Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1958, Síða 8

Freyr - 01.03.1958, Síða 8
92 PREYR ELSIE McCORMICK: FURÐUSKEPNAN í FJÓSINU Fyrir nokkru gerðist það á Frakklandi, að Coty forseti heiðraði kú eina við opinbera athöfn með því að kyssa hana á báða kjamma fyrir frábæra mjólkurlægni og af- urðagæði. í Bandaríkjunum eru til kýr, sem hafa hlotið fleiri heiðursmerki en margir þarlendir hershöfðingjar. Slíkar viðurkenn- ingar eru ekki illa til fallnar. Engin skepna er okkur nytsamari en mjólkurkýrin. Mj ólkurfræðingar hafa áætlað, að væri ársframleiðslu af kúamjólk hellt á pott- flöskur og þeim raðað hlið við hlið, mundi slík flöskufylking ná meira en fjögur hundr- uð sinnum kringum jörðina. Minna en helmingur þessa óhemju magns fer til suðu og drykkjar. Nokkur hluti fer til fram- leiðslu á um það bil fimm billjón kg af smjöri, hálfri þriðju billjón kg af osti og — í Bandaríkjunum einum — tuttugu og þrem milljónum lítra af rjómaís. Heilbrigðis- stjórn Bandaríkjanna fullyrðir, að engin fæðutegund taki mjólkinni fram. Segja má, að fyrir tilverknað mannanna sé kýr nútímans orðin háþróuð mjólkur- verksmiðja. Frá náttúrunnar hendi er kúnni ætlað að ala einn kálf á ári og mjólka hon- um um 175 lítra alls. Ennþá á hún aðeins einn kálf á ári, en fyrir atbeina mannsins, — með bættri fóðrun, hirðingu og kynbót- um, mjólkar hún nóg handa 15 eða 20 kálf- um og hún mjólkar tíu mánuði ársins í stað nokkurra vikna. Meðalkýr bandarísk gefur nú af sér 2525 lítra á ári, næstum því tvöfalda meðalnyt ársins 1910. Kýr í Kaliforníu eru fremstar með 3730 lítra meðalársnyt. Ein kýr í Mi- chiganríki mjólkaði hvorki meira né minna en 18.664 lítra á einu ári! En heimsins beztu mjólkurkýr eru í Hollandi, Belgíu og Dan- mörku. Kýrin er efnaverksmiðja og vinnur furðu- verk á því sviði. Vömb hennar, hið fyrsta og stærsta hinna mjögurra magahólfa, tek- ur mannlegum maga langt fram. í vömb- inni hafast við um 50 tegundir gerla, sem breyta köfnunarefnasamböndum grasanna, sem hún étur, í eggjahvítuefni; þessir gerl- ar framleiða B-vitamín, sem við og flestar skepnur verða að fá með fæðunni; þeir breyta kornhýði og öðrum ólíklegum fóð- urefnum í fyrirtaks orkugjafa. Eftir að hin grófari fæða kýrinnar hefur verið í þessari innvortis efnasmiðju í eitt dægur, snýr hún aftur í smátuggum upp í munn hennar, blandast munnvatni og mal- ast undir jöxlum, — kýrin jórtrar og kyng- ir aftur. Kýrin framleiðir um 45 lítra af munnvatni daglega og auk þess nálega pund af natríumtvíkarbónati til aðstoðar við meltinguna. Annað magahólf kýrinnar, keppurinn, er poki með þykku fóðri. Þetta hólf mætti kalla ruslakistu, því að þar verða eftir nagl- ar og annað málmkyns, sem kýrin gleypir í haganum eða úr heyinu. Venjulega gengur kýrin æviskeið sitt ótrufluð af þessu járna- rusli, þó að stundum sé uppskurður óhjá- kvæmilegur til að bjarga lífi hennar. Þriðja hólfið, lakinn, er vöðvamikið og vindur mestu vætuna úr fóðrinu. Fjórða hólfið, vinstrið, gegnir svipuðu hlutverki og magi í manni. í vinstrinu meltir kýrin þær billjónir gerla, sem unnu úr köfnunarefna- samböndunum í vömbinni, sjálfum sér til vaxtar og viðgangs. Grastuggan er alls fjóra sólarhringa á leiðinni gegnum meltingar- færi kýrinnar og næringarefnin úr henni að komast inn í blóðrásina. Góð kýr skilar einum lítra mjólkur fyrir < hver tvö og hálft kg af fóðri, sem hún ét- ur.*) En kýrin hefur jafnan einþykk verið og setur sjálf sín skilyrði fyrir því, að þessu mjólkurmagni sé skilað mjaltamanninum. Hún á það til að halda eftir hluta af nyt- *) Er þá miðað við kraftfóður. — Ritstj. >

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.