Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 25
PV Helgin FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 25 g er bara brosandi allan hringinn. Það er þvílíkur léttir að vera búinn með þetta. Mér líður eins og ég sé komin með lífið aftur í mínar hendur," sagði Unnur Birna í sam- tali við DV á miðvikudaginn. Unn- ur Birna krýndi tékknesku stúlkuna Tatönu Kucharova ungfrú heim í Varsjá í Póllandi á laugardaginn og þar með lauk eins árs ævintýri hennar sjálfrar sem ungfrú heimur, ævintýri sem hefur borið hana til landa eins og Indlands og Brasilíu og margra annarra þar á milli. Alltaf á vaktinni „Eins mikið ævintýri og þetta var og skemmtilegt, þá var þetta inn á milli afskaplega erfitt. Ég var bókstaflega alltaf á vaktinni og gat ekki átt neitt skipulagt líf. Ég var auðvitað samningsbundin skipu- leggjendum keppninnar en mér leið oft eins og ég væri svipt frels- inu. Líf mitt stóð í stað þetta ár og sem dæmi þurfti ég að fresta há- skólanámi mínu á meðan á þessu stóð. Ég sé samt alls ekki eftir þess- um tíma. Þetta var vel þess virði," segir hún. 10. desember 2005 Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fellir tár skömmu eftir að hafa verið kjörin ungfrú heimur 20051 Klna. DV-mynd Reuters „Mér leið ofteins og ég værisviptfrelsinu." Pólland tók á Unnur Birna segir að síðustu vikurnar í Póllandi nú í september hafi verið annasamar og tekið mik- ið á. „Ég var í fimm vikur í Póllandi og var lokuð inni á hóteli nær all- an tímann. Ég þurfti meira að segja að laumast út í sjoppu til að kaupa mér gos. Það var ofboðslega gaman á krýningunni og mikið spennufall á eftir. Þá fyrst fann ég hversu mik- ill léttir það var að vera búin með þetta verkefni og geta snúið sér að öðru." Opnar margar dyr Unnur Birna segist ætla að ein- beita sér að lögfræðináminu á næstunni og önnur verkefni verði prjónuð í kringum það. „Því er ekki að neita að þessi titill hefur opnað margar dyr. Mér hafa boð- ist fýrirsætusamningar og sjón- varpskynningar í Bretlandi og ég er meðal annars búin að bóka mig í fyrirsætustörf á Indlandi í nóvem- ber. Það er yndislegt land sem mig langar til að kynnast betur. Ég er með umboðsmenn þar úti þannig að vonandi fæ ég tækifæri til að fara þangað oft,“ segir Unnur Birna sem ætlar að hamra járnið á með- an það er heitt. Kynnir á Herra heimi „Það væri kjánalegt að reyna ekki að ná sem mestu út úr þessu núna. Það yrði erfiðara fyrir mig eftir þrjú ár að kynna mig sem ung- frú heim 2005. Þá hefðu ekki marg- ir áhuga," segir hún. Það kemur til greina að Unnur Birna verði kynnir á Herra heimi sem fer fram í Kína í apríl á næsta ári, á sama stað og hún vann titilinn í fyrra. „Það yrði skrýtið að koma þarna aftur en þetta er yndislegur staður. Ég mun þá taka einhvern með mér og fara í frí í leiðinni." Unnur Birna er á lausu þessa dagana. „Ég er ekki að leita mér að kærasta," segir hún. „Það er alveg nóg að gera samt." oskar@dv.is 30. september 2006 Unnur Birna sést hér krýna hina tékknesku Tatönu Kucharova, ungfrú heim 2006, síðastliðinn laugardag i Varsjá I Póllandi. DV-mynd AFP Flaug til lowa í Bandaríkjunum snemma árs til að taka þátt í frábærum viðburði sem haldinn hefur verið í hátt í 30 skipti. Hann gengur út á það að fengnir eru frægir leikarar, söngvarar, skemmtikraftar og í þetta skiptið ungfrú heimur til að stjórna og halda uppi 24 tíma sjónvarpsþætti I beinni útsendingu. Þátturinn gengur svo út á það að fá fólk til að hringja inn og gefa peningaupphæðirtil styrktar barnasjúkrahúsum í fylkinu. Þarna eyddi ég tæpri viku I undirbúning með yndislegu fólki, vakti svo í heilan sólarhring, kom margoft fram á skjánum sem kynnir og á endanum uppskárum við eins og vlð sáðum. Það söfnuðust 3,6 milljónir Bandarfkjadala sem eru um 250 miiljónir íslenskra króna. I þessari ferð eignaðist ég marga góða vini, sem ég er í góðu sambandi við f dag og hlakka til að heimsækja þegar fram Ifða stundir, en einnig er á dagskránni að ég aðstoði við telethonið aftur á næsta árí, þá sem UB en ekki Miss World. Var heiðursgestur á lelk Brasilíu og Króatfu á heimsmelstaramótinu í knattspyrnu f sumar. Hann fór fram á leikvanginum f Berlfn þar sem ég sat f sérstöku VIP- boxi og m.a. var framreiddur dýrindls kvöldverður í hálfleik. Þarna átti ég eitt af skemmtilegustu kvöldum ársins enda alltaf verið áhugamanneskja um fótbolta og langþráður draumur að fara á svona stóran leik. Hins vegar var mér einnig boðið á úrslitaleikinn sjálfan en vegna anna, hinum megin á hnettinum, varð ég að láta mér þennan nægja. Komst f heimsfréttirnar f sumar fyrir það að vera útnefnd guðmóðir tveggja nýfæddra sebrahesta sem voru svo einnig nefndir f höfuðið á mér. Fannst þetta uppátæki Pólverjanna meira spaugiiegt en nokkuð annað, en samt sem áður er gaman að vita af því að f dýragarði j Varsjá vaxa og dafna tveir sebrahestar sem svara nöfnunum Unnur og Birna, eða U og B. Mitt fyrsta verkefni sem ungfrú heimur var myndataka fyrir tímaritið Hellol sem fór fram hér á (slandi. Þar hlotnaðist mér sá heiður að fá að vinna með og kynnast persónulega henni Dorrit, okkar yndislegu forsetafrú, sem hefur svo verið mér innan handar allt árið og ég hef alltaf getað leitað til ef eitthvað er. Hellol er líka flott og mikilsvirt tímarit og það að ég hafi verið mynduð f fslenskri náttúru og þær myndir birst þar er mér mikils virði. v Hún hverfur mér seint úr minni, fyrsta heimsóknin mfn sem ungfrú heimur á barnaspftala, en hún fór fram f Póllandi mjög snemma á árinu. A þessum spftala var mikið af ofsalega veikum börnum sem þarna dvöldu við ekki meira en bærilegar aðstæður. Ég gerði mítt besta við að gleðja þau, gefa þeim bros, hlýju og snertingu, en þegar ég kom út f bil var ekki langt í tárin. Var gjörsamlega búin á því andlega það sem eftir var dagsins. Þetta lagði þó Ifnurnar fyrirárið þvf oft á tfðum þurfti ég að nota innri styrk og sjálfsaga til að komast f gegnum erfiðar og ótrúiegustu aðstæöur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.