Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Geitfékk uppreisn æru Geit í breska hernum, sem var svipt tign sinni vegna óláta í skrúðgöngunni á afmælisdegi drottningar, hefur fengið upp- reisn æru. Heiðursliðþjálfinn Billy Windsor tilheyrir lst Battalion of the Royal Welch sem er staðsett á Kýpur. í skrúðgöngunni neitaði Billy að hlýða skipunum eða halda sig á sínum stað í skrúðgöngunni. Og það sem verra er; hann reyndi ítrekað að stanga afturendann á trommuleikaranum. Nú hefur Billy hins vegar fengið tign sína og æru á ný eftir framúrskarandi frammistöðu í Alma Day-skrúð- göngunni. Lögga kosin „herra hýr" Lögreglu- þjónn hefur verið kosinn „herra hýr" á Bretlandseyj- um. Hinn 23 ára gamli lög- regluþjónn Mark Carter sigraði arkitekt og sjómann í úrslitunum á Flamingó-klúbbnum í Blackpool þar sem keppni þessi var hald- in og hlaut 5.000 pund að laun- um. „Ég er alveg í skýjunum. Hér á árum áður grét ég mig í svefn út af áhyggjum af því að koma út úr skápnum. Nú tel ég þetta það besta sem hefur komið fyr- ir mig," segir Mark. Það voru fé- lagar Marks í lögreglunni í West Yorkshire sem komu í klúbbinn og hvöttu hann áfram. Tónelskur smokkur Tónelskur smokkur sem er hannaður til að leika hærra og hraðar eftir því sem elskendur nálgast fullnægingu hefur verið settur á markað í Úkraníu. Grigoriy Chausovsky segir að smokkarnir sínir séu út- búnir með sérstökum skynjara sem fer í gang þegar þeir eru í notkun. Skynjarinn sendir boð til örlítils hátalara sem byggður er inn í smokkinn og hann leikur lagstúf. Eftir því sem hreyfmgin á smokknum er meiri því hraðar og hærra er lagið leikið. Enn eitt átmetið Takeru „Tsunami" Kobayashi, öfl- ugasta átvagl heimsins í dag, hefur sett enn eitt heims- metíð. Hann hesthúsaði 41 humarköku á 10 mínútum í fyrstu humarkökuátkeppninni í Boston. Fyrra metíð var 22 kökur. Fram kemur í frétt á Boston Globe um málið að hinum sem kepptu við Kobayashi hafi aðeins tekist að torga 25 kökum samtals. í yfirlýs- ingu sem Japaninn gaf eftir keppn- ina sagði hann: „Ég held ég hefði getað borðað fleiri." Kobayashi er annars þekktastur fyrir heimsmet í pulsuátí en honum tókst að borða 53 „einar með öllu" á 12 mínútum. Bob Woodward lætur Donald Rumsfeld, varnarmálaráöherra Bandaríkjanna, hafa það óþvegið í nýjustu bók sinni, State of Denial. Raunar fær öll Bush-stjórnin eins og hún leggur sig mikla og óvægna gagnrýni á sig í bókinni. Woodward segir að Bush hafi frá upphafi fegrað kviksyndið sem Íraksstríðið er orðið. En Rumsfeld er sér á báti. Hrokafullur skíthæll sem aldrei viðurkennir mistök Og hvað þá að hann axh ábyrgð á þeim. Sem dæmi um afneitun Rumsfelds á ástandinu í írak nefnir Woodward að þegar tölur um árásir hækkuðu stöðugt sagði Rumsfeld að þar væri bara betra upplýsingaflæði á ferðinni en áður. Nýjasta bók stjörnublaða- mannsins Bobs Woodward, State of Denial, hefur töluvert verið til umræðu í bandarískum fjölmiðl- um að undanförnu. Það er eink- um Donald Rumsfeld varnarmála- ráðherra sem fær að heyra það en bókin fjallar mikið til um íraks- stríðið, aðdraganda og afleiðingar. Mörg þeirra mistaka sem gerð voru og það klúður sem upp hefur kom- ið segir Woodward að megi alfarið skrifa á reikning Rumsfelds. Hann segir Rumsfeld hrokafullan skíthæl sem aldrei viðurkenni mistök, hvað þá að hann axli ábyrgð á þeim. Til dæmis lét Rumsfeld hafa eftir