Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 40
60 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006
Sakamdl DV
Þjófar gáfu fórnarlambi fé
Lögreglan í Rúmeníu leitar nú tveggja þjófa sem
brutust inn hjá 86 ára gamalli konu. Endaði ránið
með því að þeir gáfu konunni fé í stað þess að ræna
hana. Filofteia Stefan frá Constanta sagði lögregl-
unni að þjófarnir tveir hefðu brotist inn og byrjað
að róta í íbúðinni. Það eina sem þeirfundu fémætt
var budda hennar með um 50 kr. í smámynt. Þeir
gáfu henni síðan alla smámynt sem þeir voru með á
sér, um 130 kr. Stefan afhenti lögreglunni smámynt-
ina svo hægt væri að taka fingraför af myntinni.
Fred Goldman, faðir Ronalds Goldman sem O.J. Simpson er talinn hafa myrt ásamt fyrrverandi eiginkonu
sinni, hefur stefnt Simpson fyrir dómstóla eina ferðina enn. Fred heldur því fram að Simpson hafi fengið 1,1
* milljón dollara, eða nær 80 milljónir kr., fyrir bók sem aldrei kom út og sjónvarpsviðtal sem aldrei var birt.
Simpson sakaður um
að skjóta fé undan
dómi með svikum
Fred Goldman hefur stefnt O.J.
Simpson fyrir dómstóla eina ferð-
ina enn. Fred er faðir Ronalds
Goldman sem O.J. Simpson er tal-
inn hafa myrt ásamt fyrrverandi
eiginkonu sinni. Simpson fékk á
sínum tíma hóp stjörnulögfræð-
inga til að fá sig sýknaðan af morð-
unum tveimur þrátt fyrir yfirgnæf-
andi líkur á að hann hefði framið
þau. Og í seinna réttarhaldi var
Simpson dæmdur fyrir að hafa
borið ábyrgð á morðunum og gert
að greiða 19,7 milljónir dollara
* eða rúmlega 1,3 milljarða kr. til
ættingja Ronalds og Nicole Brown
Simpson í skaðabætur. Fred, og
aðrir, hafa aldrei séð krónu af
þessum skaðabótum og nú sak-
ar Fred Simpson um að skjóta fé
undan þessum dómi með svikum.
Fred heldur því fram að Simpson
hafi fengið 1,1 milljón dollara eða
nærri 80 milljónir kr. fyrir bók sem
aldrei kom út og sjónvarpsviðtal
á Fox-stöðinni sem aldrei var birt.
Þessum peningum hafi hann svo
komið undan í gegnum skúffufyr-
irtæki.
Bókin sem aldrei varð
Bók sú sem hér um ræðir bar
*. heitið „IF I DID IT“ eða „EF ÉG
GERÐI ÞAГ og átti að koma út
snemma vetrar. Jafnframt átti
Simpson að koma fram í sérstök-
um viðtalsþætti á Fox-stöðinni í
tengslum við útkomu bókarinnar.
Almenningsálitið í Bandaríkjunum
umturnaðist hins vegar þegar þessi
áform lágu fyrir. Voru Simpson og
Fox-stöðin harðlega gagnrýnd fyrir
þessi áform af fjölda málsmetandi
manna. Af þessum sökum var hætt
við að gefa út bókina og senda
út viðtalsþáttinn. Fred Goldman
heldur því fram að Simpson hafi
samt sem áður fengið greitt fýrir
allt saman. Þær greiðslur hafi far-
ið til skúffufyrirtækisins Lorraine
Brooks Associates svo Simpson
kæmist undan því að greiða þetta
fé til ættingja þeirra Ronalds Gold-
man og Nicole Brown Simpson.
Murdoch fyrir dóm?
Þótt lögmaður Freds Goldman
geri nú kröfu um greiðslu á þess-
um 80 milljónum kr. telur hann
að Simpson hafi þegar eytt þeim.
Féð fékk hann frá News Corp. (sem
rekur Fox-stöðina) annars veg-
ar og frá bókaútgáfunni Harper-
Collins hins vegar. „Þessi málsókn
snýst ekki um hvað mikið sé eftir
á bankareikningnum. Málið snýst
um hvort við getum komist að
því með hvaða hætti þessir samn-
ingar voru gerðir og hverjir bera
ábyrgð á þeim," segir lögmaður-
inn Jonathan Polak. Líkur eru á því
að Rupert Murdoch, eigandi News
Corp., og Julie Regan, fyrrverandi
útgáfustjóri hjá HarperCollins,
verði að mæta fýrir dómara og gefa
skýringu á þeim samningum sem
lágu að bald bókinni og viðtalinu.
Polak segir að nauðsyn sé á því að
þau tvö geri hreint fyrir sínum dyr-
um.
