Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1960, Qupperneq 29

Freyr - 01.05.1960, Qupperneq 29
FREYR 181 JÁTVARÐUR J. JÚLÍUSSON: Um hreiðurgerð og dúnhirðingu Vinnan í varplöndunum ætti að hefjast í apríl, eða strax og jörð er orðin auð og þíð. Þá á að hreinsa upp úr gömlu hreiðr- unum og hressa þau við. Láta hey í þau og betrumbæta skjólveggi þeirra. Einnig að gera ný hreiður til að taka við nýjum fuglum. Hreiðurgerðin er ósegjanlega þýðingar- mikil og er þar margs að gæta. Með hreiðurgerðinni er það ákveðið hvar fuglinn verpir, jafnvel kynslóð eftir kyn- slóð. Með því að búa til hreiður fyrir fugl- inn vinnst svo margt. Ef nóg er af vel tilbúnum hreiðrum, er að mestu leyti hægt að komast hjá því að kollurnar verpi niðri í þanghrönnum, sem fljóta upp í stærstu stórstraumum, þar sem hreiðrin farast unnvörpum. Margir hafa glímt við þann vanda að færa þanghreiðrin, eða hækka þau upp. Hefur það stundum lánast vel, en líka oft mistekist og fuglinn yfirgefið, eða þá að aðgerðin hefur orðið ófullnægjandi. Ég hef reynslu fyrir því, að þar sem nóg er af vel umbúnum hreiðrum, kjósa æðar- kollurnar miklu fremur að verpa í þau en að baslast við að búa sér til hreiður í hrönnunum, eða annarsstaðar. fyrr eða síðar reki að bví, að fjárhags- geta þjóðfélagsins heimti, að tekið sé til rækilegrar rannsóknar, hversu unnt er að draga vélakost heimilanna saman í sam- eign nágranna um nokkur hinna dýrari tækja, sem sjaldan þarf að grípa til. Virð- ast ýmis slík tæki svo dýrmæt, að á aðstoð þeirra velti mjög um afkomu búanna. Væri þetta vel þess vert að athugast í sambandi við útvegun þess lánsfjár, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. — Þannig er hægt að ráða því hvar fuglinn verpir. Er þá hægt að beina varpinu þangað, sem maður telur bezt henta eftir hvers- konar aðstæðum og staðháttum. Veltur á miklu að rétt mat og framsýni stjórni þeim aðgerðum. Ég skal nú lýsa því, sem ég tel vera aðal- atriði við gerð hvers hreiðurs: 1. Að sjór nái alls ekki til þess. 2. Að vatn geti ekki safnazt fyrir í því. 3. Að það sé í skjóli fyrir hörðustu átt- um og að það skjól sé úr vel stöðugu grjóti, sé þess kostur. 4. Að hreiðrið sé mátulega rúmt, hvorki of né van. 5. Að útsýni sé úr því og hentugur stað- ur fyrir blikann í næsta nágrenni. Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið, og á það sannarlega við hér. Þessi atriði vita einkum að fuglinum, en líka að varðveitingu dúnsins, og hana þarf að hafa í huga. Enginn dúnn er eins hreinn, mikill og góður eins og þangdúnn- inn. Það væri því gott að geta haft þang- mylsnu í hreiðrunum, en aðallega verður þó að stóla upp á hey í þau. Þarf það að vera þannig valið, að það spilli dúninum sem minnst og molni auðveldlega úr. Mér hefur reynzt vel að bleyta heyið áður en það er látið í hreiðrin. Þá þjapp- ast það betur saman og sviðrar síður upp úr þeim meðan það bíður þess að fuglinn komi. Æskilegt er að allri þessari aðhlynningu sé lokið áður en fuglinn fer að setjast upp. Þá hefst umgengnin við æðarkollurnar og dúnhirðingin. Þá þarf að vaka yfir vel- ferð hvers hreiðurs og laga misfellur, sem koma í Ijós. Þar á að fara saman nákvæm hirðing á dúninum og pössun á því, að ekkert ami að eggjunum. Það er hægt, al- veg að skaðlausu fyrir eggin, allt hvað þau eru ekki fleiri en 5 í hreiðri, að taka um það bil helming af dúninum eftir að kollan er fullreitt, ef vel er séð fyrir nó°u þurrleeu hevi eða sinu undir dúninn. Rétt er að hafa það fyrir reglu að hafa dúnvisk á poka til að leggja eggin á þegar hreiðrið er tekið upp, svo þau kólni ekki.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.