Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 17
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 1 7 DV leitaði til ýmissa fyrirtækja í desember til að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Öll fyrirtækin sem DV skoraði á tóku áskoruninni og styrktu fjölskyldurnar um 50 þúsund á móti 50 þúsunda framlagi blaðsins. All- ar íjölskyldurnar eru þakklátar fyrir styrkinn sem hjálpaði þeim að njóta jólanna enn betur. DV heyrði í mæðr- um barnanna. Styrkurinn létti á áhyggjunum Sonja Eir og Klara Fanndís Sonja vill koma tilskila þakklæti tilföðurfjöl- skyldu Klöru Fanndlsar. „Þau hafa hjálpað okkur alveg rosalega mikið og fylgjast alltaf með Klöru. Þau koma bæði til okkar þegar við þurfum að vera á sjúkrahúsinu og bjóða okkur í matsvo það ergott að eiga þau að." Gott að eiga góða að „Við erum búin að hafa það rosalega gott yfir jól- in," segir Sonja Eir Björnsdóttir, móðir Klöru Fanndís- ar en þær mæðgur fengu eitt hundrað þúsund krónur í styrk frá DV og Icelandexpress. Klara Fanndís greind- ist með illvíga flogaveiki í október í fyrra og Sonja Eir móðir hennar er atvinnulaus svo peningarnar koma sér vel. Mæðgurnar fóru suður til móðurfjölskyldunnar yfir jólin en þær búa á Akureyri. „Það var frábært að kom- ast suður en við vorum hjá mömmu á aðfangadag sem var mjög fínt," segir Sonja Eir. Aðspurð í hvað hún ætli að nota peninginn segist hún ekki vera búin að ákveða það að öllu leyti. „Ég ætla að bíða þar til útsölurnar hefj- ast í janúar og þá að kaupa eitthvað inn í íbúðina auk þess sem okkur vantar báðum föt.“ Klara Fanndís hafi einnig haft það gott yfir jólin þótt hún hafi haft smá hita. „Hún var ótrúlega lítið þreytt eftir ferðalagið en fékk smá hita fyrstu dagana svo ég fékk róandi handa henni svo hún gæti sofnað," segir Sonja en bætir aðspurð við að Klara hafi lítið verið með á nótunum sjálft aðfanga- dagskvöldið. „Við vitum ekki hvort hún sjái og ætluðum til augnlæknis fyrir sunnan en hann var veikur svo það verður að bíða. Við notuðum samt ferðina og fórum á Greiningarstöðina þar sem hún fékk Panda-stól lánað- an og skoðuðum Rjóðrið," segir Sonja Eir sem vill koma þakklæti til föður ömmu og afa Klöru Fanndísar. „Þau hafa hjálpað okkur alveg rosalega mikið og fylgjast allt- af með Klöru. Þau koma bæði til okkar þegar við þurfum að vera á sjúkrahúsinu og bjóða okkur í mat svo það er gott að eiga þau að." Hulda og Ólafur „Ég veit ekki hvernig við hefðum farið að um áramótin efvið hefðum ekki fengið þennan styrk svo það er óhætt að segja aðhannhafi komið sér velfsegir Hulda og bætir við að þau hafi haftþað mjög gottyfirjólin. Höfum haft það gott yfir jótin ■!ins Hannesarsc en hann þjáisi af \F-taugasjufc- dómnum. Hann er með æxJisvöxt i brjósrhoii sem skekkir hiygginn og hrengir að öllum liffærtim hans asik nn iciki M'i i loivun iii ára strákat. Aðspu SK»R!t íiráðin. Ölaí í Rjoðrið sem et en ■ Steinunn og Sonja „Eg fer með henni alia daga enda þarfhún aðstoð úr og i laugina svo þetta er þnggja tima prósess á hverjum degi en algjörlega þess virði." Sundæfingarnar byrjaður aftur „Við keyrðum norður til Akureyrar og eyddum jólunum með foreldrum mínum og bræðrum," segir Steinunn Einarsdóttir, móðir Sonju Sigurðar- dóttur. Sonja er 16 ára stelpa sem er í félaginu Einstök böm. DV og bóka- forlagið JPV gaf mæðgunum 100 þúsund krónur í styrk fyrir jólin og Stein- unn segir gjöfina hafa komið sér vel. Þær mæðgur eru komnar heim aftur og ætla líka að vera heima um áramótin. „Ætli við verðum ekki bara róleg- ar og höfum það gott en Sonju langar líka að vera með vinum sínum. Hún er náttúrulega komin á þann aldur og okkur foreldrum hennar hættir til að ofvernda hana," segir hún og bætir við að Sonja sé líklega orðin þreytt á að vera undir sífelldum verndarvæng foreldra sinna. Sonja á við tauga- sjúkdóm að stríða sem skerðir verulega hreyfigetu hennar svo hún er háð hjólastól. Hún hefur alltaf verið jákvæð út í sjúkdóm sinn og æfir sund af kappi og er margfaldur íslandsmeistari í greininni. Eftir hvíld jólanna taka nú sundæfingarnar við erida verður sundmót strax eftir áramótin. Mamma hennar fylgist vel með henni í sundinu en segist ekki vera nógu dugleg sjálf við að fara ofan í laugina. „Ég fer með henni alla daga enda þarf hún að- stoð úr og í laugina svo þetta er þriggja tíma prósess á hverjum degi en al- gjörlega þess virði." Aðspurð um hvort peningagjöfin hafi ekki komið sér vel segir Steinunn að þær séu alsælar. „Þetta létti mikið á okkur, áhyggj- urnar minnkuðu aðeins og ég vil senda þakklæti til þeirra sem stóðu fyrir þessu," segir Steinunn að lokum. Stolt af dótturinni „Jólin hafa verið alveg yndisleg," segir Ingibjörg Finnsdóttir, móðir Auðar Andreu Skúladóttur en þær mæðgur voru valdar af DV og tískuvöruverslun- inni ZikZak til að þiggja peningagjöf upp að 100 þúsund krónum til að létta þeim lífið yfir jólin. Auður Andrea er í félaginu Einstök börn en hún fæddist með tvo litningagalla sem lýsa sér sem upphleyptir blettir á húðinni, æxla- myndum og beinabreytingum. Auður Andrea hefur þurft að gangasm undir fjöldann allan af aðgerðum sem ekki sér fyrir endann á. Þær mæðgur eyddu jólunum með vinkonum sínum og höfðu það notalegt. „Við vorum saman tvær einstæðar vinkonur með dætur okkar og svo ætíum við að vera enn fleiri saman um áramótin. Það er alltaf mikið stuð á okkur enda eru stelpurnar á svipuðum aldri svo það er mikið fjör," segir Ingibjörg og bætir við að Auður hafi staðið sig eins og hetja. „Hún hefur fengið mikið af viðbrögðum vegna viðtalsins og innilegar þakkir fyrir hugrekkið að stíga svona fram," segir móð- ir hennar og stoltið leynir sér ekki. Lukkudísirnar voru þeim mæðgum hlið- hollar yfir jólin þar sem styrkurinn ffá DV og ZikZak var ekki það eina sem þær fengu fyrir jólin. „Við vorum líka dregnar út í leik sem ZikZak stóð fyrir og fengum þá dekurgjafabréf og kort í baðhúsið. Mér einfaldlega féllust hend- ur þegar okkur var tilkynnt um þann vinning og ég vil skila himnakveðju til hennar Berglindar í ZikZak."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.