Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Qupperneq 36
I 48 FÖSTUDACUR 2. JÚNl2006 Helgin 0V I Ragnhildur Magnúsdóttir DV-mynd: Vil- helm iQbeUo' L’Oreal- augnblýantur „Þessi er grá- brúnn og ofboðs- a lega náttúru- legur. ÉgÆr nota hann^r yfirleitt á hverjum degi." Labello-gloss „Þetta bleika gloss er ódýrt og frábær varalitur sem ég nota mik- ið. Ég fíla ekki að mála mig mikið en þessi er mjög natúral." MAC-maskari „Svartur og góður, klassískur maskari." Plokkari „Þetta er rosaleg græja og minnir helst . á skurðhníf. Þessi er \ alvöru." Body Shop- sólarpúður i „Ég reyni | að nota sólar- ■ púðrið í litlu magni svo ég verði ekki eins ig Grace Ragnhildur Magnúsdóttir útvarpskona á Bylgjunni og Léttbylgjunni er komln f sumarskap. „Ég er yflrleitt f góðu skapi og vakna oftast brosandi. Það þarf eitthvað mikið til að gera mig niðurdregna. Skapið værl samt ábyggilega enn betra ef veðrið væri betra en þess vegna er á ég leiðinni til New York að ná mér f smá hita og frí," segir Ragga sem er með fastar vaktir f loftinu á laugardög- um og sunnudögum á Léttbylgjunni og á mánudögum og þriðjudögum á Bylgjunni. Athafnakonan Gunnhildur Jónasdóttir hárgreiðslumeist- ari rekur tískuvöruverslunina Flamingo í Vestmannaeyjum. Gunnhildur og eiginmaður hennar eiga sex börn svo það er í nógu að snúast. Um tima rak hún bæði hárgreiðslustofu og verslunina en lagði svo hárgreiðslustofuna niður og einbeitir sér núna að barnauppeldi og verslunarrekstri. Kjarnakona með sex börn og verslunarrekstur „Ég var ekkert voðalega spennt að flytja til Vestmannaeyja frá Reykjavík og ætíaði að gefa þessu séns í eitt ár,“ segir Gunnhildur Jón- asdóttir hárgreiðslumeistari sem rekur tískuvöruverslunina Flamingo í Vestmannaeyjum ásamt eigin- manni sínum. Gunnhildur opnaði verslunina um áramótin 1989-90 en á þeim tíma rak hún éinnig hár- greiðslustofu. Hún hefur búið úti í Eyjum síðan. Rak tvö fyrirtæki Gunnhildur er sannkölluð kjamakona. Ásamt fyrirtækinu eiga þau hjónin sex börn svo það er í nógu að snúast. „Við rákum um tíma bæði tískuvöruverslunina og „Elsta stelpan er 26 ára, næsta 22 og svo 18 ára. Strákarnir eru svo 12 ára, 8 og 5 ára." hárgreiðslustofuna en ákváðum síð- ar að leggja hárgreiðslustofuna nið- ur og stækka verslunina. Þetta var svolítið strembið á tímabili. Það er svo bindandi að reka hárgreiðslu- stofu en það er alltaf hægt að finna einhvern til að standa vaktina í versluninni fyrir þig.“ Bömin komu í hollum Gunnhildur segir þau hjónin hafa farið út í barneignir í tveimur hollum. Fyrst hafi stelpumar komið og síðan strákamir í síðara hollinu. „Elsta stelpan er 26 ára, næsta 22 og svo 18 ára. Strákamir em svo 12 ára, 8 og 5 ára. Þetta hefur alltaf blessast hjá okkur og stelpumar hafa verið mjög duglegar að hjálpa til og passa. Við flytjum allt inn sjálf og fömm því reglulega til útlanda til að versla og tókum yngstu strákana með til að byija með en núna er ég farin að skilja þá meira eftir. Ég get bara labb- að út og stelpurnar passa," segir hún. Auðveldara á litlum stað Þegar Gunnhildur er beðin um ráð handa konum sem langar að skella sér í atvinnurekstur segir hún um að gera að taka sénsinn. „Bara láta reyna á það, þetta er alveg hægt. Kannski er það auðveldara á svona litíum stað því það er kostur að komast heim með stuttum fyrir- vara," segir hún og bætir við að hún eigi góða að sem hafi hjálpað henni mikið í gegnum tíðina. Krefst minniháttar skipulagningar Gunnhildur segir skipulagning- una á heimilinu aðeins vei;a í meðal- lagi. „Þetta er stórt batterí en það er kostur að vera á svona litlum stað. Ég kemst alltaf heim í hádeginu og svo geta strákarnir komið í vinnuna ef eitthvað er," segir hún og bætír aðspurð við að hún sé lítið spennt fyrir að flytja í borgina aftur. „Maður veit samt aldrei. Sérstak- lega þegar allir ungarnir verða flogn- ir úr hreiðrinu og til Reykjavíkur í nám. Ég er samt minna spennt fyrir því en Vestmannaeyingurinn hann maðurinn minn," segir hún bros- andi að lokum. indianacmdv.is Kossar Með blóðrannsókn kom I Ijós að ofnæmiö hafði minnkað mikið eftir kossafiensið enað knúsið hafði engin áhrif. Japönsk rannsókn gefur til kynna að kossar og stress hafi áhrif á ofnæmisköst Kossar við ofnæmi Ástríðufullur koss getur gert krafta- verk við ofiiæmiskasti. Samkvæmt nýrri rannsókn minnka ofnæmisáhrifin við hálftímalangt kossaflens. Vísindamenn segja að kossar virki slakandi og að þeir auki framleiðslu líkamans á histamíni sem vekur ofnæmið. Vísindamenn vissu fyrir að stress hefði áhrif á ofnæmi einstaklinga fyrir fijókomum og kött- um á þann veg að stressið eykur of- næmið. Þeir vissu hins vegar ekki að kossar hefðu svona góð áhrif. Lið vísindamanna í Japan rann- sakaði 24 pör og fengu þau til að kyss- ast í hálftíma undir rólegri tónlist. Rannsóknin var svo endurtekin þar sem pörin vom látin faðmast en ekki kyssast. Með blóðrannsókn kom í ljós að ofnæmið hafði minnkað mildð eft- ir kossaflensið en að knúsið hafði engin áhrif. Vísindamennimir kom- ust að sömu niðurstöðu hjá einstak- lingum með húðsjúkdóma sem tengj- ast ofnæmi. Ofnæmi Visindamenn segja að kossar virki slakandi og að þeir minnki framleiðslu likamans á histamini sem vekur ofnæmið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.