Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 14
FREYR erfiða. Of lágur vinnsluhiti orsakar m. a. mikið slit í strokkum, mikla elds- neytiseyðslu ásamt blöndun eldsneytis í smurolíuna að þarflausu, sam- tímis því sem vinnsla vélarinnar verður minni en ella. Hafið auga með hitamælinum og notið kælisskýlu, svo að réttur vélarhiti fáist. Athugið kælivatnið áður en sett er í gang. Yfirborð vatnsins í kælikerfinu má ekki lækka svo mikið, að dælan geti ekki dælt vatninu í hring í kerfinu. Þegar vatnsmagnið minnkar, gufar það vatn, sem eftir er, upp sífellt örar og örar, vegna þess að hitamagnið, sem það flytur burtu, er nær því jafn mikið allan tímann. Þess vegna kemur hætta á ofhitun hreyfils fyrr til sögunnar en menn skyldu ætla. Athugið vatnið og gætið þess, að kælikerfið sé ávallt vel fyllt með hreinu vatni. ATH.! Takið aldrei lokið af kælinum, þegar sýður á vélinni. Það er mikil hætta á að menn brenni sig. Hellið aldrei köldu vatni á ofhitaðan hreyfil, því að þá getur vélarblokk- in sprungið. Gætið þess, að vatnsdælan leki ekki. Vatnsdælur á dráttarvélahreyflum eru margvíslegar að gerð og smíði. Á sumum dælum eru skiptanleg þétti í þéttihylki. Með því að herða að rónni á þéttihylkinu má herða að þéttinu. Róin á þéttihylkinu á að vera skrúfuð það þétt, að ekki leki, en ekki þó svo fast, að þéttið brotni. Ef dælan lekur, þrátt fyrir vel herta ró, verður að skipta um þétti. Smyrjið vatnsdæluna á þann hátt, sem mælt er fyrir í notkunarreglun- um. Sé dælan smíðuð þannig, að kælivatnið komist í snertingu við smurn- inguna, er notuð sérstök vatnsdælufeiti. Athugið vatnshosur og festingar þeirra einu sinni í mánuði. Gætið þess, að slöngur séu heilar og slönguklemmurnar vel þéttar. Skiptið um gallaðar slöngur. Herðið vel að slönguklemmunum. Leki á vatnsdælu og vatnshosum eru venjulegustu orsakir þess, að kælivatnið minnkar. Mikilvægt er, að kveikiukerfið sé í góðu lagi. f blöndungs- og s. n. Hesselman-hreyflum kveikir rafneisti frá kerti í eldsneytisblöndunni í strokknum. Til þess að bruninn fari fram á réttum tíma og neistinn séu nógu öflugur til þess að kveikja í eldsneytisblönd- unni, verður rafkerfið að vera í góðu lagi. Galli í kveikjukerfinu veldur óhjákvæmilega annað hvort orkutapi í hreyflinum eða stöðvun hans. f fyrra tilfellinu verður eldsneytiseyðslan auk þess óeðlilega mikil og erfitt að ræsa hreyfilinn.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.