Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBFR 2006
Helgin DV
B3 NÆRMYND
I góöra vina hópi „Pabbi skemmtirsér
best þegar mikið er að gerast og hann er til
dæmis núna að bjarga hestum á Skeiðum
úr Hvltárflóðinu og skemmtir sér þar
konunglega," segir Fanney, dóttir Finns.
„Þeirsem þekkja hann ekki hafa oft neikvæða
mynd afhonum í huga sér. En þeirsem ná að
kynnast Finni komast að því að þetta er í rauninni
Ijúfur og góður drengur.
Finnur Ingólfsson fæddist í Vík í
Mýrdal þann 8. ágúst 1954. Foreldr-
ar hans voru Ingólfur Þ. Sæmunds-
son skrifstofumaður og Svala Magn-
úsdóttir húsmóðir sem bæði eru
látin. Eiginkona Finns er Kristín Vig-
fúsdóttir hjúkrunarfræðingur og
eiga þau þrjú böm, Fanneyju, Inga
Þór og Huldu. Finnur var fyrirferð-
armikið bam og unglingur og vinir
hans og kunningjar eru sammála um
að stríðnari manneskja finnst varla.
Finnur eyddi æskuámnum í Vík en
fór á sumrin í sveit á Búlandi í Skaftár-
tungu og byrjaði snemma að stunda
hestamennsku. Finnur og Kristín ól-
ust bæði upp í Vík í Mýrdal og byrj-
uðu snemma að vera saman svo um
raunverulega æskuást er að ræða.
Hvíta hárið til vandræða
„Finnur var skelfilegur unglingur,
hrekkjóttur með afbrigðum, og þeir
hrekkir em ekki til sem hann ffam-
kvæmdi ekki á eldra fólki í Vík," seg-
ir Eggert Skúlason, fréttamaður og
ffændi Finns, og bætir við að Finn-
ur hafi verið mjög baldinn og erfiður
unglingur. „ Ef eitthvað gerðist í Víkinni
var byijað að rassskella Finn og svo var
athugað hver hefði verið forsprakk-
inn enda var í 99% tilfella um hann að
ræða," segir Eggert og bætir við að þótt
um prakkaraskap hafi verið að ræða
hafi hann ekki verið svo skemmtileg-
ur fyrir þá sem lentu í. „Hann var alveg
rosalega stríðinn og er það enn og það
em margir sem telja sig ekki hafa náð
að jafna reikninginn við hann. Þótt ég
hafi gert það."
Sæmundur Runólfsson, frændi
og æskuvinur Finns, segir að hann
hafi alltaf farið fremstur í flokki. „Það
fyrsta sem mér dettur í hug er for-
ingjahæfileikar hans, sem komu strax
í ljós í barnæsku," segir Sæmundur
og tekur undir orð Eggerts um prakk-
araskapinn. „Stóra vandamálið hans
var þetta hvíta hár, hann þekktist allt-
af. En þegar hann áttaði sig á því fór
hann að ganga með húfu en þá hættu
allir aðrir að vera með húfu," segir Sæ-
mundur en bætir við að þessir hrekk-
ir hafi þó verið saklausir.
Hóf ferilinn í
stúdentapólitíkinni
Finnur gekk í Samvinnuskólann
á Bifföst, lauk stúdentsprófi frá Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík og við-
skiptafræðiprófi ffá Háskóla íslands
árið 1984. Hann tók þátt í stúdenta-
pólitíkinni í háskólanum og var með-
al annars formaður stúdentaráðs.
Hann var auk þess formaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna frá
1982-1986, gjaldkeri Framsóknar-
flokksins frá 1986-1994, formaður
fulltrúaráðs ffamsóknarfélaganna í
Reykjavík frá 1987-1991 og varafor-
maður Framsóknarflokksins 1998-
2001. Finnur var kosinn til setu á Al-
þingi árið 1991 en hann hafði áður
verið varaþingmaður. Hann var svo
kjörinn formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins árið 1994 og gegndi
því embætti þar til hann settist í ráð-
herrastól árið 1995.
Hætti snögglega í pólitík
Finnur hefur komið víða við í at-
vinnulífinu. Hann var framkvæmda-
stjóri Pijónastofunnar Kötlu og
Prjónastofunnar Dyngju um tíma og
kenndi hagfræði við Flensborgarskól-
ann í eitt ár. Árið 1983 varð Finnur
aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra
og gegndi því starfi til ársins 1987 þeg-
ar hann gerðist aðstoðarmaður heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
til ársins 1991. Þann 23. apríl 1995
var Finnur skipaður iðnaðar- og við-
skiptaráðherra og starfaði sem slíkur
til ársins 2000.
