Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Page 54
74 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 Sjónvarp >V Á dagskrá næstu daga Æska Óttars M. Norðfjörð var lögð í rúst af unglingaþættinum Beverly Hills 90210 og nú er hann minntur á það dagfega á Skjá einum Ég ólst upp við unglinga- þættina Beverly Hills 90210 og elskaði þá út af lífinu. Mér fannst ekkert meira töff en Dyl- an og Brandon. Þeir voru alvöru naglar. Og Kelly og Brenda voru heitar skutlur. Eg var svona 12 ára gamall og skildi ekkert. Núna er verið að endursýna þættina á Skjá einum. Að horfa á þá aftur hefur verið eins og að leiðrétta eigið uppeldi. Laga það sem fór úrskeiðis. Nú þeg- ar 14 ár eru liðin sé ég að Dyl- an og Brandon eru ekki naglar, þeir eru aular. Og þeir voru það líka fyrir 14 árum. Ljót föt Annað sem vekur ugg eru fötin sem þessir krakkar klæð- ast. Mér fannst þau í alvöru ótrúlega flott einu sinni. Ég vildi líka eiga snjóþvegnar gallabux- ur og víðar, girtar skyrtur. Ég vildi vera með blásið hár. Þeg- ar ég hugsa til baka, þá átti ég snjóþvegnar gallabuxur! Og ég átti víðar skyrtur! Örugglega út af fyrirmyndum mínum í Beverly Hills 90201. Allar þess- ar hræðilegu minningar um rangar ákvarðanir mínar í tísku sem táningur - minningar sem mér hafði tekist að bæla niður - hellast nú yfir mig þessa dagana á meðan Beverly Hills er endur- sýnt í sjónvarpinu. Afturtil ársins 1992 Stundum lendi ég á þáttum sem ég man óljóst eftir. Þá opn- ast eitthvað í höfðinu á mér og ég get ekki hætt að horfa. Mér líður þá eins og ég sé að upp- lifa æsku mína upp á nýtt. Það eru notalegar stundir. Eg, Dyl- an, Brandon, Brenda og Kelly' öll saman á ný eins og fyr- ir 14 árum. Stundum laum- ast ég jafnvel í gamla fataskáp- inn minn og fer í öll ljótu fötin. Þá svíf ég aftur til ársins 1992 og gleymi öllum áhyggjum og amstri dagsins. Föstudagur 6. október RÚV-kl. 21.20 ítalskur krimmi Hér er á ferðinni kvik- mynd byggð á sögu rithöf- undarins Andrea Camill- eri um lögreglufulltrúann Montalbano og ber nafnið Montalbano lögreglufull- trúi - Sætabrauðsþjófur- inn. Bækur Camilleri hafa farið sigurför um heiminn og þetta er ekta mynd til þess að fá sér popp og kók með og kúra upp í sófa. Laugardagur 7. október Stöð 2 - kl. 20.45 Snillingurinn Ray Lúxusbíómynd fyrir laugardagskvöldið. Grín- leikarinn Jamie Foxx fer á kostum sem goðsögn- in Ray Charles. En hann hreppti einmitt Óskar- inn fyrir leik sinn. Þetta er yndisleg mynd fyrir alla um stormasama ævi söngvarans Ray Charles. Taktu laugardagskvöld- ið frá. Sýn-kl. 18.00 Áfram ísland Bein útsending frá landsleik ís- lands og Lett- lands. Þetta verður án efa spennandileik- ur þar sem við ættum að geta rúllað Lettun- um upp. fs- land er í þriðja sæti í riðlinum með þrjú stig. Áfram ísland. Sunnudagur 8. október | Þriðjudagur 10. október Stöð 2 - kl. 20.00 Jón ÁrsæU kann að spyrja Viðmælandi Jóns Ársæls Þórðarsonar í Sjálfstæðu fólki er einn af beittustu pennum þjóð- arinnar, rithöfundurinn og kvik- myndagerðarmaðurinn Þráinn Bertelsson. Maður sem hefur svo sannarlega sögu að segja. Hann ólst upp í sárri fátækt, faðir hans var drykkfelldur, móðirin átti við geðræn vandamál að stríða og dvaldist áratugum saman á Kleppsspítala. Sjálfur hefur Þráinn þjáðst af þunglyndi, eldri sonur hans er fíkill og Sólveig kona hans með Parkinson-veikina illræmdu. Þrátt fyrir þetta er Þrá- inn óbugaður. Greinaskrif hans eru hárnákvæmar og bein- skeyttar skilgreiningar á samfélagivið ysta haf þar sem stutt er í dillandi hláturinn. RÚV-kl. 22.30 Afbrotakonur - Forbryd- elser Dönsk dogmamynd frá 2004 um nýútskrifaðan prest sem kemur til starfa í kvennafang- elsi þar sem ein kvennanna er sögð geta læknað fólk með handayfirlagningu. Leikstjóri er Annette K. Olesen og með- al leikenda eru Petrine Agger, Jens Albinus, sem allir þekkja úr Erninum, Trine Dyrholm, Benedikte Hansen og Ann Eleonora Jorgensen. Mánudagur 9. október Sirkus-kl. 21.00 Auddi Blö snýr aftur Jæja, þá er komið að því. Auð- unn Blöndal er mættur aftur á skjá- inn í þættinum Tekinn sem byggð- ur er á hugmynd Ashton Kutchers; Punk'd. Auddi BIö, eins og hann er kallaður, þyrmir engum í þessum bráð- skemmtilega þætti og fáum við að sjá þjóðþekkta íslendinga gera sig að al- gjörum fíflum. Skjár 1 - kl. 22.00 Saksóknaradrama Nýir þættir ífá fram- leiðanda Law and Or- der-þáttanna. Stephanie March, sem fór með Júutverk Alexöndra Ca- bot í Law and Order: SVU, snýr aftur til New York sem aðalsaksóknari ungra en mjög hæfileika- ríkra saksóknara. Alex- andra Cabot var mjög vinsæll karakter í Spec- ial Victim's Unit þannig að hún ætti ekki að valda okkur vonbrigðum. Miövikudagur 11. október Stöð 2 bíó - kl. 20.00 Klassísk grínmynd There's Something About Mary er ódauðleg, hún er svo fyndin. Fáránlegur húmor Farrelly-bræðranna sló í gegn í þess- ari yndislegu mynd sem skartar hinum frábæru Cameron Diaz og Ben Stiller í aðalhlutverkum. Hver hló ekki af: „There just isn't enough meat on a stick?"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.