Öllu eytt
Mál þetta er höfðað í Los Ang-
eles, Kaliforníu. Fram hefur kom-
ið í yfirlýsingu frá Andrew Butcher,
talsmanni News Corp., að fyrir-
tækið hafi átt samstarf með lög-
manni Goldmans og gefið hon-
um upplýsingar um samningana í
tengslum við bókina. Þar að auki
hafi News Corp. eyðilagt öll eintök
sem til voru af fyrrgreindum við-
talsþætti. Þar að auki hefur komið
fram að öllum eintökum af bókinni
„IFI ÐID IT" hefði sömuleiðis ver-
ið eytt.
Simpson Hefur erm verið dregin
fyrir dómara, nú vegna greiðslna
sem hannfékk fyrir bók sem aldrei
fór i sölu og sjónvarpsviðtals sem
aldrei varsýnt.
Rússneski ríkissaksóknarinn meö skýringu á Litvinenko-morðinu
Forstjóri olíurisa sagður standa á
bakvið morðið á njósnaranum
Rússneski ríkissaksóknaiinn hefur
nú sett fram skýringu sína, og þar með
væntanlega stjórnarherranna í Kreml,
um ástæður fýrir moröinu á njósnar-
anum fyrrverandi Litvinenko. Sak-
sóknarinn telur að Leonid Nevzlin,
fyrrverandi forstjóri hins gjaldþrota
olíurisa YUKOS, standi aö baki morð-
inu. I'alsmaður Nevzlins segir þessa
skýringu vera hlægilega. „Allir þekkja
vinnuaðferðir KGB. Þessar ásakanir
eru hlægilegar og ekki svara verðar,"
segir talsmaðurinn samkvæmt frétt í
danska blaðinu B.T.
Annar af fyrrverandi eigend-
um YUKOS er sammála þessu mati.
„Þetta er dæmigerður og fyrirsjáan-
legur leikur af hálftt rússnesku stjórn-
arinnar. Þeir reyna að koma sökinni
á Nevzlin þegar allir aörir trúa að
annaðlivort rússneska stjómin eða
FSB standi á bakviö morðið," segir
Tim Osbourne hjá fyrirtækinu GML.
„Þetta er bara tilraun þeirra til að fjar-
lægja kastljósið frá sér." Fleiri vinir og
samherjar Litvinenko hafa geftð yftr-
lýsingar í sama dúr og þessar.
YUKOS varð gjaldþrota í ágiist.
Fram að þeinr tíma hafði fýrirtæk-
ið gengið eins og velsmurð vél en
þá gerðu yfirvöld gríðarlegar kröfur
um skattgreiðslur, nógu miklar til að
kippa fótunum undan fyrirtækinu.
Það kemur ekki á óvart að allir sér-
fræðingar í olíubransanum telja að
ríkisrekin olíufélög í Rússlandi hafi
hagnast vel á gjaldþroti YUKOS.
Leonid Nevzlin býr nú í ísrael.
Haim flúði frá Rússltmdi árið 2003 eft-
ir að hann sakaði Pútín forseta urn að
ætla að koma fyrirtækinu fyiir kattar-
nef. Nevzlin er nú ísraelskur ríkisborg-
ari en Rússar vilja gjarnan fá hami
framseldan því þeir telja að haim
standi á bakvið nokkurn fjölda morða.
Fyrirsætan Mercedes Brito í slæmum málum
Tekin á Sikileymeð kíló
afkókaíni innvortis
Fyrirsætan Mercedes Brito er
í slæmum málum þessa dagana
eftir að hún reyndi að smygla 1,2
kílóum af kókaíni til Ítalíu. Það
voru toilverðir í flugstöðinni í Cat-
ania á Sikiley sem handtóku Mer-
cedes en hún var með kókaínið
innvortis pakkað í smáböggla sem
hún hafði gleypt.
Að sögn fjölmiðla á ítalíu kom
Mercedes með flugi frá Bruxelles
til Sikileyjar á hollensku vega-
bréfi. „Hún notaði líkama sinn
til að smygla dópi til ítalíu," seg-
ir í dagblaðinu Corriere della Sera
í Mílanó. Talið er að markaðs-
virði kókaínsins á Ítalíu nemi um
80 milljónum króna. Sjálf segir
Mercedes að hún hafi fengið sem
nemur 300.000 kr. fyrir að vera
burðardýr.
Hin 22 ára gamla Mercedes
á ættir að rekja til Suður-Amer-
íku. Hún mun hafa orðið mjög
Mercedes í slæmum máium á ítallu eftir
kókalnsmygl.
áhyggjufull eftir handtökuna þar
sem hún taldi hættu á að einhverj-
ir af bögglunum í maga hennar
myndu opnast. Var hún því flutt
á sjúkrahús þar sem læknar náðu
dópinu úr henni.