Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Geitfékk uppreisn æru Geit í breska hernum, sem var svipt tign sinni vegna óláta í skrúðgöngunni á afmælisdegi drottningar, hefur fengið upp- reisn æru. Heiðursliðþjálfinn Billy Windsor tilheyrir lst Battalion of the Royal Welch sem er staðsett á Kýpur. í skrúðgöngunni neitaði Billy að hlýða skipunum eða halda sig á sínum stað í skrúðgöngunni. Og það sem verra er; hann reyndi ítrekað að stanga afturendann á trommuleikaranum. Nú hefur Billy hins vegar fengið tign sína og æru á ný eftir framúrskarandi frammistöðu í Alma Day-skrúð- göngunni. Lögga kosin „herra hýr" Lögreglu- þjónn hefur verið kosinn „herra hýr" á Bretlandseyj- um. Hinn 23 ára gamli lög- regluþjónn Mark Carter sigraði arkitekt og sjómann í úrslitunum á Flamingó-klúbbnum í Blackpool þar sem keppni þessi var hald- in og hlaut 5.000 pund að laun- um. „Ég er alveg í skýjunum. Hér á árum áður grét ég mig í svefn út af áhyggjum af því að koma út úr skápnum. Nú tel ég þetta það besta sem hefur komið fyr- ir mig," segir Mark. Það voru fé- lagar Marks í lögreglunni í West Yorkshire sem komu í klúbbinn og hvöttu hann áfram. Tónelskur smokkur Tónelskur smokkur sem er hannaður til að leika hærra og hraðar eftir því sem elskendur nálgast fullnægingu hefur verið settur á markað í Úkraníu. Grigoriy Chausovsky segir að smokkarnir sínir séu út- búnir með sérstökum skynjara sem fer í gang þegar þeir eru í notkun. Skynjarinn sendir boð til örlítils hátalara sem byggður er inn í smokkinn og hann leikur lagstúf. Eftir því sem hreyfmgin á smokknum er meiri því hraðar og hærra er lagið leikið. Enn eitt átmetið Takeru „Tsunami" Kobayashi, öfl- ugasta átvagl heimsins í dag, hefur sett enn eitt heims- metíð. Hann hesthúsaði 41 humarköku á 10 mínútum í fyrstu humarkökuátkeppninni í Boston. Fyrra metíð var 22 kökur. Fram kemur í frétt á Boston Globe um málið að hinum sem kepptu við Kobayashi hafi aðeins tekist að torga 25 kökum samtals. í yfirlýs- ingu sem Japaninn gaf eftir keppn- ina sagði hann: „Ég held ég hefði getað borðað fleiri." Kobayashi er annars þekktastur fyrir heimsmet í pulsuátí en honum tókst að borða 53 „einar með öllu" á 12 mínútum. Bob Woodward lætur Donald Rumsfeld, varnarmálaráöherra Bandaríkjanna, hafa það óþvegið í nýjustu bók sinni, State of Denial. Raunar fær öll Bush-stjórnin eins og hún leggur sig mikla og óvægna gagnrýni á sig í bókinni. Woodward segir að Bush hafi frá upphafi fegrað kviksyndið sem Íraksstríðið er orðið. En Rumsfeld er sér á báti. Hrokafullur skíthæll sem aldrei viðurkennir mistök Og hvað þá að hann axh ábyrgð á þeim. Sem dæmi um afneitun Rumsfelds á ástandinu í írak nefnir Woodward að þegar tölur um árásir hækkuðu stöðugt sagði Rumsfeld að þar væri bara betra upplýsingaflæði á ferðinni en áður. Nýjasta bók stjörnublaða- mannsins Bobs Woodward, State of Denial, hefur töluvert verið til umræðu í bandarískum fjölmiðl- um að undanförnu. Það er eink- um Donald Rumsfeld varnarmála- ráðherra sem fær að heyra það en bókin fjallar mikið til um íraks- stríðið, aðdraganda og afleiðingar. Mörg þeirra mistaka sem gerð voru og það klúður sem upp hefur kom- ið segir Woodward að megi alfarið skrifa á reikning Rumsfelds. Hann segir Rumsfeld hrokafullan skíthæl sem aldrei viðurkenni mistök, hvað þá að hann axli ábyrgð á þeim. Til dæmis lét Rumsfeld hafa eftir