Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 18

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 18
102 FREYR Spurningar og svör Sp. 2: I sumum fjósum er kúm raðað eftir fóðurflokkum. Er þá skaðlaust að flytja kýrnar milli bása, þegar þær færast á milli fóðurflokka, vegna vanafestu þeirra? B. S. Svar: Ef jata er sameiginleg, er sjálfsagt að flytja kýr til eftir fóðurflokkum, og hafa þá órólegar kýr á enda. Sp. 3: Er ekki hægt að fá mjólkurkæla, sem frysta vatnið í kæliþróm? Þar sem vatnsból vilja þrjóta væri mikið atriði að geía fengið slíka kæla og mundu þeir spara geysilegt vatnsmagn á hverju ári. Auk þess væri þá alltaf hægt að kæla mjólkina þó að vatnsból þrytu. G. G. Svar: Til þessa mundi kælir ekki nægja heldur þarf til þess áburðarupplausnar hefir rutt sér allmikið til rúms í Bandaríkjunum. Flutningar áburðarefna fer þar fram að miklu leyti með járnbrautum, og um margra ára skeið hafa áburðarefni, einkum köfnunarefnis- sambönd, verið flutt í sterkum vatnsupp- lausnum á langleiðum, enda þótt þessi efni hafi ekki verið borin á í upplausn. Ástæð- an en sú, að það er í mörgum tilfellum ódýrara að flytja áburðarefnin á þennan hátt. Vegakerfi Bandaríkjanna er yfirleitt ágætt, akrar og ræktunarlönd oft í stór- um samfelldum skákum og skilyrði til notk- unar stórvirkra tækja hagstæð. Þessar að- stæður, sem ekki eru fyrir hendi hér á landi, hafa lagt hinn hagfræðilega grund- völl að notkun áburðaupplausna í Banda- ríkjunum. Með bættu vegakerfi og aukinni ræktun er hugsanlegt, að innan tíðar verði einnig hagkvæmt að bera á áburðarupp- lausnir hér á landi í þeim landbúnaðarhér- uðum, sem bezt liggja við. frystivélar. Að sjálfsögðu eru þær fáanlegar en stofn- kostnaður og rekstur þeirra er bara það mikill, að aðr- ar Ieiðir eru fremur farnar til þess að kæla mjólk. Heimilisfrysti má náttúrlega nota til þess að kæla mjólk ef aðstaða og umbúnaður er þannig, að kleift þyki. Spurning 4: Nýlega Iétu hjá mér tvær kýr dauðum kálfum. Hverj- ar eru venjulegustu orsakir kálfaláts? Eg var nýlega bú- inn að skipta um vothey, byrjaði á nýrri gryfju, í henni hitnaði efst, þegar tekið var ofan af henni, en þó varast að gefa heyið meðan hiti var í því. Getur þessu verið um að kenna. — B. ]. Svar: Smitandi kálfalát hefur eigi verið staðfest hér á landi svo vitað sé. Smitandi lambalát er hins vegar ekki óal- gengt c-g m. a. hafa listeriasýklar og vibrio foetus sýklar verið staðfestir sem orsök að lambaláti. Ekki er með öllu ólíklegt, að þessir sýklar kunni að geta slæðzt í nautgripi og valdið þar kálfaláti, þó að eigi hafi það verið staðfest. Vel getur fóðurbreyting og vothey, sem hitnað hefur í, eins og um ræðir í þessu tilfelli, verið orsök fósturláts. Annars verður ekkert um það fullyrt af þeim takmörk- uðu upplýsingum, er fyrir hendi eru. — P. A. P. Spurning 5: Stundum hefur komið fyrir að kýr hafa fengið dálít- inn kláða á mölum, og hárið þar jafnvel dottið af aftur á halarótina. Með hverju á að lækna þetta? — B. J. Svar: Við kláða og hárlosi á mölum á kúm hefur oft reynzt vel að nota brennisteinssmyrsli, t. d. Linimentum sulfur- atum compositum ( Disp. Vet.) — P. A. P. Björn Jóhannesson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.