Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1955, Side 34

Freyr - 01.04.1955, Side 34
122 PRE YR HJÁLMAR JÓNSSON ráðunautur Fæddur 14. sept. 1927, dánn 9 marz 1955. Hjálmar Jónsson var fæddur að Ytri- Húsabakka í Skagafrði 14. sept. 1927, son- ur hjónanna Maríu Ingbjargar Hjálmars- dóttur og Jóns Þorgrímssonar, bónda að Ytri-Húsabakka. Hjálmar útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum vorð 1947. Næsta haust hóf han nám í framhaldsdeildnni á Hvanneyri og útskrfaðist þaðan sem bú- fræðikandídat vorið 1949. Það sama vor réðist hann ráðunautur hjá búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar og gegndi því starfi til dauðadags. Hann andaðist í Reykjavík 9. marz 1955. Banamein hans mun hafa verið sjúkdómur í heila. Mér er vel í minni 15. október 1947, þeg- ar 8 piltar, allir af Norðurlandi, byrjuðu nám sitt við framhaldsdeild bændaskólans á Hvaneyri, en hún hóf þá starf sitt í fyrsta sinn. Það þurfti talsverða bjartsýni til þess að sækja um þennan nýja skóla, sem eng- inn vissi, hvernig mundi reynast. Það gat brugðið til beggja vona um árangur náms- ins. Það gat verið, að deildin reyndist ekki fær um það að gefa þá undirstöðu, að þeir yrðu þess umkomnir að gerast leiðbeinend- ur á sviði landbúnaðarins. Það var hugs- anlegt, að þeir, sem þaðan útskrifuðust, yrðu taldir „fúskarar“ í starfinu og ekki hlutgengir á borð viö þá, er fengið hefðu menntun sína í öðrum löndum. um nú fyrst mögulegt, að auka jarðrækt- ina hröðum skrefum, og leiðin er rudd til landnáms í stórum stíl, fyrir komandi kynslóðir. Þess vegna verður að tryggja ræktunar- samböndunum batnandi aðstöðu til auk- inna afreka. Munið það allir, sem sjáið hve landbúnaðurinn er þýðingarmikill hlekk- ur í atvinnulífi þjóðarinnar og menningu hennar. Þessir 8 Norðlendingar hófu nám sitt með dugnaði og áhuga og áttu með náms- hæfni sinni verulegan þátt í að móta það námsefni, sem þá og síðar var lagt til grundvallar við kennslu í framhaldsdeild- inni. Vorið 1949 útskrifuðust þessir piltar sem búfræðikandídatar, hinir fyrstu, sem höfðu öðlazt búfræðimenntun sína ein- vörðungu innanlands. Þess var beðið með nokkurri eftirvæntingu, hvernig hinir nýju „íslenzku" búfræðikandídatar mundu reynast í störfum sínum. Og sú reynzla varð á þann veg, að til sóma varð fyrir framhaldsdeildina á Hvanneyri og jók hjá mönnum trú á því, að hægt væri með góð- um árangri að láta mönnum í té æðri bún- aðarmenntun í landinu sjálfu, í stað þess að sækja þá menntun til annarra landa, þar sem búnaðarhættir og skilyrði til bú- skapar eru á allt annan veg en hér á landi. Hjálmar Jónsson var einn þessara 8 Norð- lendinga. Hann reyndist ágætur skólafé- lagi, þrautseigur og iðinn við nám. Hann varð þátttakandi í því að leggja upp í nýj- an áfanga á braut búnaðarfræðslunnar 1

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.