Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 30

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 30
118 FREYR Kornyrkja í Eyjafirði. hefur þess vegna fundizt, að fráleitt væri að stofna til nýrrar atvinnugreinar, sem yrði ómagi á ríkissjóði. Framlögin eru samt lægri, en virðist við fyrstu sýn, af því að jarðræktarframlagið fellur niður. Nauðsynlegar vélar, þ. e. sáðvélar, sjálf- bindarar, þreskivélar og kornhreinsunar- tæki, eru taldar kosta 26.500 kr. komnar til landsins eða um 30.000 kr. komnar til viðtakanda. Er gert ráð fyrir, að vélar þess- ar myndu nægja til framleiðslu korns af 10—15 hekturum lands. Stofnframlagið vegna vélakaupanna verður mest 15.000 kr., eða um helmingur kostnaðar. Samkvæmt þessu verður heildarframlag til hvers bónda um 30.000 kr., en samt verð- ur stofnkostnaðurinn allmikill, þar sem bóndinn verður að greiða helming kostn- aðar vegna kaupa kornræktarvéla, kaupa önnur nauðsynleg jarðyrkjuverkfæri, sem hann kann að vanta, ræsa fram og girða a. m. k. 20 hektara lands, og byggja kornhlöðu og ef til vill vélageymslu. Hinsvegar er hið árlega framlag óþarft, ef venjulegt jarð- ræktarframlag er greitt, og kornræktin gengur vel. Frá sjónarmiði bóndans eru oKilyrði þau, sem hann verður að uppfylla, varhugaverð- ust. Er það einkum skilyrðið um að rækta korn í 10 ár í minnst 10 hekturum lands. Flestir myndu vilja líta á kornræktina, sem tilraun, sem þeir hefðu fullan rétt til að hætta við, ef þeir teldu hana ekki arðbæra. Þá virðist líka hyggilegra fyrir bóndann, að byrja fyrst í smáum stíl, en auka síðan ræktunina, eftir því sem þekking og reynsla vex. Hæpið virðist einnig að skylda bænd- ur til að framkvæma ræktunina í einu og öllu eftir fyrirfram settum reglum. Að visu er mjög æskilegt, að bændur geri þetta, en meiri árangurs er að vænta, að bændur geri það af frjálsum vilja, en ekki sam- kvæmt valdboði. í heild virðist mér frumvarp þetta vera misheppnað. Alþingi mun ekki styðja það vegna þeirra útgjalda, sem það kynni að hafa í för með sér fyrir ríkissjóð, og bænd- ur myndu ekki fást til að hagnýta sér á- kvæði þess, ef að lögum yrði, vegna þeirra skilyrða, sem sett eru. Það, sem gera þarf. Orsök þess, hve lítil útbreiðsla kornrækt- arinnar hefur orðið, er fyrst og fremst sú, að bændur hafa ekki viljað leggja í vafa- saman kostnað hennar vegna. Þeir gera sér ljóst, að kornrækt í smáum stíl borgar sig ekki, en kornrækt í stórum stíl er því að- eins framkvæmanleg, að nægur vélakostur sé fyrir hendi. Til þess að byrja kornrækt í stórum stíl, þarf þess vegna mikinn stofn- kostnað, sem bændur treystast ekki til að standa undir, á meðan þeir vita ekki, hve arðbær kornræktin muni reynast, eða vegna ótta um, að þeir muni skaðast á fyrirtæk- inu. Það, sem gera þarf, er þess vegna að gera bændum kleift að gera arðbærar korn- ræktartilraunir án verulegrar fjárhagslegr- af áhættu. Verður þetta bezt gert með því að veita bcendum lán til þess að kaupa kornrœktarvélar. Er bezt, að lánin nægi til þess að greiða andvirði vélanna að mestu leyti, og þau séu til 10 eða 12 ára með um 5% vöxtum. Kaupandinn þarf að skuld- binda sig til að halda vélunum vel við. Eru þær þá nokkur trygging fyrir greiðslu

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.