Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 39

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 39
P R E Y R 127 III. Jón á Laxamýri herjar að mér með stór- fylkingu sinna hornóttu hrúta. Hann mun þó sanna hið fornkveðna: „Að illt er að kljást við kollóttan“. Ég mun fyrst svara honum þar sem hann brigzlar mér um vís- vitandi ósannindi. 1. Meðalvigt dilkhrúta minna í K. Þ. var líkt og Jón segir. En þangað fóru ekki öll mín sláturlömb. Fjögur barna minna eru gift og hafa ekki landbúnað að aðalat- vinnu. Þau fengu öll til sinna þarfa valda dilkaskrokJca úr mínu búi. Þessi dilkaföll voru vegin, en ekki metin af kjötmats- manni. Þessir völdu skrokkar voru auðvit- að með teknir í meðalvigt þegar forða- gæzlumaður gerði upp afurðir af ám mín- um og birti þær tölur, er hann reiknaði út, og ekki annað. Það er hart aðgöngu að þurfa að ræða á prenti heimilisástæður sínar og einkamál. Ég hefði aldrei farið að segja frá afurðum minna skepna, ef Jón á Laxamýri hefði ekki tilefnislaust farið rangt með, er hann taldi mig eiga óvenjulega rýrt fé. Eins og allir sjá, sem bera saman meðal fallþunga og kjötþunga eftir á hjá mér, var meirihlutinn af mínum dilkum tvílembing- ar, alveg eins og á Laxamýri. Flokkunina er ekki hægt að bera saman, vegna þess að úr- val úr mínum dilkum var ekki metið. Annars skiptir vænleiki míns fjár engu máli, þar sem ég geri enga tilraun til að ota því fram sem kynbótafé. Hins verður að krefjast, að Jón á Laxamýri leggi á borðið óvéfengjanlega afurðaskýrslu fyrir allt sitt fjárbú. Hann ætti að birta kjötþungann eftir á, ekki aðeins 1953 heldur öll árin frá 1949, til þess að öllum landslýð verði ljós hin glæsilega fjárrækt hans og fjár- mennska. 2. Jón á Laxamýri ber mig enn ósann- indabrigslum um jafn einskisvert atriði og það, hvort ég hafi mætt á hrútasýningu, er hann hélt hér á réttinni. Ekki nenni ég að leiða að þessu votta. En flestir munu sjá, að ég hef betri aðstöðu til að muna þetta rétt. Þessi marg endurteknu ósanninda- brigzl eru stráksleg og örþrifaráð rökþrota ffianns. 3. Jón á Laxamýri þreytist aldrei á því að segja afrekasögur af sjálfum sér og hrútum sínum. Ýmist koma sögur þessar sem sérstakir þættir eða hann fellir þær inn í greinar um önnur mál. Nóg er af sjálfshólinu í þessari grein hans, og svo auðvitað ein Gullhúfusonar saga. Betur fynndist mér fara á því að hrúta- sögur hans birtust framvegis á auglýsinga- síðunum í Frey. Ég gæti frá mínu heimili, og úr nágrenni, sagt margar sögur af afburða vænum ein- staklingum bæði fyrir og eftir fjárskipti. En Elíkar sögur hafa ekkert að segja. Kyn- bótahæfni verður fyrst sannprófuð gegn- um marga ættliði, þar sem kostir og gallar eru rannsakaðir með fyllstu nákvæmni og samvizkusemi. IV. Helga á Hrafnkelsstöðum þykir „mikils við þurfa“ til varnar sér, sem kynbóta- manni, í septemberblaðinu. Mér finnst hinsvegar lítils með þurfa að svara grein hans. 1. Hann er nú alveg fallinn frá því, að ég sé skáld, eða Sókrates endurborinn. Sjálf- ur er hann nú stiginn til jarðar af skáld- fáki sínum. Höfum við nú báðir fast land undir fótum. 2. Hrafnkelsstaðabóndinn „skammar“ mig fyrir það, að ég hafi ritað skammar- grein. Þetta er fjarri öllum sanni. Ég minn- ist á sálræna manntegund, sem frægur út- varpsfyrirlesari nefnir „sýndarmenn" en ungur ráðunautur „hina snöggsoðnu“. Ég get þess að slíkir menn geti verið ágætir borgarar, þótt þeir séu illa fallnir til for- ystu, t.d. í búvísindum. Ég færi að þessu dæmi. Öll greinin er rituð í léttum tón, og sumsstaðar gamansömum, þótt undiralda alvörunnar sé allsstaðar á bak við. Ég reyni hvergi að mannskemma andstæðingana. . Helgi segir nú, að ekki muni hann jafna saman hrútum og nautum Hrunamanna að kynbótagildi. Ég skil þetta svo að nautin séu hrútunum fremri. Ég hélt einnig að svo hlyti að vera. Samkvæmt eðlilegum starfs- reglum nautgriparæktarfélaganna ætti að vera hægt að fá kynbótanaut, þar sem kost- ir og gallar eru kunnir í marga ættliði,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.