Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 38

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 38
126 FREYR JÓN SIGURÐSSON: GÍSLI, JÓN Með þessari grein er lokið hér í blaðinu þeim umræðum, sem greinin fjallar um. Ritstj. I. Margoft hefi ég verið spurður í haust og vetur, hvenær ég myndi svara þeim góðu mönnum, sem mig hafa ávarpað í Frey á liðnu sumri. Ætla mætti að umræður þess- ar þættu nógu langar. En þakkir hefi ég fengið frá mörgum mönnum og merkum og sumum, sem mér eru ekki að öllu sammála, fyrir að hafa vakið umræður og umhugsun um mál, sem alla bændur varða. í sumar safnaði ég heyjum í hlöður og Freysblöðum í handraða. Nú gefast heyin og tómið vinnst í skammdeginu til að kryfja til mergjar forðann úr handröðunum. Þrír andlegir bræður hafa sent mér skeyti, er Freyr flyt- ur: Glsli Magnússon, í Eyhildarholti ávarp- ar mig í apríl. Jón H. Þorhergsson, á Laxa- mýri, sendir mér kveðju guðs og sína í ágúst. Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstööum, helgar mér hálfa grein í september. Allir þessir andlegu bræður hafa áratug- um saman haft atvinnu af því að „rækta kynbótafé“ af suður-þingeyskum stofni og selja „kynbótahrúta". Þessu vilja þeir halda áfram, jafnvel þó sá „hreini“ stofn sé aldauður. Allir gerast þeir gildir á velli af mikillæti, bólgna upp af sauðviti sínu og gylla sig með umræðum um eigið ágæti. Hitt finnst þeim heimska og mikillæti, að Jón í Yztafelli skuli dirfast að efast um óskeikulleika þeirra. Hér mun ég stuttlega svara hverjum þeirra um sig og síðast kveðja þá alla í senn. II. Ellefu dálka fyllir Gísli. Mikill hluti þess máls eru uppprentanir úr greinum mínum, ýmist orðrétt og gæsalappað, eða endursögn. Allt er þarna úr sambandi slitið, en mjög óvíða reynt að hrekja. Víða ber á því að lesið er á sama hátt og viss þjóðsagnahetja les biblíuna. OG HELGI Það má segja, að þetta umritunarstarf sé meinlaus og saklaus skemmtun. Þó vil ég gera nokkrar athugasemdir: 1. Gísli telur mig fara rangt með: Sumar kennslubækurnar á Hólum hafi verið á norsku. Þetta má vel vera, en skiptir litlu. Ríkismálið norska og danskan var mjög líkt á þeim dögum. 2. Gísla finnst ég kasta rýrð á kennara okkar á Hólum, þá Sigurð og Jósep. Vissu- lega þarf mjög að lesa að hætti þjóðsagna- hetjunnar, er ég áður nefndi, til þess að skilja svo. Hér vil ég hinsvegar nota tæki- færið til að votta báðum þessum afburða- mönnum þakkir mínar. Sigurður var af- burðamaður að eldlegum áhuga og persónu- legum krafti, sem hlaut að hrífa unga menn með sér til dáða. Jósep var stórgreindur, fjölfróður og einhver skemmtilegasti kenn- ari. Þrátt fyrir þessa ágætu kennara, gat bú- fræðikennslan verið utangarna, af ástæð- um er ég nefndi. Engum var þetta ljósara en þeim. Þessvegna urðu þeir forgöngumenn að stofnun Ræktunarfélagsins. En tilrauna- stöð þess átti fyrst og fremst að gera hin erlendu búvísindi raunhæf okkar staðhátt- um. 3. Gísli tekur upp vörn fyrir skagfirzku stóðhrossin. Flestir Þingeyingar munu hafa líka reynslu og ég: Ekki meira en þriðji hver hestur, sem að vestan kemur ótaminn, reynist svo traustur til dráttar, að fá megi hann í hendur unglingum fyrir vélum, þó taminn sé. Gísli sannar orð mín: honum og öðrum hrossakóngum þar vestra finnst hrossastofninn svo góður, að ekki þurfi um að bæta. Þó kemur okkur Gísla saman um að til séu bæði „villingar“ og „gæðingar“. Eflaust má hreinrækta, með úrvali gegn- um marga ættliði, góðlynt og taugasterkt dráttarhestakyn. Þetta er ekki gert, vegna þess að Gísli í Eyhildarholti og aðrir stóð- bændur finna ekki þörfina.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.