Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 56
68 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006 Sviðsljós DV Hiphop etdautt Flestir hip hop-hausar eru sammála um aö New York rapparínn Nasir Jones, Nas, sé einn af færustu röppurum sögunnar. Næsta plata hans kemur út I september. Hún hefur fengið það sérkennilega nafn Hip- Hop is Dead...the N. Þetta er fyrsta plata hans fyrir Def Jam plötufyrir- tækið sem Jay-Z stjórnar I dag. Að sögn Nas valdi hann ekki nafnið sjálfur.„Aðdáendur og aðrir rapparar komu með nafnið." The N er að sögn Nas leikur með orðíð the End. Ný plata á árinu New York gleðisveitm Scissor Sist- ers sló í gegn með sinni fyrstu plötu fyrir tveimur árum. Nú eru línur fam- ar að skýrast varðandi plötu númer tvö sem kemur út fyrir árslok. Söng- konan Ana Matronic sagði frá því í viðtali nýlega að þó að sveitin væri nú ekki farin að slást í hljóðverinu ennþá þá væri andrúmsloftið við gerð plöt- unnar hlaðið spennu. Elton John spil- ar á píanó í laginu I Can’t Decide, Car- los Alomar, gítarleikari David Bowie, spilar líka á plötunni og svo er þama eitt lag sem heitir einfaldlega Paul McCartney, en kveikjan að því var draumur sem Jake Shears dreymdi um gamla Bítilinn. Scissor Sisters Elton John og fleiri spila með á nýju plötunni. M.I.A. lokuð úti Tónlistarkonan M.I.A. sem er bresk, en ættuð frá Sri Lanka fær ekki að fara til Bandaríkjanna. Hún setti þessa frétt á bloggið á MySpace síðunni sinni myspace. com/mia og síðan hefur verið sagt frá þessu í fréttamiðlum út um allan heim. M.I.A. sem átti eina af bestu plötum síðasta árs að mati margra, Arular, hefur verið að vinna að næstu plötu með ofurpródúsern- um Timbaland, en ef eitthvað er að marka bloggið hennar á MySpace þá neyðist hún til að klára plötuna utan Bandaríkjanna. Ekki er getið um ástæður þess að bandaríska út- lendingaeftirlitið neitaði henni um landvist, en það gæti tengst því að faðir hennar er þekktur skæruliða- foringi á Sri Lanka. 10.000 Days er fjórða plata bandarísku rokksveitarinnar Tooi og sú fyrsta slðan hin rómaða Lateralus kom út fyrir fimm árum. Tool er í þungu og þróuöu deildinni og gefur ekkert eftir á nýju plötunni. Flest lögin eru yfir sjö mínútur á lengd og tvö þeirra nálgast tólfmínúturnar. Þetta er tón- list sem maðurþarfað gefa sér tíma til að leggjastyfir, en eftir nokkrar umferðir í spitaranum ferhún að svínvirka. Bestu lög: 10.000 Days (Wings, Pt.2), Vicarious, The Pot... Umslagið sem inniheldur stækkunar- gler er llka sérstaklega flott. Tool 7 0,000 Days ★ ★★★ frpol Mobb Deep Blood Money ★ ★ Neil Young Living With War 'k-kir'k RnB söngkonan Rihanna er það heitasta í poppheiminum um þessar mundir. Hún topp- ar vinsældarlista hvívetna og slær met með laginu SOS. New York hip hop-dúóið Mobb Deep er á slnu 15. starfsári. Á þeim tlma hafa þeir Havoc og Prodigy sent frá sér 7 plötur sem eru nokkuð misjafnar að gæðum. Nýja platan, Blood Money ergefin útafG-Unit og gerð undirstjórn Dr. Dre. Þvl miðurgerir það þeim lltið gott. Það eru tilþrifl töktunum hér og þar og htjómurinn er óaðfinnanlegur, en yfirbragðið er samt óspennandi og sálarlaust og útkoman enn ein G-Unitformúluplatan. Dr. Dreþarfað fara að færa sig yfir á næsta stig. Loks erþað nýja Neil Young platan, Living With War. Aðeins nokkrum mánuðum eftir Prairie Wind erkomin