Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Fréttir DV blús á Akureyri Blús verður þema fyrstu alþjóðlegu tónlistarhátíð- arinnar sem verður haldin á Akureyri nú um hvíta- sunnuhelgina. Blúskomp- aní Magnúsar Eiríkssonar með Pálma Gunnarssyni, Gunnlaugi Briem og Agn- ari Má Magnússyni ríður á vaðið á föstudagskvöld- inu. Lamont Cranston Blues Band frá Minneapol- is leikur á laugardagskvöld. Að kvöldi hvítasunnudags koma fram Lamont Crans- ton Blues Band, Blúskomp- aní Magnúsar Eiríkssonar og Blúsmenn Andreu. ' Idol-stjörnur á Egilsstöðum Þijár stjömur úr úrslitum Idol-stjömu- leitar verða á stórtón- leikum á Egilsstöðum laugardagskvöldið 3. júní. Fremstur í flokki er sjálfur sigurvegar- inn, Snorri Snorrason. Með honum verða Bríet Sunna og Ingó. Þeim til halds og trausts er Vignir Snær Vigfússon úr írafári. Sérstakir gestir verða svo tveir fulltrúar heima- manna úr síðustu keppni, þau Eiríkur Hvanndal og Tinna Guðjónsdóttir. Austur- landid.is býður lokaárgangi grunnskólanna á Austur- landi frítt á tónleikana. Túristar geta rættvið guð Auka á þjónustu við ferðamenn í Akureyrar- kirkju í sumar. Séra lóna Lísa Þorsteinsdóttir verður í kirkjunni alla mánudaga, þriðjudaga og fimmtu- daga frá ldukkan 17 til 22 og á föstudögum til klukk- an 23.30. „Allir eru hjart- anlega velkomnir og vilja prestarnir hvetja bæjarbúa til að nýta sér þessa þjón- ustu ekki síður en ferða- menn og eiga í kirkjunni hljóða stund, kveikja á kerti, tala við Guð og hvíla sig á skarkala heimsins," segir á heimasíðu Akureyrarbæjar. Teiknimynda- sería um Strandagaldur Franskur teikni- myndahöfundur hefur sent frá sér bók sem sækir inn- blástur í Galdrasýn- inguna á Ströndum. Á strandir.is segir að bókin sé fyrsta bindi í þriggja bóka teikni- myndaseríu sem beri heitið Islandia. Aðalsöguhetjan sé franskur piltur á veiðiskipi við strendur Islands á 17. öld. „Marc Vedrines kom fyrst í heimsókn á Hólmavík fýrir þremur árum og heill- aðist svo af viðfangsefni galdraverkefnisins að hann ákvað að næsta myndasería sín skyldi fjalla um galdra á íslandi," segir á strandir.is. Lögheimili leikarahjónanna Stefáns Karls Stefánssonar og Steinunnar Ólínu var flutt til Bandaríkjanna að þeim forspurðum. Helstu heimildir Hagstofunnar eru að sögn Stef- áns Séð og heyrt. Borgarráð hafnaði kæru þeirra hjóna og fengu þau því ekki að kjósa. Steinunn Ólína og Stefán Karl Hagstofpn flutti lögheimili þeirra til Bandarikjanna aðþeim forspurðum. Elurá óöryggi Oddvitar Frambjóðendur i Reykjavik fóru ó mis við atkvæöi Steinunnar Úlinu Þorsteinsdótt- „Við erum dottin út úr kerfinu með lögheimili. Án þess að hafa verið spurð um eitt eða neitt. Þetta var mjög sjokkerandi. Við kærðum en þeirri kæru var vísað frá," segir Stefán Karl Stefánsson leikari sem þekktastur er fyrir túlkun sína á seinheppna bófanum Glanna glæp í Latabæ. Stefán Karl og spúsa hans Steinunn Ólína fengu ekki að kjósa að þessu sinni. Á fundi borgarráðs 26. maí, að kvöldi dags fyrir kosningar, funduðu 'borgarráðsmenn í Ráðhúsinu þar sem kæra Stefáns Karls Stefánssonar og Steinunnar Ólínu Þorsteinssonar var tekin fyrir. Þau óskuðu eftir því að verða tekin á kjörskrá í Reykjavík. Stefán og Steinunn sögðust hafa flutt til Bandaríkjanna í maí 2005 og hafl Hagstofan skráð lögheimili þeirra þar í ágúst á síðasta