Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Helgin PV Olga Helgadottir er 17 ára Vopnfirðingur og helsti aðdáandi Röggu Gísla á landinu. Hún heldur úti glæsilegri aðdáenda- siðu um söngkonuna á netinu. Grét þegar Ragga hætti í Stuðmönnum Ragga Gísla Olga heldur úti aðdáenda- slðu Röggu á vefslóðinni folk.visir. | is/ragga-gisla. DV-mynd Hari Draumurinn rættist hitti Röggu Gisla baksviðs á tónleikum í mars. Ragnhildur Gísladóttir er lík- lega ástsælasta söngkona landsins og á hún aðdáendur vítt og breitt um landið. Einn harðasti áðdáandi Röggu er ung sautján ára stúlka sem búsett er á Vopnaflrði. Hún heitir Olga Helgadóttir og heldur hún úti aðdáendasíðu um átrúnaðargoðið á slóðinni http://folk.visir.is/ragga- gisla. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um Röggu auk þess sem Olga heldur úti skemmtilegu bloggi. Með stuðmennskuna í blóðinu „Mamma mín hefur alltaf verið mikill Stuðmannaaðdáandi," segir Olga. „Þannig að ég hef alltaf hald- ið uppá þessa tónlist. Ég hlustaði líka dálítið á Stuðmenn þegar ég var yngri. Svo fór ég að taka meira eft- ir Röggu og gera mér grein fyrir því hversu frábær hún er. Heimasíðan er ársgömul en ég er búin að halda upp á Röggu lengur en það." Áfallið 30. mars 2005 er í margra minn- um áfalladagur í íslenskri tónlistar- sögu. Þetta var dagurinn þegar til- kynnt var að Ragnhildur Gísladóttir væri hætt í Hljómsveit allra lands- manna. Þetta var sorgardagur í lífi Olgu. Á bloggsíðunni sinni rifjar hún upp atburðarásina: „Þegar ég er búin að vera x lengi í skólanum hringir mamma í mig og segir mér tíðindin: Ragga Gísla hætt í Stuðmönnum! Hún vildi segja mér það áður en einhver annar færi að segja mér það, og segir mér í hvaða blöðum það sé. [...]Svo dreif ég mig heim og fór inní herbergi, ég fór beint í tölvuna. Mér leið hræðilega, ég var með hnút í mag- anum. Ætlaði niðrí bæ að hitta vinkonu mína, en langaði ekki. Herbergisfé- laginn minn kom Altarið Olga heima fyrirþarsem Stuðmenn og Ragga prýða vegginn. einhverntímann heim en fór svo út aftur. Þegar hún var farin þá gafst ég upp. Ég brast í grát. Ég hágrét, ég grét lengi, og hringdi síðan í Röggu, ég varð að tala við hana." Nú þegar rúmt ár er liðið frá áfall- inu hefur Olga sætt sig við ástandið. „Ég elska þau öll, bæði Stuðmennina mína og Ragnhildi. Þessi dagur var erfiður en enginn heimsendir." Stigið á svið með átrúnaðargoðinu Ragnhildur Gísladóttir hélt tón- leika þann 18. mars síðastliðinn ásamt Davíð Þór Jónssyni, píanóleik- ara hljómsveitarinnar Ske. Olga lét sig að sjálfsögðu ekki vanta. „Ég flaug frá Vopnafirði til Reykjavíkur bara til þess að sjá þessa tónleika. Tók bara helgarferð í bæinn." Draumurinn var uppfylltur þetta kvöld. Þegar Ragga tók lagið Ekkert mál vantaði hana bakraddir og fékk hún Olgu upp á svið til sín. „Ég fékk líka að hitta Röggu baksviðs sem var æðislegt. Hún er yndisleg. Ég bjóst alltaf við því en hún er yndislegri en maður gerir sér grein fyrir. Bara virkilega góð manneskja með hjarta úr gulli." toti@dv.is Upblifdu h\ð full surrrarfrí fjölskylcíu • Glæsilegir gistisTadir • ikulegt leiguflug f allt sumar • Ótrúlegt verðlag • Iðandi mannlíf • Einstök gestrisni • Stórkostleg náttúrufegurð • Óteljandi menningarperlur • Spennandi skoðunarferðir Forunrs Stórar, glæsilegar íbúðir med 2 svefnherb Nýtt og notalegt íbúdahótel 34.900* 39.900 á mann m.v. 5 í íbúð með 2 svefnherbergjum Í7 nætur 13. júnf. á mann m.v. 4 í íbúð með 1 svefnherbergi á Í7 nætur 6. eða 13. júní. 49.900 kr. ef 2 ferðast saman. *Fklg, flugvallarskattar, gisting og fslensk fararstjórn. •jzt. -v.'.í'. Á*'."Aí-jTSfjk ma VISA AUtstcK.ard er ad finna á www.urvalutsyn.is 1 Plássið undir Jökli Þessi tölvugerða mynd sýnirhvernig byggðin kúrirsunnan undir Snsefellsjökli. DV-Mynd: Hellisvellir ehf. Vistvæna þorpið Plássið undir Jökli að rísa á Snæfellsnesi Ekkert hús selt en nokkur frátekin „Fyrstu húsin verða tilbúin til afhendingar í júm'," segir Þorsteinn Jónsson, forsvarsmaður Plássins undir Jökli á Hellnum. Reisa á sautján frístundahús í sér- stöku vistvænu þorpi sunnan und- ir Snæfellsjökli, rétt við suðurmörk þjóðgarðsins. Að sögn Þorsteins eru uppi hugmyndir um að reisa 40 hús til viðbótar. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin í þeim efnum. Aðspurður segir Þorsteinn að enn hafi eldcert húsanna verð selt. „En sumir hafa þó látið taka frá fyrir sig tiltekin hús," segir Þorsteinn. Húsin sautján eru í landi Brekku- bæjar á skika sem fyrirtæki Þorsteins, Hellisvellir ehf., keypti út úr jörðinni. Sögur hafa verið á kreiki um ýmsa þjóðþekkta einstaldinga sem sagðir eru hafa keypt hús í Plássinu undir Jökli, eins og litía þorpið er nefnt. Þorsteinn segir það þó ekki rétt enda hafa engin hús verið seid ennþá eins og áður segir. „En það er reynd- ar þjóðþekkt fólk á meðal þeirra sem sýnt hafa þessu hvað mestan áhuga," segir hann. Húsin verða á bilin 36 til 79 fer- metrar. Grunnar hafa verið steyptir að öllum húsunum sautján en aðeins sum þeirra hafa þó enn verið reist og eru mislangt á veg komin. „Þetta eru vönduð heilsárshús og fólk getur valið hvort það notar þau aðeins til frístunda eða flytur þang- að og hefur þar lögheimili sitt," segir Þorsteinn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.