Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1955, Page 33

Freyr - 01.04.1955, Page 33
FREYR 121 KRISTÓFER GRÍMSSON: Ræktunarsamböndin Lyftistöng landnáms í sveitum Eftir 1940 hófst innflutningur stórvirkra landbúnaðarvéla til landsins. Almenningur var fljótur að átta sig á, að með innflutningi slikra véla opnaðist mikilvægur möguleiki til þess, að létta nokkuð stritvinnu almennings og færa landbúnaðinn nær því markmiði, að standa öðrum atvinnuvegum jafnfætis hvað hjálpartæki snerti. Að nýloknum hildarleik heimsstyrjaldar- innar, var samhj álparandinn svo almennur, að þing og stjórn féllst á að samþykkja lög, er áttu að bæta og jafna aðstöðu bænda til afnota hinna nýju véla. Þetta voru lögin um jarðræktar- og húsa- gerðarsamþykktir í sveitum. Á grundvelli þessara laga, var strax haf- izt handa um stofnun ræktunarsambanda í flestum sveitum landsins. Til vélakaupa á hvert samband að fá úr framkvæmdasjóði ríkisins, helming verðs þeirra véla, sem áætlað er að það þurfi til þess að fullnægja vinnuþörf sinni, meðan fjárveitingar til sjóðsins hrökkva til. Bún- aðarfélög hreppanna verða að leggja fram V4 hluta kostnaðar, að minnsta kosti. Það sem á vantar, má taka að láni, sem þó er ætlazt til, að sé aðeins til 5 ára. Eins og allir sjá, er ekki nóg að kaupa vélarnar, það þarf einnig að koma upp geymslu og viðgerðarhúsnæði, og afla margskonar hjálpartækja til viðgerða á vélunum. Samböndin, sem eignazt hafa talsvert af vélum, og komið sér upp sæmilegum húsa- kynnum, hafa því orðið að afla sér stofn- lána, sem hvíla með talsverðum þunga á rekstrinum. Mikil þörf væri því, að búnaðarfélögm, sem að ræktunarsamböndunum standa, ykju stofnsjóðstillög sín, til þess að vaxta- byrði sambandanna af stofnlánum gæti að mestu leyti horfið, eða samböndin aukið vélaeign sína án aukinna stofnlána. Ætlazt er til, að samböndin krefji bænd- ur um fyrirframgreiðslu vinnunnar að ein- hverju eða öllu leyti. Þetta mun þó yfirleitt ekki hafa komizt í framkvæmd, en ætlazt til að vinnan sé staðgreidd. Reynslan mun þó yfirleitt vera sú, að vinnan greiðist misjafnlega fljótt, og veltufjárskortur er mjög tilfinnanlegur hjá samböndunum. Viðhaldssjóðurinn, sem samböndin leggja árlega í 14% af verði styrkhæfra véla og verkfæra, hafði yfir nokkru fé að ráða, meðan viðhaldskostnaður vélanna var lít- ill, en gengisfall krónunnar kom svo mikl- um truflunum á reksturinn, að fæst sam- bandanna munu enn vera búin að ná sér eftir þá truflun. Verðhækkun varahluta varð svo gífurleg, að lygasögu er líkast, og fráleitt munu hagfræðingarnir hafa sagt þá sögu fyrir. Allar gjaldskrár vinnunnar urðu of lágar og viðhaldssjóðirnir uppétnir áður en nak in reynslan hafði kennt stjórnum sam- bandanna, að setja nógu háa taxta á vinn- una. Fyrningarsjóður á að fá 16% af verði véla og verkfæra árlega, og hann á samkvæmt lögum að afhenda Bf. ísl. það til varð- veizlu. Þetta hafa samböndin vanrækt að allmiklu leyti vegna veltufj árskorts. Nú er það óumdeilanlegt, að fyrningar- sjóðurinn er eign hvers sambands, og hon- um á að verja til endurnýjunar á slitnum vélum. Það er því eindregin ósk og krafa, að lögunum verði breytt þannig, að sam- böndunum sé heimilt að hafa allan fyrn- ingarsjóðinn í eigin vörzlu, gegn skilyrð- um, sem setja verður, svo þessi nauðsyn- lega sjóðmyndun nái tilgangi sínum. Til þess að svo verði, tel ég nauðsynlegt, að Bf. tsl. sé skylt að hafa eftirlit með reikningshaldi sambandanna, og skuli trún- aðarmenn þess gera tillögur um lágmarks- gjaldskrá sambandanna, er þeim sé skylt að hlíta. Með þessu mundi verða bætt úr brýnni þörf fyrir rekstursfé, án þess að tilveru sambandanna væri stefnt í hættu. Ræktunarsamböndin eru hin bezta lyfti- stöng, er löggjöfin hefur veitt bændastétt- inni hingað til. Með aðstoð þeirra er bænd-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.