ári að þeim for- spurðum. Þau hafi bæði störf og bú- setu hér á íslandi og óski þess að eiga áfram lögheimili hér á landi. Erindinu hafnað í umsögn Hagstofu íslands segir að í gögnum hjónanna komi ekkert fram sem styðji þá fullyrðingu að þau eigi búsetu hér á landi og því ekkert sem bendir til þess að skráning þeirra í þjóðskrá sé röng. Þau uppfyUi því ekki skflyrði laga um kosningar tíl sveitar- stjómar. Og var erindi þeirra þar með hafnað. Stefán furðar sig \ mjög á þessari af- | greiðslu og lítur á þetta sem hið ..."ÍW vandræðalegasta m;U fyrir Hagstofuna. „Ég hef búið á íslandi ffá 16. febrú- ar síðastUðnum. Og í Los Angeles þar sem ég þekki tíl voru Islendingar boð- aðir tíl kosninga á skrifstofu ræðis- manns - Jonna Sighvats, fólk sem ver- ið hefur búsett þar í nokkur ár sem enn er með lögheimUi á Islandi." Séð og heyrt heimild Hagstofu Sem von er var þeim hjónum bmgðið við að geta ekki neytt kosn- ingaréttar síns. Og finnst furðu sæta að fá ekki að ráða hvar lögheimUi þeirra er skráð. „GreinUegt er að Hagstofan end- umýjar skrár sínar samkvæmt heim- ildum Séð og heyrt. I bréfi sem mér barst frá Hagstofímni segir að henni hafi borist það tU eyma að við byggj- um ekki lengur á fslandi. Og því var lögheimili fært að okkur forspurð- um. Ég spurði um hvort hægt væri að sækja um undanþágu en - nei," segú Stefán Karl. Hann segir erfitt að rífast vegna þessa - svona sé laganna stafur. En þetta hafi valdið þeim verulegum óþægindum og óöryggi. Að ekki sé minnst á að kosningarétturinn sé heilagur réttur sérhvers manns.Einn- ig þeirra sem bregða sér af bæ í sex mánuði. „í bréfí sem mér barst frá Hagstofunni segir að henni hafí boristþað til eyrna að við byggjum ekki lengur á íslandi" skatta mína hér á íslandi. Sem íslensk- ur ríkisborgari hélt ég að við fengjum að kjósa en það er víst ekki. Enginn flokloir fékk atkvæði mitt að þessu sinni og ekki Steinunnar heldur. Sem er aUt í lagi. Þetta fór víst vel á öllum vígstöðvum." Stefán nefnir að sem betur fer sé heilsufarsástandið gott hjá fjölskyld- unni en þau hjónin eiga tvö böm. Nú er staðan sú að ef alvarleg veikindi koma upp innan íjölskyldunnar þurfi þau að borga þann brúsa að fullu í hinum rándýra heilbrigðiskerfi sem Bandaríkjamemi búa við. Þó svo að skattar séu greiddir á íslandi. Stefán segir að þeim hjónum hafi verið tilkymit af Hagstofu að hjón geti aðeins átt lögheimili á einum stað þótt bústaðir séu margir. Skólaganga barna ákvarðar lögheimili „Með sovéskum rannsóknaraug- um laganna var brugðið á það ráð að miða við hvar bömin eru í skóla. Og ekki er um að villast með það. Allan síðasta vetur voru þau í skóla í Banda- rílgunum." Stefán Karl seg- að nú ekkert annað að gera en búa á landinu í sex mánuði til að ávinna sér töpuð rétt- indi. „Og vonast til að Hagstofan fylg- ist með Séð og heyrt. En eins og Hag- stofan hefm nú greint frá búum við í Bandaríkjunum sem stendm - já, emm með lögheimili þar - og land- vistarleyfi eins og það heitir." Hjónin em ekki komin með græna kortið, eða atvinnuleyfið eftirsótta. Mikið mál er að fá kortið og er það í vinnslu að sögn Stefáns. „Ég hvet þá sem vilja fá sér græna kortið að spila í grænakorts-lotteríinu." jakob@dv.is Glanniglæpur í sjokkienda fékk hann ekki að kjósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.