Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Fréttir DV •Þess á milli sem fréttamaðurinn Óli Tynes pakkar stór- fréttum í umslög til að kollegar hans sjái þær ekki skrifar hann tölvupósta til samstarfsmanna sinna á NFS um fólk á öðrum miðlum 365. í einum kristallast kannsld hrokinn sem varð NFS að falli en um það getur þó hver dæmt fyrir sig. Bréfið sendi hann á föstudaginn og var það á þessa leið: „Vinir og félagar. Það hefur margsinnis sýnt sig að það er best að tala varlega þegar liðið á neöri hæðum heyrir til okkar. Hvort sem er í smók eða kaffistofunni. Það virðast leggja vel við hlustir og skrifa svo slúður um okkar innan- hússmál, sem er algerlega út í blá- inn. Vinsamlegast athugið að þótt þetta séu óæðri verur þá hafa þær heym. Baráttukveðja von Tynes- berg." Þetta skrifaði Óli hrokalaust... •OgmeiraafNFS þvíÞórirGuð- mundsson, nýr varafféttastjóri ný- miölunar365-fjöl- skyldunnar, eða yfir- maður Vísis í stuttu máli, er strax farinn að láta til sfn taka í nýja starfinu. Þórir beið ekki boðanna þegar hann tók við og dreif sig út til Kosóvó þar sem hann verður við kosningaeftirlit næstu vikuna. Ekki er vitað hvort Þórir verði með ferskar fréttir frá Kosóvó í beinni á Vísi en við bíðum spennt... eStarfsmenn sölu- og markaðssviðs Icelandair gerðu sér glaðan dag á Nordica-hótelinu á föstudaginn. Ekki að ástæðulausu því afkoma félagsins hefúr verið frábær á undanfömum mánuð- um. Skemmtiatriðið sem boðið var upp á var ekki af verri endan- um því skötuhjúin Magni og Dil- ana mættu á svæðið og tóku ‘inokkur lög. Mesta stemning- |in var þegar Magni tók lagið * The Dolphin's Cry með Live sem hann gerði ódauðlegt I íRockStar-þáttunum. ' Efdr tónleikana kepptust ((starfsmennimir um að ' fá eiginhandaráritun hjá rokkparinu... •Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, er komin til landsins tilaðveitafriðar- verðlaun sem hún stofnaði til. Athöfn- in fer fram í Viðey og mun sú jap- anska dvelja hér á landi í nokkra I daga.Húnervönþví JPB flottasta og því mun Jfjy förðunarsérfræðing- ■j ur fylgja henni hvert ■l I fótmál á meðan á dvöl V hennar stendur. Það er ----1 stjömusminkan Elín Reynlsdótdr sem fær það vanda- sama lilutverk að fýlgja Ono eftir... • Steingrímur Sæv- arr Ólafsson, fýrr- verandi upplýsinga- fulltrúi Halldórs Ásgrímssonar forsæt- isráðherra, er einn öflugasti fféttablogg- ari landsins þessa dagana. Hann heldur úti bloggsíðu þar sem finna má nýjustu fréttir af fjölmiðlasam- steypunni 365 sem er honum eink- ar hugleikin. Einnig var hann fýrst- ur með þær fréttir að Baugur stæði á bak við tímarit Reynis Trausta- sonar. Margir undrast hvemig hann hafi tfrna til að blogga af slíkum krafti sem raun ber vitni en hann er jú enn á launum hjá ráðuneytinu... Allt fariö Iris Björk keypti i húsiö á Sunnuflöt 48 og ‘létrifaþað. íris Björk Jónsdóttir, annar eigandi fataverslunarinnar GK, er á góöri leið meö að leggja Garðabæinn undir sig. Hún keypti einbýlishús á Sunnuflöt í sumar og hús á Tjarnarflöt ekki alls fyrir löngu. Tískudrottningin íris flytur við hlið BYKO-forstjóra íris Björk Jónsdóttir, eigandi fataverslunarinnar GK, er stórhuga manneskja. Hún á nú tvö einbýlishús í Garðabæ sem hún keypti fyrir rúmar 100 milljónir samtals. Annað húsið, á Sunnuflöt 48, hefur hún rifið og hyggst byggja stórglæsilega villu í staðinn en í hinu húsinu á Tjamarflöt 10, við hliðina