Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006 Viðskipti DV Vísitölur: ICEXMAIN 5.744 -0,60% - DowJones 11.168 -0,98% - NASDAQ 2.179 -1,42% - FTSE100 5.724 -1,16% - KFX 373 -2,54% Viðski Toyota innkallar 1. Toyota-umboðið á Islandimun innkalla 1J22þila aftegundunum Avencis, Pirus óg Corolla á næstunni sökum framleiðslugalla í stýrisbúnaði. Umerað ræða ágerðlr frá september2002 til nóvember2005. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Islandi, segir að sem beturfer hafi engin slys orðiðvegnaþessa galla en bílarnirséu kallaðir inn aföryggisástæðum. „Það eru aðeins örfáir bllarsem gallinn hefur fundist i en framleiðandinn tók þá ákvörðun að innkatia alla bílana," segir Úlfar. Bllamir verða yfirfarnir á verkstæöi umboðsins en framleiðandin. mun bera kostnaðinn viö þetta. A heimsvisu er um eina milljón bifreiöa að ræða af fyrrgreindum tegundum. I tilkynningu frá fétaginu kemur fram að tæplega 600 þúsund bifreiðar verði innkallaðaríJapan og rúmlega 400þúsund utan Japans. Úlfarsegir að f Evrópu sé um 240þúsund bifreiðar aö ræða. Markaðsaðilar tóku vitaskuld illa í tilkynninguna, en gengi bréfa I Toyota f Kauphöllinni ÍNew York lækkaði um tæp 2% I viðskiptum I vikunni. Forstöðumenn greiningardeilda stóru bankanna þriggja, Glitnis, KB banka og Landsbankans eru sammála um að litlar breytingar verði á hlutabréfamarkaðinum frá því sem nú er og fram á haustið. Tveir bankanna birtu spár um 20% hækkun Úrvalsvísitölunnar á árinu en það sem af er hefur vísitalan aðeins hækkað um rúm 3%. Hlutabréfamarkaðurinn í neikvæðum qír í sumar Búist er við að hlutabréfamarkaðurinn hérlendis verði í neikvæð- um gír yfir sumarmánuðina og taki ekki við sér fyrr en með haust- inu. DV ræddi við forstöðumenn greiningardeilda bankanna, þau Eddu Rós Karlsdóttur hjá Landsbankanum, Ingólf Bender hjá Glitni og Þórð Pálsson hjá KB banka. Þau voru nokkuð sam- mála um að sumarið yrði rólegra en venjulega bæði vegna erlendra og innlendra áhrifaþátta. Tveir bankanna, Glitnir og KB banki, birtu spár við áramót um að Úrvalsvísitalan myndi hækka um ca. 20% á árinu. KB banld endurskoðaði sína spá í apríl niður í 13-20% hækk- un. Landsbankinn birti ekki opinbera spá um áramót heldur sagði að hluta- bréfaverð væri orðið of hátt. Frá ára- mótum hefur Úrvalsvísitalan hækk- að um rúm 3% og ekki fyrirsjáanlegar miklar breytingar á henni fram á haust. Bæði Ingólfur Bender og Þórður Páls- son segjast þó standa við spár sínar um hækkanir á árinu í heild. Góð afkoma „Við höldum okkur við þá spá sem við gerðum í upphafl árs um að úrvals- vísitalan myndi hækka um 20% yfir árið," segir Ingólfur Bender forstöðu- maður Greiningar Glitnis. „Við sjáum að afkoma helstu félaganna á hluta- bréfamarkaðinum verður góð á árinu og lækkun krónunnar nú kemur þeim til góða í þeim skilningi að hún eyk- ur hagnað og verðmæti þeirra í krón- um talið. Flest félaganna á markaðin- um eru búin að vera í mikilli útrás og hafa töluverðan hlut eða jafnvel all- ar sínar tekjur erlendis. Nefna má aö á fyrsta ársfjóröungi koma 60% tekna okkar hjá Glitni frá útlöndum og hjá KB banka er þetta hlutfall 70-80%. Þetta háa hlutfall erlendra tekna gerir það einnig að verkum að niðursveiflan hér heima kemur mun mimia niður á þessum félögum." Of háttverð „Við sögðum í upphafi ársins að verð á hlutabréfum væri orðið of hátt og því hafa lækkanimar ekld komið okkur á óvart," segir Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningar Landsbank- ans. „Hvað sumarið varðar er það yf- irleitt rólegasti tíminn á markaðinum og á sama tíma eru erlendir markaðir að lækka, en slíkt smitar út frá sér hér heima. Erlendir markaðir eru í óvissu með ákvarðanir Seðlabanka Banda- ríkjanna í stýrivaxtamálum en ekki er vitað hvort þeir fari upp eða niður. Þar til fjárfestar fá skýrari vísbendingar munu þeir halda að sér höndunum." Edda Rós segir að ýmislegt annað sé í pípunum hér heima sem valdi því að fjárfestar haldi að sér höndunum í sumar og bíði átekta. Hún nefnir að um 45 milljarða virði af Jöklabréfum komi til innlausnar seinni part ársins og menn vilji sjá hvaða