Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Síða 35
ráðum, blaðamennsku og hjálpar-
störfum svo dæmi séu tekin. Hjá
Rauða krossinum og Unicef eru
þeir eftirsóttir sem tala frönsku og
arabísku. Við trúum því að þeg-
ar áhugi er til staðar, finni maður
sér eitthvað að gera þar sem nám-
ið nýtist."
Ógleymanleg gestrisni
Með þeim í náminu er jjöldi
múslima, sem eru aldir upp í Dan-
mörku og hafa aldrei lcert móður-
mál sitt.
„Það er gaman að kynnast fólki
af annarri kynslóð innflytjenda,"
segja þær. „I raun kom ekkert í
náminu sjálfu mjög á óvart, en þeg-
ar við fórum í skiptinemanám til
Kaíró í haust, þá upplifðum við
margt sem við áttum ekki von á."
Það uar ekki bara það sem þœr
skrifa um á heimasíðu sinni halla-
ogragna.blogspot.com að íbú-
ar Kaíró eru 19.999.500 fleiri en á
Djúpavogi... Þegar systurnar opn-
uðu dyrnar á leiguíbúð sinni i Ka-
író varð þeim orða vant. Við þeim
blasti 120 fermetra glœsiíbúð með
öllu tilheyrandi í hverfi þar sem
ekki sást nokkur útlendingur.
„Þetta voru nokkuð mikil við-
brigði frá litlu stúdentaíbúðinni
okkar í Árósum," segja þær bros-
andi. „Kaíró er 20 milljóna manna
borg þar sem hávaðinn er yfirgnæf-
andi. Bílbelti eru aldrei notuð þar,
á þriggja akreina vegi eru notað-
ar fimm akreinar og fólk kallast á
á milli hæða. Það fyrsta sem kom
okkur á óvart var hávaðinn - svo að
upplifa mengunina - en gestrisnin
er okkur ógleymanleg. Ef við sýnd-
um minnsta óöryggi voru minnst
tíu manns komnir til að spyrja
hvort allt væri í lagi og hvort það
væri hægt að aðstoða okkur."
Þær neita því ekki að þær hafi
vakið mikla athygli í hverfinu sínu
og þegar þær hafifengið nóg afsliku
hafi þær forðað sér inn á ferða-
mannasvæðin.
„Já, við féllum ekki beint inn í
hópinn svona ljóshærðar og blá-
eygðar, enda sáum við ekki einn
einasta útlending í okkar hverfi,"
segja þær hlæjandi. „Fyrsta orð
allra er „velkomin", en svo stóð oft
orðaflaumurinn út úr karlmönn-
um. Þeir veittu okkur stundum
einum of mikla athygli að okkar
mati. Við vissum ekki almennilega
hvernig við áttum að bregðast við,
þar sem við vorum frekar feimnar
að spyrja út í siði og venjur og ótt-
uðumst að vera ókurteisar. Meðal
þeirra sem við kynntumst vel þarna
voru hjón sem höfðu búið í mörg
ár í Danmörku og Þýskalandi og
við gátum verið opinskáar við þau.
Þau sögðu okkur að það væri ekk-
ert óeðlilegt við athyglina sem við
fengum, þar sem fólk í Egyptalandi
er að eðlisfari forvitið."
Jólastemning í annað sinn á
árinu
Þeim finnst þær í rauninni vera
að upplifa jólastemningu í ann-
að sinn á þessu ári, þar sem lífið á
ramadan líkist einna helst aðvent-
unni okkar.
„Þá borða múslimar ekkert frá
sólarupprás til sólarlags, en borða
góðan mat á kvöldin og nóttunni.
Við upplifðum mikinn kærleika og
umhyggju fyrir öðrum og á kvöldin
var mikið líf í borginni. Okkur var
nokkrum sinnum boðið út að borða
með Egyptum og það var virkilega
gaman. Fólk spilaði og var lengi að
borða marga, litla rétti með sósum
og brauði - og drakk ferskan ávaxta-
safa. Þeir múslímar sem við kynnt-
umst voru afskaplega góðar mann-
eskjur og fordómalausar. Það sem
við upplifðum líka sterkt er hversu
góða dómgreind þeir hafa."
Morgunveröur í eyðimörkinni Svefnstaður og borðsalursystranna og vinaþeirra. Sjálfsagt
hafa plramldar Egyptalands minnt þær á Búlandstind þótt engin þoka hafi umlukið þá.
Þið hafið ekki gengið alla leið
og fastað líka?