á Ásdísi Höllu Bragadótt- ur forstjóra BYKO, hyggst hún búa á næstunni. „Jú, það er rétt. Ég keypti hús- ið á Tjarnarflöt 10 og ætla að vera þar í það minnsta næsta hálfa árið," sagði íris Björk í samtali við DV í gær. Hún sagðist lengi hafa haft augastað á húsinu og gripið tækifærið þegar hún seldi einbýlishús sitt í Blöndu- hlíð fyrir skömmu. íris borgaði 66 milljónir fyrir húsið sem er rúmir 250 fermetrar að stærð. Hún hefur hug á því að byggja rúmlega 100 fer- metra við húsið en sagði þó að enn ætti eftir að fá samþykki fyrir teikn- ingum af stækkuninni hjá yfirvöld- um í Garðabæ. Nágrannar henn- ar eru ekki af verri endanum því við hliðina á henni búa hjónin Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, og maður hennar, Aðalsteinn Jónsson, lögfræðingur hjá Straumi-Burðarási. Með annað hús í bígerð Ekki er langt síðan íris Björk keypti einbýlishús að Sunnuflöt 48. Hún borgað 44 milljónir fyrir það og lét vera sitt fýrsta verk að rífa það. Hún hefur látið arkitektinn Guðna Tyrfingsson teikna nýtt hús sem mun, eins og meðfylgjandi mynd- ir sýna, verða eitt allra glæsilegasta einbýlishús höfuðborgarsvæðisins. Það verður um 560 fermetrar að stærð með rammgerðum múrvegg í kring þannig að forvitnir vegfarend- ur sjái ekki inn í húsið. íris hefur sjálf ekki tekið ákvörð- un um það hvort hún hyggist búa til fram- búðar á Sunnuflöt eða einfaldlega selja. „Það er Gerir upp hús í frístundum íris hefur verið dugleg við að gera upp hús í frístundum undanfarin ár. Hún hannaði glæsilegt einbýlis- hús við Eikarás sem athafnamaður- inn Engilbert Runólfsson keypti af henni. Þar búa nú Habitat-hjónin Ingibjörg Þorvalds- dóttir og Jón Arnar Guðbrandsson. fris gerði einnig hús sitt í Blönduhlíð upp á glæsilegan hátt en Freymóður Jó- hannesson, bet- ur þekktur sem 12. september, teikn- aði og átti það hús lengi. Margt í bígerð Eins og áður sagði er íris Björk fýrst og fremst fatakaupmaður í GK sem hún á ásamt Arnari Gauta. Hún sagði verslunarrekst- urinn ganga afar vel, framar öllum vonum, en til hliðar væri hún einnig að vinna að mörgum öðrum verkefn- um. Hún mun aðstoða Arnar Gauta við húsbyggingu í þættinum Innlit útlit á Skjá einum í vetur en þar er hann einn þriggja þáttarstjómenda sem munu keppa sín á milli í hús- byggingum í þættinum. oskar@dv.is fris Björk Jónsdótttir Tiskudrottningin kaupir einbýlishús I Garðabæn- um I grið og erg. Góður granni fris Björk færAsdisi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar og núverandi forstjóra BYKO, sem nágranna. Glæsivilla Guðni Tyrfingsson arkitekt i Danmörku hefur teiknað glæsivillu fyrir frisi sem á að risa á Sunnufiöt. Tjarnarflöt 10 Þetta hús keypti Iris Björk á 66 miiljónir fyrirskömmu. í það eitt ár húsið tilbúið mmnsta þar til verður og það er lang- ur tími," sagði íris. Engilbert Runólfsson Byggingarverktakinn umsvifamikli keypti Eikarás 7 affrisi Björk. Habitat-hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrands- son búa nú í Eikarásnum. aBSJSSMSB Blönduhlfð 8 Þetta hús gerði Iris Björk upp á glæsilegan hátt og seldi núá dögunum. Ekki er talið aðþaðhafi farið á undir 100 milljónum en það var falt fyrir 130 milljónir þegar það var auglýst tilsölu seint á síðasta ári Eikarás 7 Þetta hús gerði Iris Björk upp á slnum tíma og hafa myndir afþvl birst I tlmaritinu Veggfóðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.