Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1955, Side 21

Freyr - 01.04.1955, Side 21
FRE YR 113 Hreinn frá Þverá, Hólum í Hjaltadal hlaut heiðursverðlaun. göngu. Ekki var hægt að spora neina fram- för í sýningarhrossunum yfirleitt. Verður það heldur ekki ráðið af dómunum. Dómar- arnir leystu hin vandasömu störf sin vel af hendi, og dómar voru sanngjarnir. Hitt er þó jafnvíst, að hér, sem endranær voru á- horfendur ekki alltaf dómurunum sammála um röð einstakra hrossa, enda vilja oft blandast í dóma almennings persónuleg sjónarmið, sem ekki eru byggð á faglegum grundvelli. Vegna þess, að sýningin var, að þessu sinni, haldin nyrst á félagssvæðinu, varð þátttakan eðlilega mest að norðan. Af stóðhestum, sem verðlaun fengu voru 5 úr Skagafirði, 3 úr Árnessýslu, 2 úr Rangár- vallasýslu og 1 úr Fljótsdalshéraði. Af þess- um hestum voru 7 fæddir í Skagairfði, 2 í A-Húnavatnssýslu, 1 í Árnessýslu og 1 i Rangárvallasýslu. Ljósm.: V. Sigurgeirsson. Skrásettar voru 54 hryssur*). Þar af voru 30 úr Eyjafirði, 2 úr Skagafirði, 5 úr Borg- arfirði, 4 úr Kjósarsýslu, 5 úr Reykjavík, 1 úr S.-Þingeyjarsýslu og 1 úr N.-Þingeyjar- sýslu. 20 hryssur hlutu verðlaun, og voru taldar hæfar stóðhestamæður í reiðhesta- rækt. Eigendur þeirra voru 11 úr Eyjafjarð- arsýslu og Akureyri, 1 úr Skagafirði, 2 úr Borgarfirði, 3 úr Reykjavík, 1 úr Gull- bringusýslu og 2 úr Árnessýslu. 8 af þessum hryssum voru fæddar í Eyjafirði, 4 í Skaga- firði, 2 I Borgarfirði, 1 1 Dalasýslu, 1 í Snæ- fellsnessýslu, 2 í Reykjavík og Kjósarsýslu og 2 í Árnessýslu. Hryssur nr. 1 og 2 eru báðar fæddar í Skagafirði, nr. 1 hálfblend- ingur af Svaðastaðastofni nr. 2 hreinrækt- *) Gletta Sig. Ólafssonar var ekki skrásett, en tók þátt í sýningunni, og var dæmd með verðlaunahrossunum.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.