Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 38
58 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 Helgin DV Oft leitum við langt yfir skammt. Hver eru til dæmis rökin fyrir því að fljúga til Þýskalands til að fara á jóla- markað í stað þess að fara í jólaþorpið í Hafnarfirði? Kannski þau að i draumabókinni stendur: „Aðventuferð til Þýskalands.“ Anna Kristine er byrjuð að merkja við þá drauma sem hafa ræst. Ég varð eiginlega mest hissa á að hitta engan íslending á svæðinu, mið- að við að héðan fara fullsetnar flug- vélar til Frankfurt-Hahn tvisvar í viku. En þótt engan íslending væri að sjá á gamla torginu Hauptmarkt var fyrsta manneskjan sem ég hitti inni í stór- verslun nokkrum dögum síðar fyrr- verandi samstarfsfélagi minn. „Núna ertu hjá mér, Nína...!" Schemmtilegt! Þetta er ekki prentvilla. Vinur minn er snillingur í að tala íslensku með þýskum hreim og hann var mér ofarlega í huga þar sem ég sat á kaffi- húsi og hlustaði á fólk frá öllum heim- inum ræða saman. Trier er nefrúlega eftirsótt borg, enda kynnt sem elsta borg Þýskalands og mildl menning- arborg, þar sem er að finna merki- legt safn frá tímum Rómverja, húsið sem Karl Marx fæddist í og dásam- legan gamlan miðbæ. Trier er falleg og hlýleg borg sem auðvelt er að rata um og ef fólk vili upplifa aðra fegurð Þýskalands er auðvelt að ferðast það- an með stuttum lestarferðum. Eftír að hafa prófai) að heimsækja minni bæi í kringum Trier að sumri tíl skeUtí ff ú- in sér um borð í lest á aðventunni og hélt tíl Kölnar. Svarta drottningin Fáar, ef nokkrar, konur á áttræð- isaldri komast með tærnar þar sem einkaleiðsögumaður minn í Köln hef- ur hælana. Hún kallar sjáifa sig „kon- una í svörtu klæðunum" og með svart- an hatt, í svartri skikkju og svörtum fötum beið hún mín í Antoniter-kirkj- unni sem stendur við hlið verslunar- hallarinnar á fjölfömustu verslunar- götu Kölnar, SchUdergasse. Ótrúlegt að hægt sé að kúpla sig frá hraða og hávaða lífsins með því að stíga örfá skref inn á slíkan griðastað, þar sem fræg stytta, EngiU dauðans, svífur yfir með logandi kertaljósum. Ég og svartklædda glamúrkonan gengum um borgina, hlýddum á kór- söng, heimsóttum Ustasafri, Dóm- kirkjuna, jólamarkaðinn, kaffihús og veitingastað. Hún sagði mér aUt sem hægt er að segja á nokkurra klukku- stunda ferð um þessa stórborg - og líka af sjálfri sér. Hún varð ekkja fyrir fimm árum og núna, sjötíu og tveggja ára að aldri, hefur hún fundið nýja ást. Hann er þrjátíu árum yngri en hún og dökkur; frá Afríku. Þau horfð- ust í augu á kaffihúsi og ekki varð aft- ur snúið. Hún segist vera hætt að elda. „Elskan mín! Ég var í eldhúsinu í fimmtíu ár. Hann eidar ofan í mig." Bömin hennar, eldri en hann, eru al- sæl með að mamma hafi fundið ham- ingjuna. Svona á að Ufa lífinu. Draumalistinn styttist ekki Merkja við í draumabókinni: „Að- ventuferð til Þýskalands." Búin að Köln Stórborgin hefursinn sjarma. Við hlið verslunarhallar úr gleri má finna frið í lltilli kirkju. prófa. En Ustinn styttist ekkert. Nú hefur bæst á hann: „Sigling á Rín með svörtu drottningunni." Lofaði henni að koma í vor og vera minnst þrjá daga. Kynntist líka annarri borg í þessari ferð, Limburg ad Lahn. Göm- ul, faUeg, rómantísk. Bætí henni við á listann. En skrifa ekki að maður eigi að horfa vel í kringum sig á kaffi- húsum. Ástin kemur þegar hún á að koma og við vitum aldrei hvort hún kemur í formi mannsins í grænmetís- deildinni í búðinni, konunnar sem er í næsta bíl á rauðu ljósi eða Afríkubú- ans sem flutti að heiman og fann ást- ina á kaffihúsi í Köln, hjá þrjátíu árum eldrikonu... annakristine@dv.is DV myndir: Bob Stupecky og netið. Við Katie Melua vorum saman í Trier í Þýskalandi í upphafí að- ventu. Henni fannst ótrúlega leiðinlegt hvað það rigndi á jóla- markaðnum en... Nei, allt í lagi. Við vorum ekki beinlínis saman, en þó skildu bara nokkrir metrar okkur að. Hún var að syngja í glænýrri tónleika- og sýningarhöll í Trier; ég var að kaupa lítinn snjókarl sem skiptir litum í Húsasmiðju þeirra Trierbúa. Þegar ég var á hennar aldri var ég viss um að ég myndi alltaf hafa tíma tíl að gera allt sem mig dreymdi um. En ekki lengur. Nú finnst mér orðið áríðandi að skrifa niður draumana og merkja við þá sem rætast. Einn þeirra var þessi: „Aðventan í Þýskalandi." þegum fannst of mikill tími hafa far- ið í leit að hættuiegum efnum sagði ég eitthvað á þá leið að það væri nú orðið svo mikið vesen að komast milli landa að það tæki orðið lengri tíma en flugleiðin. Þá urraði og hvæstí eft- irlitíð á farþegana: „Þið ættuð þá bara „Ég varð eiginlega mest hissa á að hitta engan íslending á svæðinu, miðað við að héðan fara fullsetnar flugvélar til Frankfurt-Hahn tvisvar í viku." Geðvonskupúki í Leifsstöð Þess vegna sat ég ásamt tugum annarra islendinga um borð í Ice- land Express-flugvél á leið til Þýska- lands og ekkert gat komið í veg fyr- ir tílhlökkunina. Hvorki unga konan sem tékkaði mig inn í flugið og sagði „við erum með þunga tösku..." (vissi ekki fyrr en þarna að ég væri að fara með innritunarstúlkunni í frí) né geð- illskupúkinn í öryggisgæslunni sem ættí að fá sér annað starf. Þegar far- að vera heima." Hm, hm. Og þetta er starfsmaður opinberrar skrifstofu. Jákvæður jólamarkaðsmaður Það var eitthvað annað skapið í honum Karl Heinz á miðju torginu í Trier. Hann kom skoppandi með sitt Gluhwein í rauðu stígvélaglasi, bros- ið náði milli eyrnanna og hann spurði hvort við ættum ekki að láta mynda okkur saman. Kalle bar með sér rétta jólaandann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.