Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 58
Allt nýtt
Framkvæmdirá
Silfrinueruí
fullum gangi.
Silfur
Opnaöur I gamla húsnæði Skuggabarsins
næstkomandi fimmtudag, 8.júnf.
Silfur - Hótel Borg
„Þessi staður verður svona „fme dining with fun", ef mað-
ur leyfir sér að sletta aðeins," segir Jón Páll Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri veitingastaðarins Silfur, sem opnar næstkomandi
fimmtudag. „Það er gjörsamlega verið að taka allt í gegn," segir
Jón en Silfur er staðsettur þar sem hinn geysivinsæli Skuggabar
var forðum daga. Ásamt breytingunum á Silfrinu er verið að gera
upp alla Borgina til að gera hana sem glæsilegasta.
„Markmiðið er að gera þetta að matarupplifun. í stað þessa
hefbundna forms á for-, aðal- og eftirréttum mun þetta byggjast
upp á mörgum smærri réttum þannig að gestir geti sett saman
sinn eigin sælkeramatseðil."
Maturinn á Silfri einkennist af nýrri franskri línu í matargerð
og einnig verður mikið lagt upp úr gæðum á víni. „Burgundy-
héraðið í Frakklandi verður í aðalhlutverki. Við leggjum meiri
áherslu á gamla vínheiminn og bjóðum aðeins upp á það allra
besta úr þeim nýja. Þetta verður ekki beint djammstaður, en það
verður góð stemning sem byggist upp fram eftir kvöldi."
Alveg frá grunni
Boston opnaður í skemmtilegu húsnæöi við
Laugaveginn I lok júní.
Buddha bar í stað Nelly's?
Nýr staður opnar hér í haust en ekki er
alveg Ijóst h vers eðlis hann verður.
Gamli Neily's - Laugavegi
„Það verður nýr staður opn-
aður þarna í haust," segir Ingv-
ar Svendsen, framkvæmdarstjóri
Sólons, sem stendur einnig að
breytingum á Café Óperu. „Það
eru engin smáatriði komin á
hreint en staðurinn gæti heitið
Buddha bar. Ekkert frekar en eitt-
hvað annað en við eigum bæði
nafnið og lénið," segir Ingvar en
Buddha bar er vinsæll staður í
París, New York og fleiri stórborg-
um.
Barinn kemur ferskur inn
Mun bjóða upp á lifandi tónlist.
Boston - Laugavegi 28
„Við stefnum á að opna í enda júní
og mun staðurinn heita Boston. Þetta
verður ekki eins og Sirkus," segir Sig-
ríður Guðlaugsdóttir, eigandi stað-
arins Boston við Laugaveg. Sigríður
hefur rekið Sirkus bar við góðan orð-
stír síðan árið 2000.
Boston er á Laugavegi 28 fýrir
ofan nýopnaða fataverslun Spúútnik.
Staðurinn er á tveimur hæðum en
húsnæðið lítur einkar glæsilega út
með stórum gluggum sem vísa út að
Laugavegi. „Þetta er í raun mun meiri
restaurant en eitthvað annað og verð-
ur opið þarna til þrjú um helgar. Þetta
verður bara kósí stemning og góður
matur," segir Sigríður að lokum.
Barinn - Laugavegi 22
Opnaður nýlega eftir end-
urbætur og fer ágætlega af stað.
Kaffihús og skemmtistaður um
helgar. Þægileg og góð stemning.
f framtíðinni verður lögð áhersla
á lifandi tónlist.
Boston
Verður á hæðunum tveimur fyrir ofan
Spúútnik á Laugavegi.
Nýr og spennandi
veitingastaöur
Opnaður f haustþar
sem Pasta basta var
á Klapparstígnum.
Nætursnarl við Klapparstíg
„Við opnum í lok sumars," seg-
ir Gunnsteinn Helgi Maríusson en
hann og fleiri æda að opna nýjan
veitingastað í gömlu húsnæði
Pasta basta á horni Klapparstígs og
Grettisgötu. „Við erum að rífa allt
út. Það eru í rauninni bara útveggir
eftir. Við tökum síðan tjaldið niður
og byggjum þar glerhús í staðinn,"
segir Gunnsteinn um endurbæt-
urnar en staðurinn hefur ekki enn
hlotið nafn.
„Þetta verður eins konar smá-
rétta-, vín- og kaffihús. Eldhúsið
verður opið til tvö á nætumar um
helgar. Það verður allt nýtt þarna og
þetta verður flottasti staður á land-
inu," segir Gunnsteinn ákveðinn.
Café Ópera
Sömu eigendurog eiga Hótel Borg, gamla
Nelly's, Sólon og fleiri staði ætla að taka
Óperuna ígegn I haust.
Café Opera - Lækjargötu
„Við munum keyra á honum eins
og hann er í sumar," segir Ingvar
Svendsen, framkvæmdastjóri Sólons,
sem keypti nýlega Café Óperu ásamt
félögum sínum en þeir eiga einnig
Hótel Borg og fleiri staði í miðbæn-
um. „Síðan tökum við staðinn í gegn
í haust og gefum honum andlitslyft-
ingu."
Pasta basta-tjaldið verður rifiö Og glerskáli byggður Istaðinn.
Falleg aðkoma
Silfursins
Verið er að taka alla
Hótel Borg i gegn í
leiðinni.