinn er byggður á þáttun- um geysivinsælu. Bauer fer hamförum í 24-leiknum Þessa dagana er verið að sýna fimmtu þáttaröð spennuþáttanna 24 og hafa vinsældir þeirra lítið dalað frá upphafi. Það er því nokkuð ljóst að fyrsti tölvuleikurinn byggður á þeim á eftir að slá í gegn. Hver þáttaröð gerist á 24 tímum f raunveruleikanum og hver þáttur er klukkutími. Þetta er yfirfært á leikinn, sem gerist á 24 tímum. Hvað gerðist? Saga leiksins gerist á milli ann- arrar og þriðju þáttaraðar. Hann fylgir sem sagt ekki söguþræði sem áður hefur sést. Hann þykir nokkuð vel skrifaður, hraður og spennandi. Kiefer Sutherland og fleiri leikarar ljá honum að sjálfsögðu rödd sína en allar þekktustu persónur þáttanna em í leiknum auk nýrra. I honum koma svör við nokkrum spurningum sem vöknuðu milli þessara þáttaraða: Hver ætlaði að drepa Dav- id Palmer forseta? Hvernig byrjaði n r 3 n u c - IJ U- j u 1 J Jack Bauer Berst við hryðjuverkamenn eins og heimurinn sé að farast. Byggður upp eins og þættirnir Leikjaá- hugamenn þyrpast eflaust út I búð I dag, enda þótti sýnishorn úr leiknum lofa góðu. Kim Bauer að vinna hjá CTU? Hvem- ig urðu Jack Bauer og Chase Ed- mtmds félagar? Efnavopn og morðtilraunir Leikurinn er ekki bara fyrstu per- sónu skotleikur. Leikendur keyra bíl, yfirheyra glæpamenn, bregða sér í hJutverk leyniskyttu og leysa alls kyns verkefni; s.s hryðjuverkaárásir, efha- vopn og morðtilraunir. Þetta er allt partur af leiknum líkt og þáttunum. Hins vegar hefur leikurinn ekki fengið alls staðar frábæra dóma. Margir sem hafa spilað hann segja að hann sé góð skemmtun fyrir aðdá- endur þáttanna en ekki jafn spenn- andi fyrir aðra. En saga leiksins þykir góð, þótt hann sé gagnrýndur fyrir að vera ekki nægilega vandaður í spilun tfl að fylgja því eftir. Dæmi hver fyrir sig. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.