Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 6

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 6
90 FREYR í sambandi við mótið var haldinn aðal- fundur L. H. Hófst hann á föstudag og stóð fram á laugardag. Fulltrúar voru mættir víðsvegar af landinu. Um mótið í heild má segja, að það hafi farið prýðilega fram, en þó var þátttaka varla nægilega almenn, því úr sumum sveit- um kom enginn með hesta. Þær raddir heyrðust fyrir mótið, að til lítils væri, að halda slík mót hér því að reiðhross væru lítt til. En sem betur fer hefur komið í ljós, að þessi skoðun er röng. Hér eru engu síð- ur til góðir hestar, en í öðrum landshlutum. Þetta kom í ljós á mótinu og hefði e. t. v. komið enn betur í ljós, ef meiri þátttaka hefði fengizt. Valdurinn að þátttökuleysi mun vera skortur á hrossum. Aðalatriðið er ekki, að hafa með höndum mergð hrossa, heldur að hrossin séu tamin og geti orðið mönnum til gagns og ánægju. Það er ekki hægt að segja nú, að hestur- inn sé þarfasti þjóninn, þar sem við lifum á öld véla og tækni, en þrátt fyrir það er hann eigi að síður þarfur. Svo mikið hesta- mannsblóð er í okkur íslendingum, að við munum eiga erfitt með að sætta okkur við, að hann hverfi af sjónarsviðinu. Hann hef- ur veitt mörgum ánægju á liðnum tímum og svo mun vafalaust verða enn. Að endingu vil ég þakka öllum þeim, er unnu að því á einn eða annan hátt að gera mót þetta ánægjulegt. Egilsstöðum, 6. jan. Leifur Kr. Jóhannesson. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ij.) Öxlar með hjólum 1 fyrir aftanívagna og kerrur, bæði vörubíla- og : 5 fólksbílahjól á öxlunum. — Einnig beizli fyrir i : heygrind og kassa. Jeppakerrur. — Til sölu hjá 5 [ KRISTJÁNI JÚLÍUSSYNI, Vesturgötu 22, | : Reykjavík e. u. Sími 22724. — Póstkröfusendi. jj iT'lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll) KAJ C. SCHRÖDER: Þegar kýrin ber Verið ekki að toga í kálfinn nema ef nauð- syn krefur. — Sé ekki allt eins og vera ber þá hafið dýralækni við. Að minnsta kosti 43 ástæður geta verið til að kúnni gengur illa að bera og sérhver þessara 43 getur sameinast einhverri hinna um það að trufla eðlilegan burð. Er það því ekkert undrunarefni þó ögn beri útaf við og við. Það er annars almenn skoðun, að um leið og kýr skal bera, og strax og sér til kálfs- ins, sé það höfuðnauðsyn að beita öllum ráðum til þess að toga kálfinn úr kúnni hið skjótasta. Þetta er engin nauðsyn — oftast hið gagnstæða. Skepnurnar fæða afkvæmi sín í þennan heim oftast án aðstoðar. Og sú fæðing, sem hægt gengur, er hin eðlileg- asta, aðeins að hún gangi ekki of hægt, en hæg fæðing er eðlileg af ástæðum, sem nú skal greina: í fyrsta lagi er það opnun leghálsins. Þeg- ar lega kálfsins er eðlileg hvílir hann með höfuðið á hnjánum og myndar þannig fleig, sem víkkar legopið. Leghálsinn er þéttgerð- ur hringur, sem ekki má togna of ört — og sé togað í kálfinn af miklu afli, svo að hann þrengist út í gegn um legopið, er hætta á oftognun og æðasprengingum, er orðið geta kúnni að ævarandi meini. Svona fer dýralæknirinn aldrei að, en hann vinn- ur af þekkingu og kunnáttu. í öðru lagi er hætta á leghverfingu, þ. e. að legið komi út. Sé of mikið togað, einkum að lokum — kemur kálfurinn ört og þá er hætta á að legið sogist með. Hin stóru og slöppu leghorn geta lagzt inn og síðar — þegar leghreyfingar verða til þess að losna við hildir — færast fellingarnar aftur í leg- ið og geta leitt til þess að það kemur út úr leggöngunum. Sé dýralæknir viðstaddur að- gætir hann hvort allt er með feldu og sé

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.