Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 21

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 21
FREYR 105 Og svo matseld alla daga handa heimilis- fólkinu og oft handa gestum, en húshjálp til aðstogar bara einn dag í viku. — Auðvitað er nóg að gera og ekki þýðir að slæpast, en ég fæ mína frítíma í friði þeg ar dagsstarfi er lokið um kl. 7—8 á kvöldin. Á miðvikudögum hef ég frí seinnipart dags- ins, frídag annanhvern sunnudag og laug- ardagfrí einu sinni í mánuði frá kl. 14. En þetta, að fá sitt ákveðna frí er svo mikils virði, því að þá getur maður áætlað til hvers skuli nota þann tíma. Ég hef líka prófað hvað það er að þurfa að sitja hjá börnum 5 kvöld í viku. Það treystir ekki tengsl ungra stúlkna við starfið. Ég baka í laugardögum. Það þykir mér skemmtilegt starf. Maður lærir langmest á því að fá að vinna sjálfstætt og vita sig sjálfa ábyrga fyrir starfinu og árangri þess. Það er spennandi að finna sjálf lausn á hverju hlutverki. Mamma hefur kennt mér að skreyta tertur og annað brauð og svo hef ég lært sitthvað af því tagi í 4—H starf- inu. — ★ — En Inga kann og getur ennþá fleira. Her- bergi hennar er snyrtilegt og mjög vel hirt. Ekki er annað hægt en dázt að blómunum í glugganum og annars staðar í herberginu. — Ég hef nú ræktað þau sjálf, það hef ég lært af mömmu, segir Inga. — Og þú hefur saumavél. Átt þú hana? Fína nýja rafknúna saumavél? — Já, ég varð nú að neita mér um sitt af hverju til þess að geta keypt hana, og þó keypti ég með afborgunum, en nú sauma ég í frítímum öll mín föt og dálítið fyrir aðra svo vélin borgast bráðum. — En ekki hefur þú þó saumað sjálf dragtina og önnur föt þarna í skápnum? — Jú, víst hef ég gert það, hún kostaði mig ekki nema 90 krónur með fóðri, skinn- hnöppum og öllu saman. Ég var einu sinni á sniðnámskeiði í 3 vikur og hef mikið gagn af því, þæði þegar ég sauma á sjálfa mig og aðra og það er gaman að geta það. Ég gæti eiginlega hugsað mér að vera kennslukona í matreiðslu, saumum og sníð- um. Menn og málefni Frá og með 1. september 1957 er Einar Þor- steinsson frá Nikhól í Mýrdal ráðinn í þjón- ustu Búnað- arsambands Suðurlands sem ráðu- nautur þess. Einar hefur stundað nám við Sam- vinnuskól- ann, var svo einn vetur við búfræði- nám á Hvanneyri, síðan um árs skeið á Tune Einar Þorsteinsson. búrfaðarskól'a í Danmörku til undirbúnings fyrir nám í búnaðarháskóla og lauk kandídatsprófi í þeim fræðum við Búnað- arháskólann í Kaupmannahöfn vorið 1956. Að prófi loknu vann hann við tilraunastöðina Ödum í Danmörku og við Atvinnudeild Há- skólans hér sem aðstoðarmaður. Heimili hef- ur hann að Sólheimum í Mýrdal. Við horfum út um gluggann á herbergi Ingu. Við augum okkar blasir garðurinn. — Ég hef nú líka ánægju að vinna í hon- um, segir Inga. Heima hef ég ævinlega ver- ið með í öllu úti og inni og hér hef ég skroppið út að taka upp kartöflur og sækja annað í matinn. Ég plægi nú ekki hérna, það gerði ég heima-------og þótti það alltaf skemmtilegt-------þegar hestar drógu plóg- inn. — Þú ert lífsglöð ung stúlka? — Já auðvitað, því ætti ég ekki að vera það þegar manni þykir vænt um sitt starf og allt annað. (Endursagt)

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.