áhrif það hafi á gengi krónunnar. Óbreytt staða Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningar KB banka, segir einnig að þeir standi við endurskoðaða spá sína frá apríl um hækkun ársins. „Við ger- um ráð fyrir óbreyttri stöðu á mark- aðinum frá því sem nú er og fram á seinnipart sumars," segir Þórður. „Við reiknum svo með að hækkun verði í lok júlí þegar milliuppgjör bankanna verða lögð fram. Við reiknum með að markaðurinn nú hafi náð jafnvægi í bili og það virðist ekki vera neinn sér- stakur þrýstingur til lækkunar frekar en orðið er. Hins vegar er undirliggj- andi rekstur ágætur og það á að leiða tilhækkana ný þegar fram í sækir." Kauptækifæri Fram kemur í rnáli Ingólfs að hin hfiðin á teningnum sé að þótt tekjum- ar myndist að stórum hluta erlendis séu eigendur félaganna að mestu inn- lendir aðilar og sem slíkir háðir efria- hagsumhverfinu hér heima. „Hin nei- kvæða umræða sem orðið hefur um íslensku bankana og stöðu hagkerf- isins hefur haft áhrif á þessa fjárfesta þannig að þeir hafa fyllst svartsýni margir hveijir og þá meira í garð þró- trnar markaðarins en stöðu félaganna sjálfra. Þetta hefur m.a. leitt til lækkun- ar Úrvalsvísitölunnar." Ingólfur bend- ir á að samkvæmt verðmati þeirra séu kauptækifæri í talsvert mörgum félög- um á markaðinum. „Gengi félaganna hefur ver- ^ ið tekið óhóflega mikið tmdanfarið þannig að markaðsverð þeirra er nú nokkuð undir því verðmæti sem fæst með til- tölulega hófsömum forsendum í sjóð- streymisgreiningu. Það má hins vegar vera að það taki markaðinn nokkum tíma að komast yfir þann sálræna hjalla sem undangengin umræða og lækkanir hafa verið en fyrir þolin- móða fjárfesta eru tækifærin til staðar á markaðinum," segir Ingólfur. * nið Ingólfur Bender Kauptækifæri tiistaðar I núverandi stöðu. Edda Rós Karlsdóttir „Sögðum um áramót að verð hlutabréfa væri orðið ofhátt: Þórður Pálsson Óbreytt ástand þar til miiliuppgjör koma I lokjúll. Markaðsmaðurinn SigurðurValtýsson Sigurður Valtýsson er forstjóri eignarhalds- félagsins Hxista ásamt Erlendi Hjaltasyni. Sig- urður settist í forstjórastól Hxista fyrir nokkruin vikum. Exista er á góöri leiö með aö verða iifl- ugasta félag landsins en á meðal eigna |iess er 21% hliitur í KB banka, 29% hltttur í Bakkavör Group, 100% hlutur í VÍS og 45% hlutur í Sím anum. Hxista veröttr skráð á markaö í haust en áætlaö markíiðsvirði fyrirtækisins er yfir 250 milljarðar króna. Siguröur er fæddtir árið 1967 og er sonur Valtýs Sigurðssonar fimgelsismálastjóra og var liötækur knattspyrnumaður á yngri árum. Hann lék með unglingalandsliði íslands og spilaði með meistaraflokki KK í mörg ár. Hann lékk skólastyrk sem knattspyrnumað- ur í hinum virta Colttmbia-háskóla í New Vork í Bandai íkjunum og lauk þar hagfræöiprófi árið 1991. Hann starfaði sem deild- arstjóri fjármáladeildar hjá Tryggingamiðstöðinni allt þar til hann hóf störf hjá MP Fjárfestingabanka árið 2000. Þar var hann forstööumaður fyrir- tækjasviös til ársins 2003 þegar hann tók viö sem framkvænuia- stjóri hjá bankatium. Siguröur Valtýsson annar forstjóra Exista ehf. ifnalaug í Kópavogi til sölu Fyrirtækjasalan Suðurveri j_____|i_- ■ með efnalaug í Kópavogi-------- sölu. Efhalaugin sem catahrEINSUN KÓPAV0GS . ræðir er Fatalireins- Vnmu«»t r rnra,________ un Kópavogs, rótgróið í Hamraborg- inni, sem hóf starfsemi árið 1964. Efna- er vel tækjum , með hreínsivél, þvottavélar og þrjá rrkara. Hún hefur haft ta viðskiptavini í gegn- i árin og afar gott orð fer ffyrirtækinu. Fatahreinsun Kópavogs Tilsölu fyrir 10 milijónir. virmu. Kosturinn er sá að vera ekki háður öðrum um laun og vinnu- tíma. Það er allt á uppleið í Kópa- vogi þessa dag- ana undir styrkri stjóm Gunnars I. Birgissonar, mark- aðurinn er stór í kringum þetta og það er auðvelt að auka um- svifin hjá efnalauginni ef viljinn er fyrir hendi. Ásett verð er tíu Efnalaugin hentar vel fyrir hjón sem vilja vinna saman í rólegheitum og eyða síðustu árunum í þægilegri milljónir en húsaleiga á 100 fermetra húsnæðinu er 100 þúsund krónur á mánuði. MMMMMM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.