Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 17

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 17
FRE YR 101 BJÖRN JÓHANNESSON: Fljótandi áburður í sænska tímaritinu „Lantmannen“, nr. 2, þ. á. hefur Bertil Hylmö tilraunastjóri ritað grein um notkun tilbúins áburðar i fljótandi ástandi, en kynni af því fyrirkomulagi öðl- aðist hann í U.S.A. fyrir skömmu. Segir hann í greininni frá því, að samtök ræktunar- manna hafi hlutazt til um það framtak á vissum stöðum, að uppleysa N. P.K.og stund- um einnig snefilefni, aka upplausninni síðan í stórum tankbílum út til bændanna og úða henni með dreifiröri yfir ræktunarlöndin. Rétt er að segja frá nýjung sem þessari í Frey, en það eð hitt væri þó meira upplýsandi ef hægt væri að segja ákveðið hvort við þætti eiga að leysa öll áburðarefni upp í vatni og bera þau á í einu í þannig ástandi hér á landi, hefur Freyr snúið sér til dr. Björns Jóhannessonar og mælzt til þess að hann segði álit sitt á gildi nýmælis þessa miðað við aðstöðu okkar íslendinga. Fer hér á eftir það, sem hann hefur um þetta að segja: Það eð búast má við, að ýmsum leiki forvitni á að fá því svarað, hvort notkun áburðar í vatnsupplausn muni eiga fram- tíð hér á landi, hefur ritsjóri „Freys“ beðið mig að setja fram nokkrar athugasemdir í sambandi við grein Bertil Hylmö. Spurningar. Einkum tvær spurningar krefjast svars: 1) Eru hin ýmsu jurtanæringarefni virk- ari eða nýtast þau betur séu þau borin á í vatnsupplausn en ef þeim er dreift í föstu formi eins og venja er að gera hér á landi? 2) Er hugsanlegt, að jurtanæringarefni yrðu bændunum ódýrari í vatnsupp- lausn en í pokum? Svör. 1) Áburðarefni nýtast ekki fyrr en þau hafa leyzt upp í jarðvatninu. Áburður verk- ar því ætíð fljótar, sé hann borinn á í vatnsupplausn, og getur þetta atriði skipt verulegu máli í þurrkatíð og í einstaka til- felli jafnvel riðið baggamuninn um það, hvort gras skrælnar eða ekki. Notagildi áburðarefnanna mun hins vegar allajafna áþekkt, hvorn veginn, sem þau eru borin á. Þó má ætla, að fosfórsýra bindist öllu meir í jarðveginum, sé hún borin á í upplausn en ef henni er dreift í kornuðum áburði. Ef verð áburðarefnanna, komnum í jörðina, væri hið sama yrði væntanlega æskilegra að bera þau á í vatnsupplausn en í föstu formi eins og nú er gert. Þó er sá hængur hér á, að áburðarupplausnir brenna lifandi gróð- ur, nema þær séu mikið þynntar. Slíkar þynningar hafa svo mikinn kostnað í för með sér, að naumast er gerlegt. Það kæmi því fyrst og fremst til greina að bera þær á að vori áður en gróður tekur að lifna að ráði, en síður á milli slátta. 2) Þessari spurningu verður að svara neitandi, eins og nú horfir. Fosfórsýru yrði að flytja inn á tönkum, og þó að það sé kleift yrði hún naumast ódýrari en hún er nú í þrífosfati. Hitt skiptir þó meginmáli, að aðstæður til dreifingar áburðarupplausna eru óhag- stæðar hér á landi. Tæki til flutninga yrðu dýr miðað við skamma árlega notkun, því að áburðinn þyrfti að bera á snemma vors. Býli liggja dreift og vegakerfi ekki gert fyrir þunga tankvagna og sízt heimreiðar. Raun- ar eru vegir stundum með öllu ófærir á því tímabili, sem flytja þyrfti áburðinn. Loks eru tún og flög oft það blaut snemma vors, að illfært eða ófært er um þau með þungar bifreiðar, en það mun frumskilyrði fyrir notkun umræddrar áburðaraðferðar, að dreift sé á túnin beint úr tankbifreiðum eða tankvögnum. Fleiri annmarka mætti nefna, svo sem þann, að bóndinn ræður minna um áburðartíma á einstakrar tún- spildur, ef hann er háður þjónustu annars aðila, en ef hann ber sjálfur á túnið. Fram- angreindar aðstæður myndu valda því, að áburður í vatnsupplausn yrði bóndanum dýrari en áburður í pokum. Gjörólíkar aðstæður varðandi flutning og dreifingu áburðar valda því, að notkun

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.