Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður hefur ákveðið að blanda sér í prófkjörsslag Samfylkingarinnar í Kraganum. Jakob hefur áður setið á Alþingi sem varamaður í Reykjavík suður. Hann segir hins vegar að hann hafi sterkar taugar til HafnarQarðar enda búið þar lengi. gefur kost & í þriðja sætÉ Jakob Frímann Magnússon hef- ur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Krag- anum í komandi prófkjöri flokksins í kjördæminu. Jakob Frímann bjó á annan áratug í Hafnarfirði og átti þar hús við Austurgötuna. Hann segir að hann beri sterkar taugar til bæjarins. „Ég hef mjög ákveðnar hugmynd- ir um hvar ég vil láta til mín taka í pólitfkinni," segir Jakob Frímann um þetta framboð sitt. „Fyrst og fremst verður að draga úr útgerðarkostn- aði heimilanna hér á iandi sem er í engum takti við það sem gerist í ná- grannalöndum okkar. Við höfum búið við dýrtíðarumhverfi í þess- um efnum í alltof langan tíma. Verð á matvælum, síma, hita, rafmagni, eldsneyti og helstu lífsnauðsynjum er og hefur verið alltof hátt hérlend- is. Því ber að fagna tillögum Sam- fylkingarinnar um lækkun matar- verðs um 50% en þær eru mér mjög að skapi." Öldrunar- og skattamál Jakob Frímann segir ennfremur að hann telji það grundvallarmann- réttindi að aldraðir og þeir sem minna mega sín dragist ekki aftur úr í lífskjörum miðað við aðra lands- menn eins og því miður hefur gerst. „Af þessum sökum hef ég í hyggju að stuðla að breytingum á skatta- og líf- eyriskerfinu til að leiðrétta þennan ójöfnuð sem orðinn er," segir Jakob. „Kjarni máfsins er að ef velferðar- kerfi okkar á að standa undir nafni verður að ná leiðréttingu og jöfnuði í þessum málaflokkum." Ekki ókunnur Alþingi Jakob Frímann er ekki ókunn- ur söium Alþingis því árið 2004 tók hann sæti á þingi sem varamaður í Reykjavík suður og jómfrúarræðu sína flutti hann þar í desember það ár. Fjallaði hún um íraksskömm- ina og aðild okkar að því stríði. Jak- ob er þó þekktastur hérlendis fyr- ir veru sína í hinum geysivinsælu Stuðmönnum. Hann á þar að auki að baki sólóferil sem tónlistarmað- ur, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur gert fjölda af þáttum fyrir út- varp og sjónvarp, framleitt og leik- stýrt kvikmyndum. Hann rekur þar að auki útgáfuna Reykjavík Records, er formaður Félags tónskálda og textahöfunda, varaformaður STEF og situr í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Jakob Frímann Magnússon „Fagna tillögum Samfylkingarinn- ar um lækkun matarverðs um 50% en þær eru mér mjög að skapi." „Afþessum sökum hefég í hyggju að stuðla að breyt- ingum á skatta- og lífeyris- kerfinu til að leiðrétta þenn an ójöfnuð sem orðinn er." Teknís ehf. Miðhrauni 8 210 Garðabær Sími 565 7390 www.tekn.is {*} Teknés Má bjóða þér heim? Smíðum vönduð hlið fyrir sumarhúsa- og landeigendur. Fyrirliggjandi á lager.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.