sér þegar fregnir um stöðugt auknar árásir uppreisnarmanna f írak fóru að berast að þar væri bara betra upplýsingaflæði á ferðinni. Bush styður Rummy f umfjöllun New York Daily News um bók- ina kemur fram að Woodward greinir frá því að Andy Card, starfs- mannastjóri Hvíta húss- ins, hafi reynt að fá Bush for- seta til að koma Rums- feld frá völd- um en verið rekinn sjálfur í staðinn. Bush stendur þétt að Rumsfeld, eða Rummy eins og hann kallar / umfjöllun New York Daily News um bókina kemur fram að Wood- ward greinir frá því að Andy Card, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, hafi reynt að fá Bush forseta til að koma Rumsfeld frá völdum en verið rek- inn sjálfur í staðinn. ráðherrann, og hefur ítrekað látið hafa það eftir sér að „Rummy standi sig vel í stykkinu". Á það ber hins vegar að horfa að Bush verður seint talinn til gáfaðri forseta Bandaríkj- anna. Orðlaus í viðtali Fram kemur í bókinni að Woodward tók viðtal við Rummy vegna bók- arinnar og varð al- gerlega orð- laus yfir því sem Rumsfeld hafði að segja og reyndi að telja Wood- ward trú um. Bob Woodward Nýjasta bók hans vekur athygli og umtal vestanhafs. Rumsfeld hafnaði því alfarið að hann bæri beint ábyrgð á því að fólk hefði tapað lífinu í stríðinu, sagði að hann væri „...tveimur, þremur þrepum frá málinu". Og við því seg- ir Woodward: „Hvernig gat hann litið framhjá stöðusinniog ábyrgð? Ég gat ekki hugsað um neitt meir að segja." Fleiri gagnrýnendur Rumsfeld hefur tekist að lenda upp á kant við næstum alla sem koma að varnarmálum, bæði inn- anlands og meðal bandamanna Bandaríkjanna víða um heim. Þá- verandi formaður herráðsins, hers- höfðinginn Richard Myers, kallaði Rumsfeld aldrei annað en „þessi S.O.B..." eða „þessi asni..." Og ann- ar þekktur stjórnmálamaður vest- anhafs lét hafa það eftir sér fyrir 2 árum að í hvert sinn „...sem Rums- feld opnar á sér kjaftinn missum við enn einn bandamann..." En hvað sem þessu líður situr Rums- feld sem fastast í skjóli Bush með- an þeir horfa saman á versnandi stöðu lands síns í Íraksstríðinu. Tíundi hver karlmaður hefur keypt sér vændiskonu, samkvæmt könnun Helmingur kúnnanna í sambúð eða giftur Samkvæmt nýrri könnun á kyn- lífsvenjum Breta hefur tíundi hver karlmaður þar í landi keypt sér þjónustu vændiskvenna. Athygli vekur að helmingur þeirra sem keypti þessa þjónustu var giftur eða í sambúð. Könnunin var framkvæmd á læknastofu fyrir kynsjúkdóma í Glasgow. Alls svöruðu 2665 menn spurningunni um hvort þeir hefðu keypt þjónustu vændiskonu og af þeim viðurkenndu 258 slíkt. í breska blaðinu Daily Mail sem greindi frá könnuninni kemur síðan fram að yfir helmingur þeirra karla sem kaupir kynlíf, meðan þeir eru enn giftir eða í sambúð, notar ekki smokka, hvorki heima við né hjá vændiskonunum. Þriðjungur þeirra hefur keypt sér vændiskonu oftar en einu sinni. Vinsælast er að kaupa vændiskonur þegar viðkomandi er á ferð erlendis. Þeir sem tóku þátt í könnun- inni voru rannsakaðir með tilliti til kynsjúkdóma. í ljós kom að enginn þeirra var HlV-smitaður en um 20% þjáðust af ýmsum öðrum kynsjúk- dómum. Þeir sem stóðu að könnun þess- ari vilja brýna fyrir mönnum að með því að nota ekki smokka séu þeir að leggja konur/kærustur sínar í smit- hættu. Vændi Umþriðjungurþeirra sem keypti sér vændiskonur notaöi ekki smokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.