Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 38
58 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Helgin PV «8 Jt * Ungir menn frá borginni Tipton í Bretlandi sátu í fangabúðunum í Gvantanamó á Kúbu í tvö og hálft ár án þess að þeim væri birt ákæra. Þeir voru pyntaðir og þeim haldið í einangrunarklefa, hlekkjuðum við gólf í annarlegum stellingum. Sú saga er sögð í kvikmyndinni Leiðin til Gvantanamó, en þeir sögðu Önnu Kristine söguna fyrir, í og eftir Gvantanamó. Hlekkjuðum á höndum og fótum, föstum í krjúpandi stellingu í einangrunarklefa, skella biikkandi ljós og ærandi þungarokks- tónlist á honum. Hann öskrar en enginn heyrir. Tveimur sólar- hringum síðar er hann dreginn á brott og hent inn á staðinn sem hann hefur búið á í rúm tvö ár. Búr úr vírum með járngólft. Laugavegur- október2006 Asiflqbal, 25 ára, kemur niður stigann á hótelinu, klceddur gráum jogginggalla. Hann er syfjulegur að sjá, enda lenti vélin eftir miðncetti á Islandi og ncetursvefninn því í skemmra lagi. Hann heilsar feimn- islega og bankar á herbergisdyr. Fram kemurRhuhelAhmed, grann- vaxinn með skegg. Hann brosir hlý- lega, virkar feimnari, og þrátt fyrir að þeir hafi verið um allan heim að kynna heimildarmyndina Leiðin til Gvantanamó, sem fjallar um veru þeirra í hinum illrœmdu fanga- búðum, hefur kastljósinu ekki ver- ið beint að persónulegu lífi þeirra. Fyrir Gvantanamó. Tipton í Bretlandi - haust 1991 I kaþólskum barnaskóla kynn- ast tveir strákar. Annar er níu ára, hinn tíu. Báðir eru fœddir og ald- ir upp í Bretlandi, annar af pak- istönskum uppruna, hinn cettaður frá Bangladess. Með þeim tekst góð vinátta og þeir hafa ekki hugmynd um hvað kynþáttafordómar eru. „Tipton er lítil verksmiðjuborg sem skiptist í fjögur hverfi. í okk- ar hverfi búa margir litaðir og þar þekkja allir alla. Við bjuggum ná- lægt hvor öðrum og sóttum sama skólann. Kennararnir okkar, sem Léku vitringana í skólaleikritum Rhuhel og Asifhafa veriö vinir frá barnsaidri. „Viö vorum kærulausir strákar sem voru á röngum staö á röngum tíma." i eigin urgangi allir voru hvítir, sögðu okkur aldrei frá því að til væri eitthvað sem héti kynþáttafordómar. Við vorum glaðir strákar; prakkarar, sem sáu framtíðina ekkert öðruvísi fyrir sér en tíðkaðist í Tipton. Við myndum vinna í verksmiðju." / hinum hverfunum viðgekkst kynþáttahatur, eitthvað sem Rhuh- el og Asifvissu ekkert affyrr en þeir skiptu um skóla í ellefu ára bekk. „Sumum hvítu krökkunum úr hinum hverfunum líkaði ekki við okkur. Við vorum uppnefndir „Paki" og „Blackie" og þar heyrðum við í fyrsta skipti á ævinni að við værum „öðruvísi". Sumir kennaranna voru ekkert betri en börnin. En svona er nú lífið og við urðum að venjast því. Það þýddi ekki að reiðast eða láta þessi orð særa sig. Við vorum sam- an flestum stundum. Bæjaryfirvöld í Tipton gerðu sitt besta til að út- rýma fordómum og í hverfmu okkar var stór skemmtigarður, félagsmið- stöð og æskulýðsklúbbur sem buðu upp á skemmtanir fýrir öll börnin í Tipton." Á heimilum þeirra var líf og fjör, fullt hús affólki og strákarnir heimagangar hvor hjá öðrum. Rhu- hal er þriðji í röð sex systkina og Asif á tvcer systur og einn bróður. „Hálfsystir mín er tuttugu árum eldri en ég," segir Asif. „Hún er kristin og börn hennar bera öll kristin nöfn." Þeir segjast hafa grætt á uppeld- inu þar sem þeir hafi bæði haldið múslímajól og kristin jól. „Á jólum kristinna tókum við þátt í uppsetningu skólaleikrita um fæðingu Jesú og fengum stund- um að leika vitringana. Við gáfum hvor öðrum alltaf jólagjafir. Litla bíla eða annað sem okloir fannst spennandi." Verksmiðjulíf- 1998 Þeir voru of miklir fjörkálfar til að hafa áhuga á að sinna bóklegu námi. Asiffór í framhaldsskóla en gafst upp eftir mánuð og fékk sér vinnu á pósthúsi. Rhuhel brosir og viðurkennir svo að hann hafi enst ennþá skemur. „Ég var í framhaldsskóla í einn dag," segir hann og hallar sér bros- andi aftur í stólnum. Feimnin er al- veg horfln. „Ég hef alltaf haft gaman af bók- um, en skólabækurnar áttu bara ekki við mig. Ég vildi fara að vinna. Núna sé ég eftir þessari ákvörðun. Án menntunar er maður ekkert og enga vinnu að fá. Verksmiðjulífið er einhæft." Áhugamálin Eitt afþvífáa sem þeir áttu ekki sameiginlegt var áhugi á fótbolta. Asiffylgdist af miklum áhuga með Manchester United en Rhuhel hafði engan áhuga áfótbolta. „Asifheldurbara með því liðisem vinnur," segir Rhuhel stríðnislega og vísar til þess að Asif segist nú vera mikill Chelsea-maður. „Fyrir Gvantanamó var ég mik- ill Manchester United-maður, en nú finnst mér Chelsea best, liðið sem ykkar maður, Guðjohnsen, lék með." Fyrir Gvantanamó. Þessi orð eiga eftir að koma oft upp í sam- rœðum okkar nœstu klukkustund- irnar. Fyrir og eftir Gvantanamó. „Fyrir Gvantanamó var lífið gott," segir Asif. „Lífið var friðsælt. Við hlustuðum á tónlist, ég rapp- aði mikið, við horfðum á sjónvarp, kíktum á kaffihús og fórum í bíó. Eftir Gvantanamó er allt breytt. Eftir að hafa verið lokaður í búri í tvö og hálft ár er ekkert eins." Rhuhel segist ekki hafa áhuga á neinu eftir Gvantanamó. „Eftir svona lífsreynslu hef ég misst áhugann á því sem mér fannst áður skipta máli." Sem dcemi nefna þeir að einu sinni á cevinni hafi þeim boðist frí- miðar á úrslitaleik í breska fótbolt- anum. Það var eftir Gvantanamó. „En við höfðum ekki áhuga. Hvaða máli skiptir hvort maður er í stúku á úrslitaleik?" Afganistan - nóvember 2001 / októbermánuði árið 2001 fór Asiftil Pakistans til aðganga að eiga stúlku úr þorpi föður hans. Tveir bestu vinir hans, Rhuhel Ahmed og Shafiq Rasul, komu nokkrum dög- um síðar ásamt Munir Ali til að vera viðstaddir giftinguna. Saman ákveða þeir að fara yfir til Afgan- istans með bílalest sem þangað ber vistir, fatnað og lyf. Með poka yfir höf ðinu „ Við vorum merktir meö númerum, poki setturyfir höfuð okkar og okkur fleygt eins og drasli i lokaða gáma. Flestir dóu úr súrefnisskorti.' *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.