„Nei, við treystum okkur ekki
til þess," svara þær. „Það var nógu
erfitt að venjast hitanum og meng-
uninni, en margir útlendingar sem
hafa dvalið þarna lengi föstuðu af
virðingu við íbúana. Við gættum
þess hins vegar að borða hvorki
né drekka fyrir framan fólk meðan
fastan stóð yfir."
Rekist þið aldrei á eiginfordóma
í náminu?
„Jú, oft," svara þær heiðarlega.
„Menningarheimamir eru ólíkir og
það þarf að gefa sér tíma til að skilja
mismuninn. Það sem þykir ókurteisi
hér er eðlilegt hjá múslímaþjóðum og
öfugt. Umræðan hér heima hefur ver-
ið of neikvæð að okkar mati. Kannsld
hennar vegna urðum við hissa á
elskulegheitunum og fordómaleys-
inu. Slæður múslímskra kvenna eru
oft tengdar kúgun, en það er allt önn-
ur upplifun sem við höfum eftir að
hafa kynnst múslímskum konum á
öllum aldri. Flestar segja það vera
val en oft er þetta bundið löndum og
greinum innan íslamtrúar."
Hrein og falleg trú
Framtíðin er óskrifað blað. Halla
hefur námið affullum krafti ífebrú-
ar og Ragna er ákveðin íað fara aft-
ur til Egyptalands síðar, segir tvo og
hálfan mánuð engan veginn hafa
dugað sér.
„Mig langar að kynnast þessum
menningarheimi miklu betur af eigin
raun," segir hún. „Nú á ég eftir að skrifa
tvær ritgerðir um dvölina í Kaíró, aðra
á dönsku og hina á arabísku," segir
hún og kvíðir því ekki. „Arabíska
stafrófið er eins og listaverk; 28 stafir
sem auðvelt er að læra."
En hver er stærsti lærdómurinn
afnáminu og lífinu fram að þessu?
„Það sem við höfum lært af að
kynnast múslímum af eigin raun, er
að dæma ekki alla af verkum eins,"
segja þær. „Vinkonur okkar eru
orðnar þreyttar á að þurfa stöðugt
að verja trú sína. Við sldljum þær vel,
því aldrei höfum við þurft að rök-
styðja hvers vegna við erum kristn-
ar. Að okkar mati er íslam falleg trú,
hrein og bein, þar sem áhersla er
lögð á kærleika og aðstoð við þá sem
minna mega sín. Leiðin til Guðs er
mismunandi, en er alls staðar byggð
á sama grunni."
Þá, sem langar að fræðast meira
um heim systranna er bent á
heimasíðu þeirra;
hallaogragna.blogspot.com.
annakristine@dv.is
DV myndir: Hörður og úr einkasafni.
Kaffihúsastemning í Kaíró Systurnarþrjár, Regína, Ragna og Halla á kaffihúsisem hefur
verið opið daga og nætur I tvöhundruð ár.
Glæsilegar á ramadan Systurnarþáðu kvöldverðarboð egypskrar fjölskyldu og skörtuðu sínu
fegursta, enda segja þær stemninguna á ramadan eins og á aðventunni hér heima. „Kærleikur
og umhyggja fyrir öðrum er i fyrirrúmi."
„Við féllum ekki
beint inn í hópinn
svona Ijóshærðar
og bláeygðar, enda
sáum við ekki einn
einasta útlending í
okkar hverfi."
Orvaðu barnið þitt
til frekari þroska
~
•t';
L 1 -*
litrík, brakandi, hrínglandi,
tístandiieikföng með
margskonar áferð.
Útsölustaðir fyrir Lamaze eru:
Móöurasi, Fifa, Heilsuhorniö Akureyri, Lyíja, Apótekið
lauganesapótek. Rima Apótek, Árbæjaf Apótek,
Garösapótek, Lytjaval, Innrömmun ESS.Siglufjaröar /
Apótek Ólfas'/íkur, femm.ts, mall.is,
Námiö hefst wð tædingu.
Bamið og Lamaie leikfong.
www.ymus.is
Rúnar SigurOur Bfs
Geirmundsson Rúnarsson Rúnarsson
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Snyriistofa
y jyrir allaf
Lcíttu það cftir þér!
Airbrush
Brasilískt vax
Heiinudd 60 mín
Litun og plokkun
2.700
3.200
4.300
2.800
Gjafabréf
/ cjóðgjöfsem cjleður!
FEGURÐ
snyrtistofa
Opnunartimi
fram að jólum
finuntudag 12:00-18:00
föstudag 12:00-19:00
laugardag 13:00-18:00
Fallegir iistmunir
fyrir heimilið
...og til gjafa
itmunaverslun Armula 34 • Reykjavík