Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Ákærurbirtarí Stóra BMW-málinu í dag rennur út gæsluvarð- haldsúrskurður yfir Hollendingn- um Johan Hendrik, sem var hand- tekinn 13. apríl í tengslum við i Stóra BMW- I málið þar sem ' reynt var að smygla 25 kíló- um af amfetamíni og hassi í bensíntanki BMW-bif- reiðar. DV hefur heimildir fyrir því að Hendrik verði birt ákæra í málinu í dag sem og þeim Ársæli Snorrasyni, Herði Eyjólfi Hilmars- syni og Ölafi Ágústi Ægissyni sem einnig voru handteknir í tengslum við málið. 700 hundar sýndir Stærsta hundasýn- ing sem hald- in hefur ver- ið á íslandi verður hald- in í reiðhöll Fáks á veg- um Hunda- ræktarfélags íslands á laugardag og sunnudag. Verða tæplega sjö hundruð hundar sýndir af sjötíu mismunandi hundategundum. Mikið verður um dýrðir á hátíð- inni og fjöldi sýningarbása með hundum afýmsum tegundum verða kynntir. Allir eru velkomn- ir á sýninguna og gefst fólki kostur á að kynna sér fjölda tegunda og ræða við hundaeigendur. Hundar heiðraðir Á hundasýningu Hundarækt- arfélags fslands í reiðhöll Fáks um helgina verða hundar heiðraðir og fá heiðursorðu frá félaginu. Um er að ræða hunda sem hafa með ein- hverjum hætti komið að björgun manna og dýra, liðsinnt fötluðum eða veikum einstaklingum eða verið til uppörvunar og hjálpar á einn eða annan hátt. Mun athöfn- in fara fram síðdegis á Iaugardag og þeir hundar sem fá heiðursorð- una verða titlaðir afreks- og þjón- ustuhundar ársins. Mugisonhjón eignast strák Mugison og Mugimama, hin góðkunnu tónlistarhjón, eignuðust annan strák á þriðjudagsmorgun, en frúin átti ekki von á sér fyrr en á sunnudag. Pilturinn var snemma á fótum; steig í heiminn kl. 05.20 og var 14,5 merkur og 51 sm. Móður og barni heilsast vel. Þetta gerðist á Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða. Á síðustu „Aldrei fór ég suð- ur"-hátíð var undirrituð viljayfir- lýsing á milli fsafjarðarbæjar og Mugisons um að hann fengi hús á fsaflrði til kaups sem kallast Am- sterdam. Fyrir eiga þau einn son ogverður fjölskyld- unni ekki í kot vísað. Amsterdam er einbýlishús á tveimur hæð- um. Hemmi Gunn gerir þaö gott þessa dagana. Hann stjórnar spjallþætti á Stöð 2, keypti nýverið íbúð í Árbænum og er kominn á eðalvagn. Hann segist hafa fengið bíladellu á efri árum. Hemmi Gunnog Lexusinn Vart má á milli sjá hvor er glæsilegri. 4' a ‘ 11 j bE— -jssJ HKx ; \ Wf&ga lí ” Hemmi Gunn ekur um á kremgulum Lexus Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Hermann Gunnarsson hefur aldrei verið þekktur að því að vera með bíladellu. Hann hefur þó alltaf keyrt fína bíla eftir því sem hann segir sjálfur frá. Það er ekki fyrr en nú, þegar hann er rétt kominn á sjötugsaldurinn, sem hann er kominn með bíladellu. Hann keypti glæsilegan Lexus 300 á dögunum sem kostar rúmar sex milljónir. „Jú, jú, það er rétt. Ég keypti flunkunýjan Lexus fyrir rúmri viku," sagði Hermann Gunnarsson í sam- tali við DV í gær en glöggir vegfar- endur höfðu tekið eftir Hemma á nýjum kremgulum Lexus í umferð- inni. Var ekki með bíladellu Hermann sagði að hann væri enginn bfladellukarl en einhvern veginn hefði það æxlast þannig að bflarnir væru yfirleitt flottir. „Ég átti bíl eins og Roger Moore var á í tveimur James Bond-myndum og síðan flutti Ásgeir Sigurvinsson inn „Mælaborðið er eins og í flugmóðurskipi og ég þarfekki lykil. Hann skynjar þetta bara, sem er gott fyrir ellismell eins og mig." fyrir mig sporttýpu af