Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Qupperneq 48
60 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Helgin DV ELSKHUGINN BUBBI Stjörnukort Bubba Bubbi Morthens tilheyrir Merkúri og börn Merkúrs eiga auðvelt með að ná takmarki sínu. Merkúr sýnir hann sjálfsöruggan og ævintýragjarnan og þar af leiðandi færan um að komast þangað sem hann ætlar sér. Dýrmætasta eign Bubba er hans eigið frelsi. Það er engu líkara en að í honum búi ævarandi eldur sem heldur honum stöðugt vakandi fyrir dásemdum lífsins. Hann þráir frelsið og að lifa óheftur. Athafnasemi hans er með eindæmum öflug en hann væntir stund- um of mikils af fólkinu sem hann elskar. Bubbi er einn af þeim sem blæs á rök. Hann á það tíl að fara út í öfgar og hefur hlið sem er áberandi hungruð og sterk. Sú hlið virðist einnig vera áráttugjörn, ráðrík og eig- ingjörn. Kemst langt á töfrunum Bubbi getur verið mjög heillandi og kemst langt á töfrunum í upphafl kynna en hann flíkar ógjarnan tílfinningum sínum og við- kvæmni en hefur með aldrinum áttað sig á hlutverki sínu og gefur sífellt meira af sér. En þegar og ef hann er sannarlega ástfanginn nær hann sjöunda himni en er á sama tíma áberandi viðkvæmur. Líkt og fimm ára barn. Þörf fyrir snertingu sterk Þörfln fyrir snertingu er vægast sagt sterk í fari Bubba. Hann kýs að nota snertískyn- ið til að tjá tilfinningar sínar í garð annarra. Sé honum neitað um ástúð og hann upplif- ir höfnun sölnar hann líkt og blóm. Lífsgleði hans minnkar einfaldlega ef ástúðin minnk- ar í hans garð. Persónulegar þarfir hans knýja öllum stundum á hann og það af mikl- um hraða. Bubbi finnur ekki kynferðislega fýllingu nema með andlegri fullnægingu því hann hefur óbilandi áhuga á greind á sama tíma og hugur hans æðir áfram langt á und- an líkama hans. Upplifir alsælu þegar hann elskar Bubbi er hamingjusamastur þegar hann elskar. Hann er örvandi og skemmtilegur, verður aldrei orðavant en mest af öllu þrá- ir hann að vera elskaður. Bubbi leitar sífellt svölunar í kynlífinu og nýtur sín að fullu þeg- ar hann er fær um að hlúa að líkamlegum þörfum án þess að láta vitsmunalegu hliðina trufla ástarleikinn. Segja má að Bubbi sé nán- ast óútreiknanlegur. Alltaf er hann einu skrefi á undan öðrum og hjá honum má ávallt bú- ast við því óvænta. Þó illt sé í efni finnur hann snjalla og framkvæmanlega lausn á öllu, í hvaða aðstæðum sem er. Hugur hans er öllum stundum á fleygi- ferð. Hann er sneggri í hugsun en flest önn- ur merki í dýrahringnum og hefur eflaust að kjörorði: Hér í dag, farinn á morgun. Líf mannsins er maraþonskokk af því hann vel- ur það alfarið sjálfur. Nú kann fólk að velta fyrir sér hvers vegna loforð um hið góða er gefið í hans tilfelli og ekkert er skrifað um myrkrið. Svarið er ein- falt. Það er vegna þess að myrkrið er ekki. Þessi maður veit að trú hans er svo máttug og er að sama skapi meðvitaður um þá stað- reynd að hann sjálfur er ljósið og mikil vits- munavera sem leitast við að komast að því hver hann er, hvernig og af hverju hann var leiddur inn í þennan efnisheim. Sér gróðaleið þar sem aðrir sjá örvæntingu Hæfileiki Bubba til að græða peninga er óþrjótandi. Og í ár er eins og loksins lítí draumar hans dagsins ljós. Hann kemur auga á gróðaleið þar sem aðrir sjá aðeins ör- væntingu. En ef einhver skilur heildina þá er það Bubbi. Hann veit að það er oftar en ekki erfitt að læra í jarðneskum skóla og að allt hefur tilgang. A hverri stundu getur hjarta hans lokist upp og nú er komið að honum að hlusta á hjartað sem vísar honum veginn. Bubbi Morthens tilheyrir Merkúri og börn Merkúrs eiga auðvelt með að ná takmarki sínu. Merkúr sýnir hann sjálfsöruggan og ævintýragjarnan og þar af leiðandi færan um að komast þangað sem hann ætlar sér. W' v/ |C$ >jii V 1 SSS ■P: ■: m 4K • U >%i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.