sér þegar fregnir um stöðugt auknar árásir uppreisnarmanna f írak fóru að berast að þar væri bara betra upplýsingaflæði á ferðinni. Bush styður Rummy f umfjöllun New York Daily News um bók- ina kemur fram að Woodward greinir frá því að Andy Card, starfs- mannastjóri Hvíta húss- ins, hafi reynt að fá Bush for- seta til að koma Rums- feld frá völd- um en verið rekinn sjálfur í staðinn. Bush stendur þétt að Rumsfeld, eða Rummy eins og hann kallar / umfjöllun New York Daily News um bókina kemur fram að Wood- ward greinir frá því að Andy Card, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, hafi reynt að fá Bush forseta til að koma Rumsfeld frá völdum en verið rek- inn sjálfur í staðinn. ráðherrann, og hefur ítrekað látið hafa það eftir sér að „Rummy standi sig vel í stykkinu". Á það ber hins vegar að horfa að Bush verður seint talinn til gáfaðri forseta Bandaríkj- anna. Orðlaus í viðtali Fram kemur í bókinni að Woodward tók viðtal við Rummy vegna bók- arinnar og varð al- gerlega orð- laus yfir því sem Rumsfeld hafði að segja og reyndi að telja Wood- ward trú um. Bob Woodward Nýjasta bók hans vekur athygli og umtal vestanhafs. Rumsfeld hafnaði því alfarið að hann bæri beint ábyrgð á því að fólk hefði tapað lífinu í stríðinu, sagði að hann væri „...tveimur, þremur þrepum frá málinu". Og við því seg- ir Woodward: „Hvernig gat hann litið framhjá stöðusinniog ábyrgð? Ég gat ekki hugsað um neitt meir að segja." Fleiri gagnrýnendur Rumsfeld hefur tekist að lenda upp á kant við næstum alla sem koma að varnarmálum, bæði inn- anlands og meðal bandamanna Bandaríkjanna víða um heim. Þá- verandi formaður herráðsins, hers- höfðinginn Richard Myers, kallaði Rumsfeld aldrei annað en „þessi S.O.B..." eða „þessi asni..." Og ann- ar þekktur stjórnmálamaður vest- anhafs lét hafa það eftir sér fyrir 2 árum að í hvert sinn „...sem Rums- feld opnar á sér kjaftinn missum við enn einn bandamann..." En hvað sem þessu líður situr Rums- feld sem fastast í skjóli Bush með- an þeir horfa saman á versnandi stöðu lands síns í Íraksstríðinu. Tíundi hver karlmaður hefur keypt sér vændiskonu, samkvæmt könnun Helmingur kúnnanna í sambúð eða giftur Samkvæmt nýrri könnun á kyn- lífsvenjum Breta hefur tíundi hver karlmaður þar í landi keypt sér þjónustu vændiskvenna. Athygli vekur að helmingur þeirra sem keypti þessa þjónustu var giftur eða í sambúð. Könnunin var framkvæmd á læknastofu fyrir kynsjúkdóma í Glasgow. Alls svöruðu 2665 menn spurningunni um hvort þeir hefðu keypt þjónustu vændiskonu og af þeim viðurkenndu 258 slíkt. í breska blaðinu Daily Mail sem greindi frá könnuninni kemur síðan fram að yfir helmingur þeirra karla sem kaupir kynlíf, meðan þeir eru enn giftir eða í sambúð, notar ekki smokka, hvorki heima við né hjá vændiskonunum. Þriðjungur þeirra hefur keypt sér vændiskonu oftar en einu sinni. Vinsælast er að kaupa vændiskonur þegar viðkomandi er á ferð erlendis. Þeir sem tóku þátt í könnun- inni voru rannsakaðir með tilliti til kynsjúkdóma. í ljós kom að enginn þeirra var HlV-smitaður en um 20% þjáðust af ýmsum öðrum kynsjúk- dómum. Þeir sem stóðu að könnun þess- ari vilja brýna fyrir mönnum að með því að nota ekki smokka séu þeir að leggja konur/kærustur sínar í smit- hættu. Vændi Umþriðjungurþeirra sem keypti sér vændiskonur notaöi ekki smokka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.