Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 47
PV Helgin FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 59 Framhald a næstusíðu an þess að heilsa ahorfendum smum og kveðja með orðunum: „Brynja, ég elska þig!" Tjáir sig með textum Bubbi vildi ekki tjá sig um skiln- aðinn við fjölmiðla. Bubbi hefur líka alltaf tjáð sig best með textum sínum. I grein Dr. Gunna í DV kemur fram að ef fólk er forvitið um líðan Bubba nægi að hlusta á nýju plöturnar tvær, Ást og ...í 6 skrefa fjarlægð frá para- dís. Þar séu svörin við spurningun- um sem okkur komi ekki við. „En við sækjum samt í svörin því Bubbi er ekki bara einhver tónlist- armaður úti í bæ heldur svo miklu, miklu meira. Hann er búinn að vera fyrir augunum á okkur í 25 ár. And- andi ofan í hálsmálið á okkur næst- um því. Hann er eins og frændi okk- ar og við viljum vita hvað hann er að gera, hvernig honum líður, hvort það sé ekki örugglega allt í lagi með hann [...] Skilnaður er ekkert grín og Bubbi er með tilfinningaríkari mönnum," segir Dr. Gunni og vitnar í textana. Egóisti sem fer til himnaríkis í dálkinum Kostir og gallar í DV hafa vinir Bubba gefið sitt álit á þess- um mikla tónlistarmanni. Þar er haft eftir Tolla bróður hans að Bubbi sé ljúfur og góður maður og traust- ur vinur vina sinna. „Hann er tal- andi skáld og skemmtilegur í góðrá vina hópi. Svo getur hann sungið vel. Hann er gamalt partíljón sem er kostur. Góður pabbi og góður frændi barnanna minna. Hann fer sko til himnaríkis. Mér finnst hann of mik- ið í veiði útí á landi, maður mundi vilja sjá hann meira í bænum. Hann er líka hálfheyrnarlaus og heyrir ekk- ert þegar maður talar við hann," segir Tolli um litla bróður sinn. Tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíus- son tekur í svipaðan streng: „Bubbi er ótrúlega frjór og hugmyndarík- ur, duglegur, stundvís og örlátur. Ég kann mjög vel við hann í alla staði. Hann er líka mjög góður kassagítar- leikari. Hann er mikill orkuboltí og mjög orkufrekur. Þess vegna er hann mjög góður í törnum. Hann talar mikið. I hópi þarf hann að láta mikið tíl sín koma, honum liggur svo mik- ið á hjarta. En maður getur alltaf lok- að eyrunum ef á þarf að halda," seg- ir Rúnar. Vinkona Bubba, Ehnborg Hall- dórsdóttir eða Ellý í Q4U, segir í sama dálki að gallar Bubba séu þeir að hann sé svolítih bullukall. „Bubbi staðhæfir alls konar hluti og talar svo í andstöðu við það eftir smástund. Hann er ekki nógu fylginn sjálfum sér og svolítið veiklyndur, hann er náttúrlega aUd," segir EUý sem hleð- ur hann einnig kostum: „Bubbi er mikill listamaður, mikill karakter, skemmtUegur og hress. Hann er góð- ur maður. Hann var alveg rosalega myndarlegur þegar hann var ungur. Á pönktímabilinu var hann stjarna og enginn ruddi. Hann var pabba- legur og mjög góður við okkur þeg- ar við vorum galgopar. Hann er líka flottur kroppur. Hann er svolítiU egó- isti, það getur verið kostur og galli." Laxveiðimaður og Idol-dómari Þótt Bubbi sé hættur í dópinu er hann hvergi nærri hættur í tónlist- inni. Einn og með hljómsveit hefur hann gefið út hverja plötuna á fæt- ur annarri og aðdáendahópurinn stækkar stöðugt. Bubbi var ótvírætt einn af sigurvegurum Islensku tón- listarverðlaunanna í fyrra og þótti mörgum tími tU kominn. Þá var hann valinn besti söngvari ársins og plöt- umar hans tvær voru valdar bestu plötur ársins. Bubbi hefur líka látið tíl sína taka á öðrum sviðum þjóð- lífsins, lýsir boxi með Ómari Ragn- arssyni á Sýn og er í hlutverki erfiða dómarans í hinum vinsæla raun- veruleikaþætti Idol-Stjörnuleit við misgóðar undirtektir þó. Bubbi er einnig mikill laxveiðimaður og sjálf- skipaður talsmaður íslenskrar nátt- úru og birtist reglulega á jeppum í auglýsingum í sjónvarpi. Bubbi og Hrafnhildur flottasta par landsins Fyrir nokkrum mánuðum bár- ust þær fréttir að Bubbi hefði nælt sér í Kristínu Stefánsdóttur tann- lækni. Það samband blómstraði um tíma en ástin kulnaði. Nýjustu ffétt: ir af ástarlífi hans herma að Bubbi sé kominn með forkunnarfagra og unga konu upp á arminn. Sú heppna heitir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og er fýrrverandi ungfrú ísland. Hrafn- hildur er þrítug og þykir án efa ein glæsilegasta kona landsins og sam- an eru þau án efa eitt flottasta parið í dag. Hrafnhildur var kjörin ungfrú ísland á Hótel Islandi árið 1995. Hún þykir ekki aðeins glæsileg heldur er hún einnig vel liðin og menntuð og lærði meðal annars í Kuala Lumpur í Malasíu og á Nýja-Sjálandi eftir að hafa klárað Verzlunarskóla íslands. Bubba Morthens hefur oftar en ekki verið líkt við Simon Cowell, dómara í American Idol. Það er ef- laust eitthvað til í því enda þeir báðir hreinskilnir með eindæmum. Það er þó ein staðreynd sem ekki er hægt að líta framhjá. Bubbi Morthens er eng- um líkur. indiana@dv.is Heimild: Bubbi, höf. Silja Aðal- steinsdóttir ogÁsbjörn Morthens. Brynja hans Bubba Skilnaðurinn við Brynju var Bubba afarerfiður. Falleg kona Grethe móðirBubba var dönsk ogléstfyrir aldur fram úr MS-sjúkdómnum. Arabíska fegurðardísin Bogey og Bubbi voru ástfangin en svo ólík að samband þeirra entist ekki. Veiðimaðurinn Eitt helsta áhugamál Bubba er stangveiðar. Bubbi Morthens Á tónleikunum á þriðjudaginn koma fram með honum yfir þrjátíu tónlistarmenn, eða flestir meðlima þeirra hljómsveita sem Bubbi hefur spilað með en sveitir eins og Utangarðsmenn, Egó, Das Kapitalog GCD eru án efa nokkrar afvinsæiustu hljómsveitum íslandssögunnar. Tannlæknirinn Bubbi var með Kristínu Stefánsdótt- ur tannlækni eftir að hann skildi við Brynju. Fegurðardrottningin Hrafnhildur Hafsteinsdótt ir og Bubbi eru sögð vera hamingjusöm saman. Ljósmyndarinn Inga Sólveig varstóra ástin i lífi Bubba.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.