nýplata og hún var tekin upp á sexdögum fyrirmánuði slðan. Þetta er pólitlskasta plata sem ég hefheyrt lengi. Ölllögin nema lokalagiö America the Beautiful fjalla á einn eða annan hátt um stjórnarhætti núverandi Bandarlkjaforseta sem Neil segir einkennast aftilhæfulausu stríðsbrölti, njósnum, lygum og spillingu. Tónlistarlega er þetta einfalt og tilgerðarlaust, eins og þessir rokksiagarar hafi verið búnir til fyrst og fremst til að koma boöskapnum áleiðis. Umslagið er llka einfalt tilað undirstrika að textarnir (sem fylgja með) séu aðalatriðið. Frábær plata sem kemur á óvart. Trausti Júlíusson NÝSTIRNIÐ Fékk samning hjá Jay-Z ÞegarRihanna mætti á DefJam-kontórinn hjá Jay-Z til að spreyta sig gerði hann samning við hana samstundis. Uppgötvuð á Barbados Tónlistarframleiðandinn Evan Rogers var í fríi á Barbados með eig- inkonu sinni, sem er þaðan, þegar honum var bent á heimastúlkuna Rihönnu, en hún er fædd og uppalin þar. Rogers er enginn aukvisi og hef- ur unnið með stjörnum á borð við N*SYNC, Christinu Aguilera, Jess- icu Simpson, Kelly Clarkson og Rod Stewart. Hann hjálpaði þessari ungu og efnilegu söngkonu að gera prufu- upptöku og sendi á helstu plötufyr- irtækin. Rihanna var þá kölluð inn í áheymarprufu hjá Def Jam plötufyr- irtækinu þar sem rapparinn og yfir- maðurinn Jay-Z bauð henni samn- ing á staðnum. Slær met Rihanna gaf út plötuna Music Of The Sun sumarið 2005 og komst lagið Pon de Replay í annað sæti vinsældar- lista í Bandaríkjunum og Bretlandi. Platan seldist gríðarlega vel, seldist til dæmis í þrefaldri plat- ínu í Kanada. Nú í apríl kom síðan platan A Girl Like Me út og sló enn meira í gegn. Lagið SOS fór á topp þriggja Billboard-lista í Bandaríkjunum og sló met á einum þeirra sem það lag sem var sótt oftast á netinu í útgáfuviku. SOS fór einnig á toppinn í Kan- ada og Ástralíu og náði öðru sæti í Bretlandi. Það er því alveg ljóst að stórstjarna er fædd og framtíðin er ekk- ert nema björt fyrir hina 17 ára gömlu Rihönnu. asgeir@dv.is Rihanna Var uppgötvuð heima á Barbados og skaust upp á stjörnuhimininn. Sigurvegarar Eurovision gera það gott Lordi leggur undir sig heiminn Allt gengur nú í haginn hjá við- kunnalegu finnsku ófreskjunum í I.ordi sem gjörsigruðu í Eurovision um daginn. Illjómsveitin hefur verið starf- andi í nokkur ár og á aö baki þrjár stórar plötur, Get I ieavy (2002), The Monsterican Dream (2003) og The Arockalypse sem kont út í mars síð- astliðnum. Að auki kont platan The Monster Show út 2005 og innihélt bestu lög fyrstu tveggja platnanna. Eftir að sveitin vakti athygli í Eur- ovision hafa þessar plötur rokiö upp sölulistana hjá vefsölum eins og Ant- azon. Eftir sigurinn hefur The Arock- tilypse verið dreift í verslanir út um alla Evrópu, þar á meðal hér á landi. fjSL, > Finnsku ófreskjurnar Lordirýkur upp sölulista og hefurnýjustu plötu sveitáríhriar verið dreift í verslanir úti um alla Evrópu. Hin unga, gullfallega og hæfi- leikaríka Rihanna er að gera allt vit- laust í poppheiminum um þessar mundir. Þessi unga stúlka var upp- götvuð fyrir hreina tilviljun og var boðinn plötusamningur af Jay-Z, yf- irmanni Def Jam, um leið og hann heyrði í henni. Toppar listana Þessa dagana er lagið SOS með Rihönnu á toppnum IBandarlkjunum. RIHANNAER LANGHEITASTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.