Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 25
Súgþurrkun
veitir öryggi um heyverkun og
sparar vinnu við heyskapinn.
I.andssmiðjan hefur forystuna á
sviði súgþurrkunartækni hér
á landi.
Súgþurrkunarblásarar þeir, sem
vér framleiðum, eru sérstaklega
gerðir fyrir hið fíngerða, íslenzka
gras, enda hefur reynzlan örugg-
lega sannað yfirburði þessara
blásara.
Enn er óráðstafað nokkrum
þeirra blásara, sem smíðaðir
verða fyrir sumarið. Þeir bænd-
ur, sem áhuga hafa á kaupum, eru vinsamlega beðnir að senda oss upplýsingar um
lengd, breidd og hæð hlöðunnar, og ennfremur upplýsa hvort orka (rafmagn, dieselmótor
o.s.frv.) er fyrir hendi eða ekki. Vér munum þá velja fyrir yður rétta stærð af blásara og
aflvél, veita verðupplýsingar og senda yður ókeypis teikningu af fyrirkomulagi loft-
dreifikerfis í hlöðu yðar.
ARMSTRONG SIDDELEY dieselmótinn er tvímælalaust öruggasta aflvélin fyrir súg-
þurrkunarblásara, ef rafmagn er ekki fyrir hendi. Mótora þessa útvegum vér frá Eng-
landi i tveim stærðum: 6—11 hestafla og 14—22 hestafla. Vélarnar eru loftkældar og
þar af leiðandi er þeim ekki hætt vegna frosta. — Nægar varahlutabirgðir jafnan fyrir-
liggjandi.
Bændur !
þér getið öruggir ieitað
til Landssmiðjunar
viðvíkjandi tækjum til
súgþurrkunnar.