Benz. Það voru einhver rúm 200 hestöfl í þeim bfl en ég hefði alveg getað verið á Trabant. Það skipti mig ekki máli þá. í dag er ég hins vegar farinn að kunna að meta fallega bfla, sagði Hermann hlæjandi og bætti við að félagar hans, Heimir Karlsson og Sveppi, væru grænir af öfund yfir nýja bflnum. Skemmtilegar freistingar Aðspurður um kaup sín á nýja bflnum sagði Hermann það vera al- gjöra tilviljun. „Þetta er allt eins. Ég átti eitt sinn Toyotu Avensis og var með minn Toyota-bíl uppi í um- boði. Þá vildu þeir endilega fara að troða inn á mig Lexus. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Lexus var en eftir að hafa verið fræddur á því að það væri Rollsinn hjá Toy- ota þá keypti ég Lexus 200 og fannst það afar skemmtilegur bfll. Síðan rakst ég þarna inn fyrir viku og þá fóru þeir að benda mér á nýrri út- gáfu af gamla bílnum mínum. Karl- inn er nú alltaf móttækilegur fyrir skemmtilegum freistingum en eins og góðum sóknarmanni sæmir þá varð mér litið út í horn til að athuga hvort ekki væri von á fyrirgjöf. Þá sá ég þennan kremgula bfl og eftir það var ekki aftur snúið. Hann leggur í stæði fyrir mann og gerir allt. Mæla- borðið er eins og á flugmóðurskipi og ég þarf ekki lykil. Hann skynjar þetta bara, sem er gott fyrir ellismell eins og mig," sagði Hermann. Sit í aleigunni Hermann sagði þennan bíl vissulega vera dýran en hann liti svo á að það væri hagkvæmt að sitja hreinlega í aleigunni. „Sumir geyma aleiguna í rassvasanum eða inni á bankabók - ég sit í henni," sagði Hermann skellihlæjandi rétt áður en hann dreif sig í útsendingu á þættinum í sjöunda himni sem sýndur er á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. oskar@dv.is Aumingja Sólveig og Kristinn Svarthöfði er góður maður, að því er hann telur sjálfur. Hann á auðvelt með að hafa samúð með þeim sem minna mega sín og þeim sem eru beittir órétti. Þess vegna hefur Svart- höfði samúð með öryrkjum, ellilíf- eyrisþegum, leikskólcikennurum og kennurum. Sigurjón Magnús Egilsson, hinn pennalipri ritstjóri Blaðsins, benti síðan Svarthöfða á enn einn minni- hlutahópinn, sem á skilið aila okkar samúð, í leiðara á miðvikudaginn. Hvernig í ósköpunum gat Svart- höfða yflrsést að Sólveig Pétursdóttir og Kristinn Björnsson eru hin raun- verulegu fórnarlömb olíusamráðs- ins? Svarthöfði er þakklátur Sigurjóni fyrir að hafa opnað augu hans fýrir þessu. Hvers eiga Sólveig og Krist- inn eiginlega að gjalda? Á meðan al- menningur hefur talið sér trú um að það sé hann sem er fórnarlamb sam- Svarthöfði heiðurshjónum verði hlíft - í þágu þjóðarinnar. Hengjum ekki bakara fyrir smið! Svarthöföi fengið frið til að græða milljarða í Straumi-Burðarási. Það væri sorglegt ef einn af vöskustu viðskiptamönn- um þjóðarinnar yrði líka látinn blæða ráðsins, þá sér Svarthöfði það í hendi sér að Sólveig og Kristinn hafa þjáðst meira en nokkur annar. Aumingja þau. Svarthöfði finn- ur, líkt og Sigurjón Magnús, til með þeim. Nú þarf Sólveig að hætta þing- mennsku vegna yfirvofandi réttar- halda yfir eiginmanni hennar. Það verður sjónvarsviptir að þessari vösku þingkonu og í raun grætur Svarthöfði yfir því að Sólveigu skuli vera fórnað á altari sam- ráðsins. Skítt með Þórólf, en það er of mikið að missa Sólveigu. Hvers á líka Kristinn Björns- son að gjalda? Hann var bara forstjóri Skeljungs á samráðstím- anum. Nú á að fara að kenna hon- um um allt saman. Hann hefur varla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.