Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1960, Side 24

Freyr - 01.05.1960, Side 24
176 FREYR GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON: VÉLARNAR OKKAR Þó það sé staðreynd, að (sú kynslóð, sem nú er tekin drjúgum að hærast og er svo langminnug, að hún muni hag og háttu þjóðarinnar um síðustu aldamót, hafi lifað stórfeldustu breytingarnar, sem saga vor kann að greina frá mun það svo, að mörgum finnst það fjarri lagi að fela þær í hugtakinu „bylting“. Það virðist jafnvel stappa nærri því, að hugtakið bylting sé bundið því, að nokkur hluti þeirra, sem þar eru þátttakendur, séu höfðinu styttri að leik loknum. En sem betur fer greinir nútímasaga vor íslendinga ekki frá neinu slíku, þó því verði ekki neitað, að nokkurrar sundurgerðar kenni meðal vor um margt það, er við horfir og ekki sé alltaf af fullri sanngirni deilt og metið. Hinu verður þó ekki neitað, að í rauninni eru allir sam- mála um að sú bylting, sem við höfum staðið að nú um skeið, hafi verið og sé nauð- syn. Enginn er sá, sem vildi hverfa aftur til árabátsins og handfærisins, frá þeim vélknúnu fleytum, með öllum þeirra afla- klóm varpa og véla, sem nú sækja gull í greipar Ægis. Á barnsárum mínum heyrði ég, að þá fyrst væri mey gjafvaxta er hún kynni „að breyta ull í fat og mjólk í mat og hún gæti kennt barni bæn“. Nú gefast þær hiklaust þó þær kunni ekkert af þessu. Ullarverksmiðjur og mjólk- urstöðvar hafa sett rokkinn og kambana, trogið og bullustrokkinn á bekk með forn- gripum. Bænin mun og hafa hafnað þar eða á líkum slóðum, og mun ekki sú ætlan ofarlega meðal uppalenda að leita hennar þangað. Og enginn mundi kjósa landbún- aði vorum aftur orfið og hrífuna, pálinn og rekuna að höfuðvopnum og verjum bænda. Mundum við horfa með söknuði eftir þeim vélakosti, sem til okkar hefur borizt í ótrú- lega ríkum mæli á skömmum tíma, enda mundi fleira koma til en söknuðurinn einn. Sé augum rennt yfir þann þátt búhátta vorra, sem hvílir á aflvélunum og þeim Guðmundur Jósafatsson tækjum, sem þeim fylgja, verður ekki hjá því komist að nokkurs uggs kenni þegar athugað er það geysi fjármagn, sem bundið er í búvélunum, þó aðeins sé staldrað við þann hluta þeirra, sem bundinn er bú- rekstrinum einum, enda er hér mest haft í huga öflun og verndun fóðurs, ásamt þeirri tækni, sem því er bundin og viðráð- anleg má teljast sem heimaiðja hvers heimilis og þarf að vera bundin því ef vel á að vera. Þó um það sé gott eitt að segja að njóta aðstoðar véla við búreksturinn, enda sú leið ein fær eins og sakir standa í dag, verður það sígilt áhyggjuefni hversu þessi vandi verði leystur svo að hvorttveggja sé, að sá vélakostur sé fyrir hendi, sem bænda- stéttin má telja sig fullsæmda af og þó þannig að einstaklingum innan stéttarinn- ar og þá um leið stéttinni í heild, sé hvorki ofraun né ofrausn að. Vel má og minna á það, að þegar betur er að gáð, stendur þjóð- félagið að baki þessu. Við hag þess og gjaldþol verður að miða það fjármagn, sem til þess má veita og verja á hverjum tíma, og er ekki fjarri að minna á það, að ekki verður hverri siglingu kosinn óskabyr. Vert er og að minna á, að enn stendur þessi þró- un á gelgjuskeiði. Enn er lítið að því unnið, að gera sér þess fulla grein hversu þessi mál verða leyst á hagkvæmastan hátt. enda mála sannast, að torvelt mun að slá ákveðnu kerfi alveg föstu, þegar hin geysi öra þró- un í vélakosti samtíðar vorrar er höfð í huga.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.