Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 19
FRE YR
103
GÚANO
Aður en hafist var handa um vinnslu áburðar úr
lofti og fyrr en hann var grafinn úr iðrum jarðar og
fluttur um langvegu til ræktunarmanna, seldu íbúar
I'erú og Chile í Suður-Ameríku áburð og höfðu af því
góðar tekjur, og svo er sagt að enn hafi þjóðin í Perú
tekjur, sem jafngildi um 500 milljónum íslenzkra króna
árlega fyrir selt „gúanó", sem þó er ekki eins eftir-
sótt og áður.
G ú a n ó — hvað er það? Um Norðurlönd er stund-
um talað um að setja fiskúrgang í gúanó, þ. e. að
mala hann og nota til áburðar, og áburðurinn á strönd-
um og eyjum Perú og Shile er einnig til orðinn að
mestu úr fiski, sem fuglar hafa etið og skila aftur sem
áburði á ungunarstöðvum og dvalarstöðum sínum. Á
meðan pelikan-kvenfuglinn situr þolinmóður á eggj-
unum er karlfuglinn iðinn á fiskiveiðum, og honum
verður gott til fanga á hinu geysi fiskiauðuga hafi við
strendurnar. Og bæði kona hans og ungarnir eru át-
vögl, en sagt er að hver fugl eti a. m. k. 300 grömm
af fiski á dag og skilar þá sjálfsagt vænum skerf áburð-
ar daglega, enda sér þess merki á eyjum og ströndum.
Þarna er ákaflega þurrviðrasamt — kernur ekki dropi
úr lofti tímum saman og pelikanmykjan safnast í hrúg-
ur og hauga, sem síðan verða að köstum og dyngjum.
Nokkur hundruð milljónir sjófugla skila þannig mjög
miklu áburðarmagni um ár og aldir og allt þornar og
harðnar þctta jafnóðum. Um árþúsundir hafa þannig
/ Bandaríkjunum
eru 96% bændabýla fjölskyldubújarðir og af þeim er
þriðjungur með svo lítil bú, að þau veita ekki eigendun-
um fulla atvinnu, þegar nútíma véltækni er tekin í al-
hliða þjónustu. Um margra ára skeið hefur viðleitni verið
viðhöfð í þá átt að stækka býlin. Nú er viðhorfið það.
að fækka þurfi bújörðum til þess að draga úr hinni geysi-
legu offramleið'slu, sem stöðugt fer vaxandi. Landbúnað-
urinn í U.S.A. getur nú tekið við í hæsta Iagi 60% af
unga fólkinu, sem vex upp í sveitunum, en 40 af hverju
hundraði hljóta að leita framfæris við aðrar atvinnu-
safnast lög af gúanó sem sumstaðar eru um 80 metra
þykk og orðin hörð eins og grjót. Pelikan, skarfur og
margir aðrir sjófuglar hafa þannig skapað grundvöll-
inn að auðlegð fólks á þessum slóðum.
Hinar fornu Inka-þjóðir hafa hagnýtt gúanó til á-
burðar um aldaraðir og kölluðu það húanó, en það
þýðir mykja, og var sannnefni. Svo er sagt að fyrst hafi
gúanó verið flutt til Evrópu árið 1802, aðeins þó ör-
lítið, en það var rannsakað og prófað og reyndin með
ágætum til áburðar. Eftir 1841 hófst útflutningur frá
l’erú til Evrópu fyrir alvöru og hann óx ört um ára-
tugi. Auðguðust þær þjóðir stórlega á áburðarsölunni
er birgðirnar eyddust en gengu þó ei til þurrðar. Nú
er talið að unt 100 þúsundir smálesta séu unnar á ári
og er það lítilræði.
í gúanó eru 11—16% köfnunarefni, allt að 12% fos-
for og 2—3% kalí.
Fuglar þeir, sem fratnleiða gúanó eru friðaðir og
hegning við lögð ef þeir eru truflaðir eða áreittir um
ungunartímann, þó ekki liggi dauðasök við eins og á
16.—17. öldinni. Svo er talið að á ungunarstöðvunum
bæti þeir 10 cm þykku lagi árlega ofan á það sem fyrir
er, en þriðja hvert ár fara verkamenn nú i varpstöðv-
arnar til þess að vinna áburðinn, en það er gert utan
varptímans, Áburðurinn er unninn um fjögurra mán-
aða skeið. Verkamennirnir vinna í brennandi sólskini,
brjóta steinhart gúanó í stykki, setja þau í poka og
bera þau í pokum til strandar. Um 3000 manns vinna
að þessu frá sólarupprás til sólarlags, sveittir og nær
þvx naktir. Síðastliðið ár var brotið gúanó fyrir um t/2
milljarð íslenzkra króna og talið er að þá sé nokkurn-
veginn jafnvægi í vinnslu og framleiðslu, en að fram-
leiðslunni vinna um 30 milljónir sjófugla að því talið
er, en hver pelikan framleiðir 15 kg gúanó árlega.
En hér er hagnýt vinnuaðferð upp tekin. Svo er
talið að pelikaninn sé ekki rétti fuglinn til þess að
framleiða gúanó, af því að hann skili of litlu fyrir allt
það sem hann etur. Því er rætt um að útrýma hon-
urn en í þess stað vernda gúanó-skarfinn og hjálpa
honum til þess að auka kyn sitt. Þetta skal gert með
fullkominni fiiðun vissra og nýrra landsvæða. Og því
er spáð að ekki muni mörg ár líða unz 100 milljónir
gúanóskarfa hafi ungunarstöðvar á vissum landsvæð-
um og borgi landleigu með áburði, sem þá ætti að
nema þiefalt meira magni en unnið er nú. Með fram-
taki eins og því, sem hér um ræðir, er sýnt fordæmi
um hvernig hægt er að hjálpa til að efla verðmæti þau,
sem náttúran sjálf skapar, en nóg er af æti fyrir þessa
fuglamergð meðfram ströndum landanna þar í suðri.
G.
gremar.