Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 9

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 9
inni eða jafnvel henni allri ef illa liggur á henni, hún er óánægð með vistarveru sína eða hefur horn í síðu þess, sem mjaltar hana. „Engin skepna krefst eins mikillar natni og kýrin,“ segir dr. William E. Petersen, prófessor í mjólkurvinnslufræðum við Bún- aðarháskóla Minnesotafylkis. „Sé talaö vin- gjarnlega við hana og henni sýnd nærgætni og alúð, græðir hún sig ótrúlega. Jersey- kýr ein, sem ég þekkti, jók nytina um 60% við það að maður, sem henni geðjaðist vel að, tók við hirðingu hennar. Á öðrum stað var geðstirðum fjósamanni, sem hafði ýmu- gust á kúm, vikið úr starfi og annar geð- góður og rólyndur ráðinn í hans stað Áður en vika var liðin, hafði hver kýr í fjósinu grætt sig að meðaltali um fimm potta á dag.“ Stundum geldast kýr við það eitt, að sjá ókunnan hund eða kött í fjósinu á mjalta- tíma. Verði þær fyrir langvarandi skap- raun, hverfa mjólkurefnin úr júgrinu aft- ur til blóðsins og kýrin tekur að þorna. Nokkur ár eru síðan mjaltamenn, sem höfðu útvarpsviðtæki sér til dægrastytting- ar í fjósinu, tóku að veita því eftirtekt, að kýrnar græddust við að hlusta á hljómlist. Nú eru margir bændur farnir að hafa út- varps- eða grammófóntónlist í fjósunum á mjaltatímum. Sumir segja, að Vínarvalsar séu sérstaklega áhrifaríkir. Rannsóknir á hegðun dýra, sem gerðar hafa verið í Cornell-háskóla, sýna, að svín eru greindust tamdra grasbíta, en kýr í fjórða sæti eftir múldýrum og hestum. Þó fer því fjarri, að kýr séu heimskar. Það er hægt að kenna þeim að opna fóðurkassa með því að ýta með höfðinu á ákveðnar fjalir og opna klinkur með hornunum. Og þess eru dæmi, að kýr hafi ratað heim eftir að hafa verið seldar á annan bæ, tugi kíló- metra í burtu. Fróðir menn segja, að kýr séu jafn minn- isgóðar og fílar. Þegar kúahópur kemur í fjós á kvöldi, finnur hver kýr sinn bás taf- arlaust. Ef kýr er flutt í annað fjós og síð- an í gamla fjósið ári síðar, gengur hún rak- leitt á sinn gamla bás. Áberandi sérkenni í fari kýrinnar er til- finning hennar fyrir stöðu sinni í sam- félaginu. Segja má, að hver kúahópur hafi sina forustukú, sem alltaf gengur fyrst inn í fjósið eða á beit og hefur óskoraðan og ó- umdeildan rétt til að stugga öllum öðrurn kúm frá jötunni. Á eftir henni ganga aðrar hefðarkýr eftir stöðu sinni í samfélaginu. Á kúabúi Cornell-háskólans, sem ég skoð- aði, voru 12 „heldri“ kýr í 109 kúa hóp. Almúgakýrnar stóðu lotningafullar á- lengdar meðan heldri kýrnar gengu í fjós- ið. Bændur, sem vilja forða kúm sínum frá geðtruflunum og vanliðan, gæta þess að blanda sér ekki í samfélagsskipan þeirra. Venjulega tekur einhver kýr forustuna vegna þess, að enginn keppinautur er þess umkominn að hrekja hana frá. Eftir að hún er sezt að völdum, eru líkur til að hún haldi þeim ævilangt. Þó er hugsanlegt, að að- fengin kýr berjist við hana um völdin. Dr. Petersen segir sér hafa orðið ógleym- anlega metorðagirni Jersey-kýr einnar. Hún var flutt í hóp kúa, er hún var ókunn- ug, þegar hún var fjögurra vetra gömul. Hún bauð öllum hinum kúnum byrginn, missti bæði hornin í viðureign við þær og lét ekki staðar numið fyrr en hún var orð- in forustukýr. Hún gekk alltaf síðan fyrst inn í fjósið, tók munnfylli af heyi úr hverri jötu á leiðinni að eigin jötu. Þótt hún væri ósjálfbjarga af liðagigt síðustu tvö ár ævi sinnar og gæti engan veginn varið sig, sýndu hinar kýrnar henni fulla lotningu unz hún féll í valinn sextán ára gömul. Fyrir tveim áratugum var flestum ame- rískum kúm haldið eins og verkast vildi undir naut í eigu einstakra bænda. Nú eru risnar upp sæðingarstöðvar, þar sem eitt úrvalsnaut gagnast allt að 15.000 kúm. Nú þegar er um fimmti hluti allra kúa í Banda- ríkjunum dætur þessara úrvalsnauta. Bóndi, sem greiðir sem svarar 100 kr. fyrir gerfisæðingu, kostar minnu til en ef hann þyrfti að ala þótt ekki væri nema ómerki- legan tuddaskussa á búi sínu. Dr. John W. Bartlett, forstöðumaður mjólkuriðnaðar- deildar Rutgers-háskólans, telur, að batn- andi erfðakostir muni geta aukið meðal- ársnyt kúa upp í 4500—5000 lítra. Allmargir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.