Finnur var af mörgum talinn for-
mannsefiii flokksins þegar hann hættí
snögglega í pólitík og fór yfir í Seðla-
bankann þar sem varð bankastjóri.
Hann varð síðan forstjóri VÍS í sept-
ember 2002. Sambandið milli Finns
og Halldórs Ásgrímssonar hefur ver-
ið náið síðan sá fyrrnefndi starfaði
sem aðstoðarmaður Halldórs í sjáv-
arútvegsráðuneytinu og segja sumir
að Halldór hafi tekið það afar nærri
sér þegar Finnur lét sig hverfa af vett-
vangi stjórnmálanna.
Bönkunum skipt á milli
Finnur Ingólfsson hefur alltaf ver-
ið umdeildur enda segja vinir hans
að hann leitíst ekki við að gera öllum
til geðs. í ársbyrjun 1998, þegar Bún-
aðarbanki íslands og Landsbanki ís-
lands voru gerðir að hlutafélögum,
var Finnur viðskiptaráðherra og stýrði
þeirri breytingu sem varð upphafið
að einkavæðingu bankanna sem lauk
síðan í byrjun árs 2003.
S-hópurinn svokallaði, sem sam-
anstóð af Eglu, eignarhaldsfélagi í
eigu Kers, Vátryggingafélagi Islands,
Samvinnulífeyrissjóðnum og eign-
arhaldsfélaginu Samvinnutrygging-
um svf., kom meðal annarra hópa
að því að gera tilboð í Búnaðarbank-
ann. Hópurinn var með hæsta tílboð-
ið en þrátt fyrir það áttu kaupin eftír
að verða umtalsefni þar sem sumum
þótti aðkoma þýska bankans Hauck
& Aufhauser ekki standast rök. Mikið
var rætt um málið og stjórnarflokkun-
um kennt um að hafa skipt ríkisbönk-
unum sín á milli, sjálfstæðismenn
hefðu fengið Landsbankann en fram-
sóknarmenn Búnaðarbankann.
Gerir ekki út á að þóknast
öðrum
Andstæðingar Finns gagnrýna
hann harkalega en aðrir dást að
dugnaði og vinnusemi sem þeir segja
einkenna hann. „Þeir sem þekkja
hann ekki hafa oft neikvæða mynd af
honum í huga sér. En þeir sem ná að
kynnast Finni komast að því að þetta
er í rauninni ljúfur og góður dreng-
ur," segir Sæmundur frændi Finns og
aðrir taka undir.
„Hann er mikill fjölskyldumað-
ur og vinur vina sinna en líka óvinur
óvina sinna," segir Eggert Skúlason
og bætír aðspurður við að Finnur sé
ekki allra. „Hann gerir heldur ekki út
á það og þannig mættu fleiri vera."
Aðrir vinir hans segja að Finn-
ur komi oft á óvart þegar fólk nái að
kynnast honum. Hann hafi allt ann-
an mann að geyma en þann sem
fjölmiðlar hafi birt mynd af síðustu
árin. Finnur sé hörkuduglegur og sá
sem fari fyrstur á fætur en síðastur
að sofa. Hann geti samt verið algjör
fantur ef honum finnst á sér brot-
ið og ekki sé gott að eiga hann fyrir
óvin.
Þrátt fýrir velgengni segja þeir
sem þekkja Finn best að hann sé með
báða fætur á jörðinni. Hann veltí sér
ekki upp úr fínum títlum og flott-
um störfum sem hann hafi gegnt.
„Hann er vel niðri á jörðinni og það
skemmtilegasta sem hann gerir er
að keyra dráttarvélar og girða. Hann
hefur líka ofsalega gaman af hestun-
um, en ekki mér, sem er honum að
kenna. Þegar ég var sjö ára setti hann
mig á hestbak og laug því að mér að
hesturinn myndi hlaupa með mig í
sjóinn og drekkja mér og ég hef ekki
farið á bak síðan," segir Eggert.
Kom óskemmdur af þingi
Helgi S. Guðmundsson, vinur og
samferðamaður Finns, tekur í sama
streng. „Finnur á marga félaga en ég
er ekki viss um að hann eigi marga
vini sem komast nálægt honum en
það er bara eins og gengur og gerist,"
segir Helgi og bætír við að hann von-
ist til þess að hann flokkist sem vin-
ur Finns. „Nærvera við Finn er mjög
skemmtíleg, hann er bráðgreindur,
útsjónarsamur, fljótur að átta sig á