Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 4
88
FRE YR
hannesson, Runólfur Jónsson, Litla-Sand-
felli og Sigfús Jóhannesson, Vallaneshjá-
leigu.
Á laugardaginn kl. 7 um kvöldið fóru
fram kappreiðar á skeiðvelli Hestamanna-
félagsins „Freyfaxa“ innan við Egilsstaði.
Keppt var í 300 m. stökki og tóku þátt í
þeirri keppni 16 hestar, þar af voru 3 úr
Eyjafirði.
Keppni í skeiði gat ekki farið fram vegna
ónógrar þátttöku.
Sunnudaguinn var aðal dagur mótsins og
fór þá fram samfelld dagskrá, sem hófst kl.
2 e. h.
Mótið var þá sett af formanni Hesta-
mannafélagsins „Freyfaxa" Pétri Jónssyni,
Egilsstöðum.
Þá fluttu ávörp Steinþór Gestsson, Hæli,
formaður Landssambands Hestamannafé-
laga og Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri
varaformaður Búnaðarsambands Austur-
lands. Að þeim loknum ávarpaði Gunnar
Bjarnason hrossaræktarráðunautur sýning-
argesti og skýrði frá störfum dómnefndar
kynbótahrossa.
Settur hafði verið upp dómhringur á sýn-
ingarstað og var hrossunum raðað þar upp
eftir röð í dómhring. Gunnar Bjarnason
lýsti hverju hrossi um leið og það var leitt
fram fyrir áhorfendur og því síðan riðið
einn hring í dómhring. Þannig höfðu áhorf-
endur gott tækifæri til að fylgjast með
hverju einstöku hrossi.
Alls voru sýndir 4 stóðhestar; þar af voru
3 tamdir og hlutu 2 af þeim I. verðlaun C.
Voru það Lýsingur frá Voðmúlastöðum, eign
Hestamannafélagsins „Freyfaxa" og Vinur,
eign Kristins Guðmundssonar, Hornafirði.
Faðir Lýsings er Lýsingur frá Butru, en
móðir Nös frá Volmúlastöðum. Lýsingur
hlaut 7,40 stig í heildareinkunn fyrir bygg-
ingu og hæfileika. Umsögn dómnefndar um
hann:
Glæsilegur klárhestur með tölti, hreyf-
ingar grófar.
Faðir Vinar er Skuggi frá Bjarnarnesi, en
móðir grá hryssa frá Bálkastöðum í Mið-
firði. Vinur hlaut 7,35 stig og umsögn dóm-
nefndar er:
Þurrbyggður og viljagóður reiðhestur með
allan gang en skortir fríðleika.
Hinir stóðhestarnir voru Funi eign Ingi-
mars Sveinssonar Egilsstöðum, sem hlaut
II. verðlaun og Skjóni, eign Guðjóns Her-
mannssonar og Hermanns Þorleifssonar í
Norðfirði, er hlaut viðurkenningu, sem ó-
taminn stóðhestur.
Faðir Skjóna er Nökkvi frá Hólmi og
móðir hans er af hrossakyni Sigurðar frá
Brún.
Alls voru sýndar 26 tamdar hryssur og af
þeim hlutu 9 I. verðlaun og 13 II. verðlaun.
Hryssurnar, sem hlutu I. verðlaun:
1. Stjarna 9 v. hlaut 8.20 stig og I. vl. B
eign Einars Jónssonar, Mýrum.
2. Löpp 11 — — 8.10 — — I. — B
eign Kristins Guðmundss., Hornaf.
3. Ljónslöpp 18-------7.92 — — I. — B
eign Þórdisar Bergsd., Ketilst.
4. Nös 21 — — 7.67 — — I. — C
eign Björgvins Magnússonar, Hösk.st.seli.
5. Hæra 10 — — 7.65 — — I. — C
eign Friðriks Sigurjónssonar, Fomustekkum.
6. Jörp 14 — — 7.50 — — I. — C
eign Sigr. Sigfúsd., Vallan.hjál.
7. Jörp 5 — — 7.40 — — I. — C
eign Jóh. Magnúss., Breiðavaði.
8. Kolfinna 8 — — 7.34 — — I. — C
eign Friðriks Sigurj., Fornustekkum.
9. Gyðja 6 — — 7,28 — — I. — C
eign Þóris Ásmundss., Jaðri.
Stjarna á Mýrum er í báðar ættir af
hornfirzkum hestum komin og eins Löpp
Kristins Guðmundssonar.
Ljónslöpp á Ketilstöðum er sonardóttir
Hafrafells-Brúns og er því Svaðastaða-blóð
í henni. Móðir hennar var skagfirzk.
Um þessar þrjár hryssur, sem efstar stóðu
af tömdu hryssunum má segja, að þær séu
allar glæsilegar og góð reiðhross og má telja
þær í röð beztu hryssna landsins.
Sýndar voru nokkrar ótamdar hryssur og
komu þar fram álitleg reiðhestsefni. Tvær
af þeim, sem álitlegastar þóttu, voru dætur
Glaðs, sem keyptur var sem kynbótahestur
austur á Hérað af „Freyfaxa". Hann var
keyptur af Páli Sigurðssyni, Fornahvammi.
Glaður dó fyrir aldur fram og er líklegt að