Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 17
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006 17 Fljúgandi kokteill Hinn endanlegi kokk- teill, sem aðeins er hægt að blanda afbarþjóniíftiálsu falli úr 3.000 metra hæð, hefur verið fundinn upp í Króatíu. The Wings of Zadar-kokkteill- inn er byggður á Maraschino-líkjöm- um og er hellt upp á við í hristarann og síðan hristur með því að barþjónninn snýr sér í hringi. Drykk- urinn er svo kæld- ur með loftstraumnum sem leikur um hann á niðurleið. Ante Butic, sem á heiðurinn að þessum drykk og skenk- ir honum á ströndinni við Zadar, segir að lofthæðin gefi kokteilnum sérstakt bragð. Tryggir legg- ina fyrir 72 milljarða Hin 36 ára gamla söngkona Mariah Careyhefurtryggt leggi sína fyrir einn milljarð dollara eða sem nemur tæplega 72 milljörðum ís- lenskra króna. Carey er að fara í stórt tónleikaferðalag í júní enþaðerekki ástæða þess að hún tekur svona stóra tryggingu. Málið er að Carey hefur gert samning við Gillette þar sem hún á að vera aðalpersón- an í stórri auglýsingaherferð fyrirtækisins sem bera mun yfirskriftína Gillettes Legs Of A Godess eða Gyðjuleggir Gillettes. Ofsexíí útsendingu Útvarpskona hjá Radio Bremen í Þýskalandi hefur verið rek- in fýrirað vera of sexí íklæða- burði í út- sending- umsínum. Hin25ára gamla út- varpskona, þekkt sem Lady Ray, hefur höfðað mál á hendur stöð- inni sökum þessa. „Stjórinn sagði mér að pilsin mín væru of stutt og toppurinn of fleg- inn," segir Lady Ray. „Ég skil þetta ekki. Það er ekki eins og hlustendur geti séð á mér btjóstin í beinni útsendingu." Málshöfðun Lady Ray byggir á því að hún hafi verið rekin án réttlætanfegs tilefnis. Gambía er eitt þeirra ríkja í Afríku sem eru að reyna að byggja upp ferðamannaiðnað. Landið hefur verið vinsælt meðal kynlífsferðamanna en árið 2003 áætlaði UNICEF að 60-70% erlendra gesta á ferðamannastöðunum í kringum höfuðborgina Banjul væru þar í leit að sólskini og ódýru kynlífi. Gambía sker sig úr að einu leyti. Kynlífsferðamenn í Gambíu eru oft konur „Ungi Gambíumaðurinn í gula vestinu kallar til evrópskrar konu sem gengur eftir gullinni ströndinni: „Halló góða kona. Góða kona. Mig langar til að tala við þig," kallar hann. Hún heldur áfram ferð sinni." Þannig hefst nýleg umfjöllun CNN um einn angann af ferðamannaiðnaðinum í Gambíu, smáríki á vesturströnd Afríku. Sá sem kallaði og aðrir slíkir kallast „bumsters" á ferðamanna- stöðum landsins en þeir sérhæfa sig í því að veita einstæðum evr- ópskum konum þjónustu sína. Fyrir lítið gjald taka þeir að sér að halda keppinautum sínum í fíarlægð, veita leiðsögn og bjóða upp á kynlíf ef óskað er. Heit máltíð og rúm Fyrir Gambíumanninn þýðir vikulangt samband við evrópska konu þrjár heitar máltíðir á dag, tækifæri til að sofa í rúmi á fúxushót- eli og vasapeningar fyrir sígarettum og bjór. „Ég lenti í því einu sinni að ungur strákur reyndi að fá mig heim til sín til að prófa „hina raunveru- legu gambísku reynslu" eins og þeir kalla það," segir Wilma, 35 ára göm- ul frá Hollandi, í samtali við CNN. „Það var mjög erfitt að losna við hann. Já, hann var að reyna að selja sjálfan sig." í mörgum Afríkulöndum er algengt að sjá eldri hvíta menn á gangi með ungum svörtum konum. Gambía hefur hins vegar orð á sér sem staður þar sem eldri hvítar kon- ur hitta unga affíska menn. Meirihluti undir lögaldri Það er erfitt að henda reiður á tölum um kynlífsiðnaðinn í Afríku. UNICEF gaf út skýrslu árið 2003 þar sem fram kemur að 60-70% gesta til álfunnar séu í leit að sólskini og ódýru kynlífi. Það kom einnig fram „Ég lenti í því einu sinni að ungur strákur reyndi að fá mig heim tilsín til að prófa„hina raun- verulegu gambísku reynslu" eins og þeir kallaþað" að meirihluti vændiskvennanna á ferðamannastöðunum í kringum höfuðborgina Banjul í