Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 22

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 22
106 FREYR Sýningar og ráðstefnur 1958. Enska landbúnaðarsýningin, The Rnyal Show, verður haldin 1.—4. júlí í Bristol, en sú borg liggur um 150 km vestan við London. Alþjóðlega búvélasýningin, Salon International de la Machine Agricole, verður í Strassbourg 29. marz—3. apríl. Sýningarstjórnin hefur aðsetur í París. Norrœna skógræktarþingið er haldið fjórða hvert ár, og að þessu sinni í Svfþjóð 25.—30. ágúst. Búizt er við um 1000 þátttakendum, og geta þeir valið á milli 23 námsferða í ýmsum héruðum Svíþjóðar. Þ. 29. ágúst verður sameiginlegur fundur í hljómleikahöll Stokkhólms og um kvöldið samkvæmi í ráðhúsi borgarinnar. Vélastöðvar verða e.t.v. lagðar niður í Sovétríkjunum. Vera kann, að fyrir dj'rum standi stórfelldar breyting- ar í sveitum Ráðstjórnarríkjunum- Stungið hefur verið upp á því, að véla- og dráttarvélastöðvarnar verði smám saman Iagðar niður. Þessar stöðvar hafa verið burðarás rússnesks land- búnaðar um árabil. Sá, sem bar fram uppástunguna, var rússneski stjórnmálafc-ringinn Nikita S. Krúsév. I ræðu, er hann hélt nýlega, sagði hann að vélastöðvum ríkisins bæri að selja samyrkjubúunum véla- og verkfærakost sinn. Hann Iét svo um mælt, að framvegis ætti að reka stöðvarnar eingöngu sem viðgerðastöðvar fyrir búvélar og skyidu þær einnig hafa með höndum sölu á vélum og varahlutum. Vélastöðvarnar hafa lagt til nálega allar dráttarvélar, sláttu-þreskivélar, jarðyrkjuverkfæri og önnur verkfæri, sem notuð hafa verið á samyrkjubúunum í Sovétríkjun- um. Þar að auki hafa þær haft mikið gildi sem pólitískt aðhald í sveitum Sovétríkjanna. Krúsév gat þess í ræðu sinni, að notagildi vélastöðv- anna væri úr sögunni, og kvað rekstur þeirra hafa í för með sér tvíverknað og sóun á fjármunum. Hann sagði, að stöðvanna hefði verið mikil þörf á þeim dögum, þegar sovézku samyrkjubúin hefðu verið tiltölulega smá. Nú, sagði hann, eru samyrkjubúin stærri, sum allt að því 18000 ha. Enn kemur það til. mælti Krúsév, að ekki er lengur þörf á því að nota vélastöðvarnar sem áróðurs- vopn til þess að hvetja til stórbúskapar, því nú þvrfti engan mann að sannfæra um gildi stórbúskapar með vélanotkun. Aðalfundar Stéttarsambands bœnda getið í IFAP-News. IFAP-NEWS nefnist blað, sain Alþjóðasamband bú- vö'-uframleiðenda (IFAP) gefur út; flytur það fréttir af búnaðarmálum frá aðildarríkjum. Aðalgrein janúarblaðs IFAP-News 1958 fjallar um að- alfund Stéttarsambands bænda, sem haldinn var s.l. haust ! Hlégarði í Mosfellssveit. I greininni er getið helztu mála, sem rædd vcru á fundinum, sagt frá verð- Iagsgrundvelli búsafurða og getið bústofnsaukningar bænda og vaxandi búvöruframleiðslu. Á forsíðu birtir blaðið mynd af forsetahjónunum íslenzku, ásamt for- mönnum Stétfarsambands bænda og Búnaðarfélags Is- lands. Mjólk rneð koniaksbragði. I Frakklandi er nú hægt að kaupa mjólk með koníaks- bragði. Lesendur hugsa nú e.t-v. með sér, að hér sé á ferð ný uppfinning af cocktai! eða mjólkurhristingi (milk- shake) — en svo er ekki. Fyrirtækið, sem selur þessa vöru, hefur það markmið að kenna með þessu móti Franseisum að drekka meiri mjólk. Smjör og ost kunna þeir vel að meta, en forðast hinn holla, hvíta drykk. Konlaksbragðið á nú að lokka menn til að taka upp heilbrigðari sið. Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Pdlmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. - Ritstjóri: Gisli Kristjdnsson. - Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200. BÚ NAÐARBLAÐ Áskriftarverð FREYS er krónur 75.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.