Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 Fréttir DV IN NLENDUR ANNÁLL ÁR5INS 2006 DV greindi frá því 8. desember að 31 árs gamall maður, Jón Helgason, hefði látist eftir átök við lögreglu. Lögregl- an var kölluð á Hótel Sögu vegna þess að Jón mun hafa gengið berserksgang í herbergi sínu eftir jólahlaðborð. Jón Helgason lést á gjörgæslu- deildLandspítalaháskólasjúkrahúss í Fossvogi föstudaginn 1. desember. Jóni var haldið sofandi í öndunarvél í tæpa viku eftir að hann hafði Ient í átökum við sveit lögreglumanna á Radisson SAS-hótelinu í vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags- ins 26. nóvember. Miklar vanga- veltur hafa verið um hvernig dauða Jóns bar að garði. Getgátur hafa ver- ið á lofti um að hjartastopp vegna fílcniefnaneyslu hafi dregið hann til dauða en einnig hefur því verið haldið fram að Jón hafi látist vegna súrefnisskorts sem stafaði af harka- legu kverkataki lögreglumannanna sem yfirbuguðu hann. Eftir miklar ryskingar var Jón járnaður á höndum og fótum og færður inn í lögreglubíl sem keyrði beinustu leið upp á lögreglustöð- ina á Hverfisgötu. Þegar þangað var komið hafði Jón hins vegar ver- ið látinn í tíu mínútur, samkvæmt heimildum DV. Það tókst hins vegar að lífga hann við en þá þegar hafði heilinn verið án súrefnis of lengi og því vaknaði hann aldrei aftur. DV fékk staðfest 28. desember að enn séu engar niðurstöður komnar úr krufningunni. Útförin Ú förJóns Helgasonar fór fram frá Keflavlkun irkju 8. desember. SEPTEMBER 1. september - Gífurlegar fram- úrkeyrslur á fjárlögum. Fjölmargar ríkisstofnanir stunda þann ósið að eyða umfram heimildir án þess að stjórnvöld kalli stjórnendur þeirra til ábyrgðar. 1. september - Garðar Thor Cort- es söng fyrir hundruð þúsunda á Englandi ásamt Katherine Jenk- ins. aði um 60 milljarða á 50 dög- um. Ekkert lát á fjármálaafrekum Hannesar Smárasonar 22. september - Sjónvarpsdrottn- ing kaupir flottasta húsið á Akur- eyri. 1. október - Fyrrverandi ráðherr- ar og þingmenn í starfi en þiggja samt milljónir í eftirlaun. 13. október - Hannes Smárason græðir milijarð á mánuði en ríkasti maður landsins getur gert lang- þráðan draum að veruleika. Björ- gólfur Thor má kaupa höll lang- afa. 13. október - Jón Pétursson nauð- gari dæmdur í fimm ára fangelsi. Tekinn aftur í desember grunaður um aðra nauðgun. 13. október - Bubbi nærri búinn að berja Audda þegar liann var tekinn í sjónvarpsþætti þess síðar- nefnda. 20. október - Ríkir Islendingar 15. september - Ekki bara sterar sem drógu Jón Pál til dauða. Við- tal DV við barnsmóður Jóns Páls, sem sárnar kjaftasögurnar og syrg- ir góðan vin. Heimildarmynd um ævi Jóns Páls í fullri lengd frum- sýnd í bíó og hlýtur mikla aðsókn. 22. september - FL Group hækk- djamma með stjörnum á flottustu stöðum Kaupmannahafnar. 27. október - Nauðgunarfaraldur í Reykjavík. Nauðgun myrðir sál- ina. 27. október - Birgitta Haukdal á samkomu í Krossinum. Linda Pé flutti hins vegar aftur til Kanada. NOVEMBER 3. nóvember --Stórpopparinn Jón Ólafsson og Idol-stjarnan Hild- ur Vala Einarsdóttir eignuðust 14 marka son. 17. nóvember - Ung kona, Berg- lind Elínardóttir, lést eftir að hafa tekið eina E-pillu. 17. nóvember - Landssímaþjófur- inn Sveinbjörn Kristjánsson keyrði fullur og var sendur aftur á Litla- Hraun. 26. nóvember - Ríkasta par lands- ins fann friðinn í leiguhúsnæði í Fossvoginum. DESEMBER 1. desember - Sindri Sindrason og sambýlismaður hans Albert Leó Haagesen keyptu glæsivillu olíukóngsins Geirs Magnússonar í Skerjafirði. Húsið er 300 fermetrar og var til sölu á 100 miiljónir. 1. desember - Tollgæslan í Kefla- vík og Reykjavík lögðu hald á 6,5 kíló af kókaíni á nokkrum dögum. 8. desember - Jón Helgason lést eftir átök við lögreglu. 8. desember - Kastljóssdrottning- in Jóhanna Vilhjálmsdóttir ólétt. 29. desember - Hannes Smára- son viðskiptamógúll ársins. Stofn- ar nýtt risafyrirtæki í flugi og ferðaþjónustu, Northern Travel Holding, ásamt Fons og Sundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.