Freyr - 01.04.1955, Side 9
FREYR
101
Oft hefur verið um það rætt hvort draga-
eign (dragi = dráttarvél) íslenzkra bænda
eigi rétt á sér. Þeirri spurningu verður ekki
svarað hér, því þrátt fyrir tilraunir í þá
átt að fá upplýsingar frá bændum um það,
hvað dragavinna kostar hjá þeim, liggja
ekki ennþá fyrir þær tölur, sem hægt er að
draga neinar verulegar ályktanir af.
Árið 1951 hafa 12 búreikningabú draga,
en 8 bú hafa engan draga.
Hjá þeim búum, sem hafa draga, kostar
hkg af töðu að meðaltali kr. 62.58, en hjá
hinum búunum kr. 64.38. Reiknaðar vinnu-
stundir eru að meðaltali 2.1 hkg hjá þeim,
sem hafa draga, en 3.4 hjá hinum. Vinnu-
kostnaður á hkg er kr. 16.31 minni hjá þeim
búum, sem hafa draga, en leiga eftir verk-
færi er kr. 6.69 hærri og tilbúinn áburður
kr. 5.63 meiri, allar tölurnar miðaðar við
hkg. Mismunurinn á tilbúna áburðinum
hlýtur að liggja í einhverju öðru en því,
hvort búin hafa draga eða ekki.
Ef aðeins er reiknað með mismuninum á
vinnukostnaði og verkfæraleigu kemur
fram hagnaður fyrir dragabúin um kr.
9.62 til jafnaðar á hkg. En þess ber að geta,
að töðuuppskera er að meðaltali 146 hkg
meiri á hvert bú, sem hefur draga, heldur
en hin, sem engan draga hafa.
Öll dragalausu búin afla útheyja, en það
gera aðeins 9 dragabúin. Með útheyið verð-
ur útkoman sú, að hkg kostar að meðaltali
kr. 35.06 hjá dragabúunum, en kr. 45.99 hjá
þeim dragalausu, mismunur kr. 10.93 hvað
hkg útheys er ódýrara hjá þeim, sem hafa
draga.
Reiknaðar vinnustundir eru að meðaltali
2.5 á hkg hjá dragabúunum, en 4.1 hjá hin-
um. Hjá dragabúunum verður vinnukostn-
aður á hkg kr. 17.83 minni, en verkfæraleiga
kr. 5.56 hærri, svo að vinna og verkfæra-
leiga verður kr. 12.27 minni á hkg hjá draga-
búunum. Áveitugjald er nokkru hærra hjá
dragabúunum.
Uppskera er að meðaltali á bú, hjá þeim
sem hafa draga, 448 hkg en 180 hkg hjá
hinum. Mismunur 268 hkg. Hjá dragabúun-
um eru því miklu meiri engjar og senni-
lega betri (áveituengjar) og allur heyskap-
ur miklu meiri.
Það sem ég vildi benda á með þessum
línum er þetta:
1. Stærri búreikningabúin bera sig bezt,
en búin eru yfirleitt smá, þó stærri heldur
en landsmeðaltalið.
2. Það virðist gefa betri fjárhagsafkomu,
ef hver kýr skilar miklum afurðum (mjólk).
3. Það virðist óhagstætt að hafa blönd-
uð bú, að minnsta kosti ef búin eru lítil.
Þar með er ekki sagt, að sauðfjárbúin megi
ekki framleiða mjólk fyrir heimilið og kúa-
búin nokkuð af kindakjöti, aðeins þarf önn-
ur hvor búgreinin að vera það stór, að
vinnuaflið notist sæmilega vel.
4. Vinnuaflið virðist notast betur á stærri
búunum, og þar sem vinnukostnaður er yf-
ir 60% af rekstrarkostnaði búreikningabú-
anna getur þetta eina atriði orðið afger-
andi viðvíkjandi því, að stærri búin bera sig
betur.
5. Úthey virðist eiga fullan rétt á sér sem
kúafóður, en sennilega hefur eingöngu ver-
ið um áveituhey að ræða.
6. Dragi virðist eiga fullan rétt á sér við
heyskap. Rétt er samt að muna það, að
dragabúin eru mikið stærri heldur en hin
búin og sennilega eru takmörk fyrir því,
hvað bú má vera lítið til þess að dragi eigi
fjárhagslegan rétt á sér.
Eins má gera ráð fyrir því, að heyskapur
hefði orðið ódýrari á stærri búunum, held-
ur en þeim minni, þó að unnið hefði verið
með hestum á báðum, svo telja verður
sennilegt, að samanburður sá, sem gerður
er í grein þessari, sé of hagstæður fyrir
dragana og óhagstæður fyrir hestavinnu.
Ugeskrift for Landmœnd
segir frá því, þann 11. febrúar síðastliðinn, að 13416
Fergusondragar hafi verið seldir til Norðurlanda árið
1954, eða 4776 til Danmerkur, 4032 til Svíþjóðar, 3319
til Noregs, 1010 til Finnlands og 279 til íslands. Einnig
er þess getið, að á Norðurlöndum séu nú um 73000
Fergusondragar, af þeim eigi Danir 29000, Svíar 23000,
Norðmenn 13000, Finnar 7550 og íslendingar um það
bil 1000.