Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður hefur ákveðið að blanda sér í prófkjörsslag Samfylkingarinnar í Kraganum. Jakob hefur áður setið á Alþingi sem varamaður í Reykjavík suður. Hann segir hins vegar að hann hafi sterkar taugar til HafnarQarðar enda búið þar lengi. gefur kost & í þriðja sætÉ Jakob Frímann Magnússon hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Krag- anum í komandi prófkjöri flokksins í kjördæminu. Jakob Frímann bjó á annan áratug í Hafnarfirði og átti þar hús við Austurgötuna. Hann segir að hann beri sterkar taugar til bæjarins. „Ég hef mjög ákveðnar hugmynd- ir um hvar ég vil láta til mín taka í pólitfkinni," segir Jakob Frímann um þetta framboð sitt. „Fyrst og fremst verður að draga úr útgerðarkostn- aði heimilanna hér á iandi sem er í engum takti við það sem gerist í ná- grannalöndum okkar. Við höfum búið við dýrtíðarumhverfi í þess- um efnum í alltof langan tíma. Verð á matvælum, síma, hita, rafmagni, eldsneyti og helstu lífsnauðsynjum er og hefur verið alltof hátt hérlend- is. Því ber að fagna tillögum Sam- fylkingarinnar um lækkun matar- verðs um 50% en þær eru mér mjög að skapi." Öldrunar- og skattamál Jakob Frímann segir ennfremur að hann telji það grundvallarmann- réttindi að aldraðir og þeir sem minna mega sín dragist ekki aftur úr í lífskjörum miðað við aðra lands- menn eins og því miður hefur gerst. „Af þessum sökum hef ég í hyggju að stuðla að breytingum á skatta- og líf- eyriskerfinu til að leiðrétta þennan ójöfnuð sem orðinn er," segir Jakob. „Kjarni máfsins er að ef velferðar- kerfi okkar á að standa undir nafni verður að ná leiðréttingu og jöfnuði í þessum málaflokkum." Ekki ókunnur Alþingi Jakob Frímann er ekki ókunn- ur söium Alþingis því árið 2004 tók hann sæti á þingi sem varamaður í Reykjavík suður og jómfrúarræðu sína flutti hann þar í desember það ár. Fjallaði hún um íraksskömm- ina og aðild okkar að því stríði. Jak- ob er þó þekktastur hérlendis fyr- ir veru sína í hinum geysivinsælu Stuðmönnum. Hann á þar að auki að baki sólóferil sem tónlistarmað- ur, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur gert fjölda af þáttum fyrir út- varp og sjónvarp, framleitt og leik- stýrt kvikmyndum. Hann rekur þar að auki útgáfuna Reykjavík Records, er formaður Félags tónskálda og textahöfunda, varaformaður STEF og situr í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Jakob Frímann Magnússon „Fagna tillögum Samfylkingarinn- ar um lækkun matarverðs um 50% en þær eru mér mjög að skapi." „Afþessum sökum hefég í hyggju að stuðla að breyt- ingum á skatta- og lífeyris- kerfinu til að leiðrétta þenn an ójöfnuð sem orðinn er." Teknís ehf. Miðhrauni 8 210 Garðabær Sími 565 7390 www.tekn.is {*} Teknés Má bjóða þér heim? Smíðum vönduð hlið fyrir sumarhúsa- og landeigendur. Fyrirliggjandi á lager.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.