Freyr - 01.04.1955, Qupperneq 19
FREYR
111
Orr lávarður. í fyrsta lagi er það uppreisn
dökkra þjóða gegn hvítum mönnum. Fá-
tækt, dýrtíð og matvælaskortur hefur á öll-
um timum verið bezti jarðvegurinn til sán-
ingar fyrir þá, er vilja rífa niður og fyrir
kommúnismann. Byltingu af þessu tagi er
ekki hægt að stöðva með atómsprengjum,
heldur einvörðungu með meiri velmegun
og meiri almennum áhuga fyrir því að
varðveita og byggja upp.
Virk samvinna er nauðsyn.
Annað vandamálið er spennan milli Aust-
urs og Vesturs. Hér gagna ekki afvopnun-
arráðstefnur. Hvernig er unnt að afvopn-
ast, áður en gagnkvæmt traust er fyrir
hendi hjá báðum aðilum? Nei, á undan af-
vopnuninni verður að fara sameiginleg
starfsemi, í beggja þágu, til þess að skapa
almenna, efnalega velmegun.
Eisenhower forseti hefur lagt áherzlu á
þetta atriði nú, á þessum tímum óvissu og
tortryggni, og það var grundvallarhugsun-
in fyrir stefnu Roosevelts forseta og enn-
fremur að baki hinnar kunnu Atlantshafs-
samþykktar frá 1941, með yfirlýsingu um
fernskonar frelsi: frelsi frá ótta, frelsi frá
neyð, trúarbragðafrelsi og skoðanafrelsi.
Sameinuðu þjóðirnar og sérstofnanir
þeirra voru stofnaðar til raunhæfs sam-
starfs og til þess að ryðja á þann hátt
brautina til varanlegs friðar.
Menn trúa betur þröngsýnum efasemdar-
mönnum.
Fyrir þá, sem hlýtt hafa á Boyd Orr áð-
ur, eru þetta ekki ný tíðindi. Það má vera,
að sumir sýni orðum hans tómlæti, en aðr-
ir á hinn bóginn vaxandi áhuga. Hið eftir-
tektarverðasta við Boyd Orr lávarð er e.t.v.
ekki það, sem hann hefur til málanna að
leggja í þessum efnum, heldur sú staðreynd,
að hann vegna þess hefur, meðal ráðandi
manna í heiminum, fengið orð á sig fyrir
að vera óraunsær hugsjónamaður.
Er það ekki einkennilegt, að svo auðvelt
skuli vera að gera hugsjónir hlægilegar, þeg-
er smásmugulegir efasemdarmenn, — við
skulum í þetta sinn nefna þá svo, — oft
njóta álits sem slungnir raunsæismenn.
Þó er í raun réttri enginn munur á hug-
sæi og ekki-hugsæi, heldur á mismunandi
vilja og getu að sjá daglegar áhyggjur og
deilur í víðara samhengi. Þá list kann Boyd
Orr lávarður og fyrir það var hann einnig
hjartanlega hylltur við heimsókn sína að
Ultuna,
Á afkvæmarannsóknastöðvum
iærist sitt af hverju
Afkvæmarannsóknastöðvarnar veita af-
bragðs skilyrði til þess að læra að fóðra
nautgripi rétt og hafa því ómetanlega þýð-
ingu sem undirstöðuatriði í kynbótastarf-
inu, segir „Husmandshjemmet“, málgagn
danskra smábænda.
Á þessum stöðvum sannast þýðing réttr-
ar fóðrunar, og þar má einnig sjá, hvaða
þýðingu hagkvæm innrétting fjósanna
hefur, gerð básanna, einangrun gólfa og
veggja, loftræsting og annað, sem er svo
margvislegt í fjósum almennt. En það er
fleira, sem upplýst er við starfrækslu af-
kvæmarannsóknarstöðvanna, m. a. hve
auðvelt er að mjalta einstakar kýr, en sá
eiginleiki erfist frá báðum foreldrum, það
hefur verið sannað við athuganir í Eng-
landi og staðfest við tilraunir í Danmörku,
í sambandi við afkvæma rannsóknirnar.
Árangur af starfi stöðvanna þykir nú ör-
uggur og er bent á þá staðreynd, að árið
1945—46 hafa kvíguhóparnir á afkvæma-
rannsóknastöðvunum gefið 198 kg af smjöri
að meðaltali um árið, en 1953—54 nálægt
226 kg. Starfandi stöðvar í Danmörku eru
nú 28, eða 7 fleiri en á síðasta ári, og á þeim
eru prófaðar um 1500 kvígur, dætur 78
nauta.