Gambíu væru undir lögaldri, allt niður í 12 ára gamlar. UNICEF greindi einn- ig ifá áhyggjum yfir að Gambía væri í auknum mæli að fá á sig orð fýrir kynlífsiðnaðinn þar á sama tíma og lönd í suðausturhluta Asíu væru í auknum mæli að losa sig við orðspor sem himnaríki fýrir bamaperra. Mikið af einstæðum konum Gambía er fyrrverandi nýlenda Breta og samkvæmt CNN er óvenju- Aströndinni Meðal flugfarþega frá Bretlandi á leið í sólina I Gamblu eróvenjuhátt hlutfall einstæðra kvenna. ‘.SmgSÚS^M hátt hlutfall farþega sem koma frá Bretlandi konur sem eru einar á ferð, oft að heimsækja unga Gambíu- menn sem þær hafa hitt í fyrri ferð- um. Varanlegt samband getur þýtt fjárhagsstuðning sem er ómetan- legur í landi sem er meðal þeirra 25 fátækustu í heimi. Og ef allt fer vel, vegabréfsáritun til Evrópu. Fyrir hin- ar evrópsku konur er þetta tækifæri til að hafa ungan og oft aðlaðandi ferðafélaga. Hóteleigandi tekur til Sökum þess hve hinir ungu Gambíumenn geta verið mikil plága fyrir kvengesti ákvað Geri Mitchell, 52 ára gömul hótelstýra, að gera eitt- hvað í málinu. Geri stýrir The Safari Garden-hótelinu við Fajara-strönd- ina í grennd við Bajul. Hún tók hóp af „bumsters" og þjálfaði þá upp sem ekta leiðsögumenn. Nú vinna þeir fýrir fasta upphæð á dag, yfirleitt einn dollar á tímann. Þessir menn eru hæstánægðir með fýrirkomulag- ið, þeir geta unnið fyrir sér og hafa áunnið sér virðingu hótelsins og gesta þess. Ólétt óttast djöfulinn Ólétt kona, sem á að eiga bam sitt þann 6. júní n.k. hefúr farið ff am á að verða vígð þar sem hún óttast að fæða djöfulinn. Melissa Parker seg- isthafaglímtvið stöðugar martrað- ireftirað hennivar sagt að fæðing- ardagurinn væri 06.06.06 eða 666. „Guð minn góður, ég mun fæða Damien úr The Omen," sagðihúnerþetta rannupp fyrir henni. „Eða verra, bam- ið mitt gæti verið djöfull- inn sjálfur." Talsmenn Royal Berkshire-sjúkrahússins, þar sem fæðingin er bókuð, segja að ekki sé hægt að breyta dagsetningunni. Nancy DeMOIio ástkona Svens-Gorans landsliösþjálfara Englendinga Græddi stórfé á sambandinu Talið er að Nancy Dell'Olio, ást- kona Svens-Gorans Eriksson, hafi grætt að minnsta kosti 5 milljónir króna á sambandi þeirra. Þetta gerði hún með því að selja paparazzi-ljós- myndaranum Andrea Belmonte upplýsingar um ferðalög hennar og Svens og þá staði sem þau sóttu sér til skemmtunar. Á sama tíma kom hún ffam opinberlega með kröfur um að sett yrðu sérstök lög um ffið- helgi einkalífsins fýrir fræga og ríka fólkið. Að sögn blaðsins News of the World hóf Nancy samvinnu við Belmonte í framhaldi af fregnun- um um að Sven hefði haldið fram- hjá henni með Faria Alam árið 2004. Belmonte segir að hún hafi ekki þolað að Faria tók alla athygli Sven-Goran Hélt framhjá Nancy og þannig byrjaði peningamyllan að mala. heimspressunnar ffá henni. Brátt breyttíst þetta þó í fégræðgi. „Þú sel- ur myndirnar og ég tek helminginn í minn hlut," segir Belmonte að Nancy hafi tjáð honum. „En hún vildi allt- af meira og meira í sinn hlut og varð brjáluð í skapinu þegar hún fékk ekki sitt ffam." Samvinna þeirra Nancy og Belm- ontes hófst sem fýrr segir 2004 þeg- ar hann elti hana til ítah'u en þang- að hafði Nancy flúið til að jafna sig á Faria-málinu. Belmonte tók nokkrar myndir af henni í bikiníi og samvinna þeirra hófst. Meðal mynda sem Belm- onte náði af þeim Nancy og Sven voru fýrstu myndimar af þeim saman eft- ir að Sven hætti með Fariu. Og Nancy seldi Belmonte einnig upplýsingar um ferðir Svens til Flórens þar sem hann var viðstaddur útskrift dóttur sinnar. En Belmonte gafst að lokum upp á fé- græðginni í Nancy og hefur eldd tekið myndir af henni í fleiri mánuði. Nancy Dell Oho Græddi stórfé á að selja Ijósmyndur- um upplýsingar um ferðir og dvalarstaði slna og Svens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.