Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006
Fréttir DV
Snævarr segist vilja fræða fólk um stjörnur og sólkerfi með því að
gefa því kost á að ferðast út í geim. Margir skólar hafa þegar sett
sig í samband við Snævar til að fá hann með sýninguna í skólana
til að fræða börnin um himingeiminn. Hann segir að þetta eigi án
efa eftir að auka áhuga fólks á stjörnufræði og þeim fjölda fyrir-
bæra sem finnast í geimnum.
„Áhugi minn á stjörnunum kom
á einni nóttu," segir Snævarr. „Ég
var með tveimur félögum mínum
að stunda íjallaklifur í Ölpunum.
Um kvöldið þegar við vorum komn-
ir í þrjú þúsund metra hæð og ætl-
uðum að gista þar í skála þá feng-
um við ekki inni vegna plássleysis og
þurftum að sofa undir berum himni.
Það var svo bjart og yfirþyrmandi að
horfa til himins að ég féll í staflseg-
ir Snævarr. Hann segist hafa áttað sig
á þeirri stundu á því hvað hann vissi
Iítið um himinhvolfið og það kvikn-
aði hjá honum áhugi á að skoða
meira og kynna sér hvað þarna væri
á ferðinni.
Raunvísindi skemmtileg
Snævarr segir að það sé ekki
sama hvernig raunvísindi eins og
stjörnufræði eru sett fram. „Fram-
setning raunvísinda getur verið
mjög skemmtileg. Svona sýning eins
og þessi sem ég sýni í tjaldkúlunni
örvar fólk til að horfa á raunvísindi á
jákvæðan hátt og gefur fólki nýja sýn
á þau," segir Snævarr. Hann segir að
hann sé aldrei búinn að skoða nóg
því alltaf flnni hann nýja og nýja fleti
á himingeimnum sem heilli hann.
Fólk of upptekið í eigin heimi
Til þess að njóta stjörnuhiminsins
út í ystu æsar, að sögn Snævars, þarf
að sökkva sér dýpra í fræðin. Fólk sem
hefur takmarkaðan tíma til að skoða
stjörnurnar gefur sér ekki tíma til að
skoða allar þær náttúruperlur sem er
að finna á stjörnuhimninum. „Það að
skoða stjömurnar, sólkerfið og vetr-
arbrautina er náttúruskoðun þar sem
fólk getur séð svo marga heillandi
hluti og ffábært að fá tækifæri til að
njóta allra þessara fýrirbæra í náttúr-
unni," segir hann. Snævarr einbeitir
sér að því að skoða fjölbreytni vetrar-
brautanna en sú sem við tilheyrum er
bara ein af mörg hundmð miiljónum.
Hann tekur ljósmyndir af stjömu-
þokum og norðurljósunum meðal
annarra fyrirbæra og er hægt að sjá
hluta af myndum hans á vefsíðunni
snaevarr.com
Bara 30 til 60 bjartar nætur á
íslandi árlega
„Á íslandi eru að meðaitali 30 til
60 bjartar nætur á veturna frá ágúst-
lokum fram í apríl og þess vegna er
ísland ekki besta landið til að stunda
stjömuathuganir. í Nýju-Mexíkó og
Arisóna til dæmis eru bjartar næt-
ur að meðaltali 300 til 340 og mun
sem ljós í byggðum nýtur ekki og að
skoða norðurljósin á slíku kvöldi er
stórfenglegt," segir Snævarr.
Sýndarheimur kemur ekki í stað
raunveruleika
Tjaldkúla Snævars er sú eina á
landinu sinnar tegundar og á án efa
eftir að verða vinsæl hjá öllum þeim
sem vilja skoða himingeiminn í öðru
ljósi. Skólar em þegar famir að bóka
tjaldkúluna og ætla að nýta sér sýn-
inguna í kennslu í stjömuffæði.
Snævarr á von á að eftirspumin verði
mikil eftir tjaldkúlunni en hún er fær-
anleg og hægt að setja hana upp hvar
sem er. Hann segir að sýndarheim-
ur komi aldrei í staðinn fyrir raun-
veruleikann en hjálpi okkur að sjá og
skoða alheiminn á annan hátt en við
erum vön. Þeir sem hafa áhuga á að
skoða himingeiminn geta farið í Hús-
dýragarðinn á laugardaginn á milli
klukkan tvö og fjögur. Snævarr ædar
að vera þar á kaffistofunni með tjald-
kúluna og á meðan á sýningu stendur
verður hann með fyrirlestur um það
sem fyrir augu ber.
auðveldara að skoða himingeiminn
þar," segir Snævarr. Hann á heima
hjá sér stærsta stjörnukíki í einka-
eign á landinu. „Þegar talað er um
stærð og gæði stjörnukíkja er tek-
ið mið af því hversu miklu ljósi þeir
geta safnað. Sjónaukinn minn getur
safnað tvö þúsund og fimm hundruð
sinnum meira ljósi en mannsaugað,"
segir Snævarr. Hann segir að þeg-
ar veður leyfir á veturna sé hægt að
sjá himingeiminn með öllum sínum
fyrirbærum mjög skýrt rétt fyrir utan
Reykjavík. „Það þarf að fara þangað