Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 54
74 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Sjónvarp >V Á dagskrá næstu daga Æska Óttars M. Norðfjörð var lögð í rúst af unglingaþættinum Beverly Hills 90210 og nú er hann minntur á það dagfega á Skjá einum Ég ólst upp við unglinga- þættina Beverly Hills 90210 og elskaði þá út af lífinu. Mér fannst ekkert meira töff en Dyl- an og Brandon. Þeir voru alvöru naglar. Og Kelly og Brenda voru heitar skutlur. Eg var svona 12 ára gamall og skildi ekkert. Núna er verið að endursýna þættina á Skjá einum. Að horfa á þá aftur hefur verið eins og að leiðrétta eigið uppeldi. Laga það sem fór úrskeiðis. Nú þeg- ar 14 ár eru liðin sé ég að Dyl- an og Brandon eru ekki naglar, þeir eru aular. Og þeir voru það líka fyrir 14 árum. Ljót föt Annað sem vekur ugg eru fötin sem þessir krakkar klæð- ast. Mér fannst þau í alvöru ótrúlega flott einu sinni. Ég vildi líka eiga snjóþvegnar gallabux- ur og víðar, girtar skyrtur. Ég vildi vera með blásið hár. Þeg- ar ég hugsa til baka, þá átti ég snjóþvegnar gallabuxur! Og ég átti víðar skyrtur! Örugglega út af fyrirmyndum mínum í Beverly Hills 90201. Allar þess- ar hræðilegu minningar um rangar ákvarðanir mínar í tísku sem táningur - minningar sem mér hafði tekist að bæla niður - hellast nú yfir mig þessa dagana á meðan Beverly Hills er endur- sýnt í sjónvarpinu. Afturtil ársins 1992 Stundum lendi ég á þáttum sem ég man óljóst eftir. Þá opn- ast eitthvað í höfðinu á mér og ég get ekki hætt að horfa. Mér líður þá eins og ég sé að upp- lifa æsku mína upp á nýtt. Það eru notalegar stundir. Eg, Dyl- an, Brandon, Brenda og Kelly' öll saman á ný eins og fyr- ir 14 árum. Stundum laum- ast ég jafnvel í gamla fataskáp- inn minn og fer í öll ljótu fötin. Þá svíf ég aftur til ársins 1992 og gleymi öllum áhyggjum og amstri dagsins. Föstudagur 6. október RÚV-kl. 21.20 ítalskur krimmi Hér er á ferðinni kvik- mynd byggð á sögu rithöf- undarins Andrea Camill- eri um lögreglufulltrúann Montalbano og ber nafnið Montalbano lögreglufull- trúi - Sætabrauðsþjófur- inn. Bækur Camilleri hafa farið sigurför um heiminn og þetta er ekta mynd til þess að fá sér popp og kók með og kúra upp í sófa. Laugardagur 7. október Stöð 2 - kl. 20.45 Snillingurinn Ray Lúxusbíómynd fyrir laugardagskvöldið. Grín- leikarinn Jamie Foxx fer á kostum sem goðsögn- in Ray Charles. En hann hreppti einmitt Óskar- inn fyrir leik sinn. Þetta er yndisleg mynd fyrir alla um stormasama ævi söngvarans Ray Charles. Taktu laugardagskvöld- ið frá. Sýn-kl. 18.00 Áfram ísland Bein útsending frá landsleik ís- lands og Lett- lands. Þetta verður án efa spennandileik- ur þar sem við ættum að geta rúllað Lettun- um upp. fs- land er í þriðja sæti í riðlinum með þrjú stig. Áfram ísland. Sunnudagur 8. október | Þriðjudagur 10. október Stöð 2 - kl. 20.00 Jón ÁrsæU kann að spyrja Viðmælandi Jóns Ársæls Þórðarsonar í Sjálfstæðu fólki er einn af beittustu pennum þjóð- arinnar, rithöfundurinn og kvik- myndagerðarmaðurinn Þráinn Bertelsson. Maður sem hefur svo sannarlega sögu að segja. Hann ólst upp í sárri fátækt, faðir hans var drykkfelldur, móðirin átti við geðræn vandamál að stríða og dvaldist áratugum saman á Kleppsspítala. Sjálfur hefur Þráinn þjáðst af þunglyndi, eldri sonur hans er fíkill og Sólveig kona hans með Parkinson-veikina illræmdu. Þrátt fyrir þetta er Þrá- inn óbugaður. Greinaskrif hans eru hárnákvæmar og bein- skeyttar skilgreiningar á samfélagivið ysta haf þar sem stutt er í dillandi hláturinn. RÚV-kl. 22.30 Afbrotakonur - Forbryd- elser Dönsk dogmamynd frá 2004 um nýútskrifaðan prest sem kemur til starfa í kvennafang- elsi þar sem ein kvennanna er sögð geta læknað fólk með handayfirlagningu. Leikstjóri er Annette K. Olesen og með- al leikenda eru Petrine Agger, Jens Albinus, sem allir þekkja úr Erninum, Trine Dyrholm, Benedikte Hansen og Ann Eleonora Jorgensen. Mánudagur 9. október Sirkus-kl. 21.00 Auddi Blö snýr aftur Jæja, þá er komið að því. Auð- unn Blöndal er mættur aftur á skjá- inn í þættinum Tekinn sem byggð- ur er á hugmynd Ashton Kutchers; Punk'd. Auddi BIö, eins og hann er kallaður, þyrmir engum í þessum bráð- skemmtilega þætti og fáum við að sjá þjóðþekkta íslendinga gera sig að al- gjörum fíflum. Skjár 1 - kl. 22.00 Saksóknaradrama Nýir þættir ífá fram- leiðanda Law and Or- der-þáttanna. Stephanie March, sem fór með Júutverk Alexöndra Ca- bot í Law and Order: SVU, snýr aftur til New York sem aðalsaksóknari ungra en mjög hæfileika- ríkra saksóknara. Alex- andra Cabot var mjög vinsæll karakter í Spec- ial Victim's Unit þannig að hún ætti ekki að valda okkur vonbrigðum. Miövikudagur 11. október Stöð 2 bíó - kl. 20.00 Klassísk grínmynd There's Something About Mary er ódauðleg, hún er svo fyndin. Fáránlegur húmor Farrelly-bræðranna sló í gegn í þess- ari yndislegu mynd sem skartar hinum frábæru Cameron Diaz og Ben Stiller í aðalhlutverkum. Hver hló ekki af: „There just isn't enough meat on a stick?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.